Ekkert bann gegn öllum Rússum í Ríó

Ákveðið hefur verið að leyfa rússneskum íþróttamönnum að njóta vafans í RÍó. Allir verða hins vegar að fara í gegnum strangt lyfjaeftirlit. Sérsambönd gætu enn bannað alla Rússa,eins og frjálsíþróttasambandið.

Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Auglýsing

Alþjóða ólymp­íu­nefndin hefur ákveðið að banna ekki alla rúss­neska íþrótta­menn á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó sem haldnir verða í næsta mánð­uði. Ein­staka íþrótta­menn gætu hins vegar hlotið bann ef sér­sam­bönd ákveða að meina Rússum þátt­töku.

Öllu frjáls­í­þróttaliði Rússa hefur verið bannað að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum eftir að rann­sókn leiddi í ljós víð­tækt lyfja­svindl rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks. Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bandið greip til þess ráðs í júní að banna alla rússa frá keppni í frjálsum íþróttum á mót­inu jafn­vel þó að ekki hafi verið sýnt fram á að allir hefðu notað lyf eða hag­rætt líf­sýnum við lyfja­próf­an­ir. Það er hins vegar undir hverjum og einum íþrótta­manni komið að sýna fram á sak­leysi sitt.

Önnur skýrsla um rann­sókn á lyfja­svindli Rússa á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí í Rúss­landi árið 2014 jók svo press­una á alþjóða ólymp­íu­nefnd­ina um að banna alla Rússa frá mót­inu. Sú rann­sókn sýndi fram á að skipun um lyfja­svindl og hag­ræð­ingu líf­sýna kom beint frá íþrótta­mála­ráðu­neyt­inu í Kreml.

Auglýsing

Thomas Bach, for­maður alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, hafði áður sagt að honum hugn­að­ist ekki að refsa öllum rúss­neskum íþrótta­mönnum fyrir brot sumra. Fimmtán manna stjórn nefnd­ar­innar tók svo ákvörð­un­ina í dag. Minna en tvær vikur eru í að leik­arnir verða settir í Ríó 5. ágúst.

Nefnd­inr útskýrir ákvörðun sína þannig að það sé rétt­látt að leyfa þeim íþrótta­mönnum sem ekki hafa verið bendl­aðir við svindl að njóta vafans. Hins vegar verði íþrótta­menn­irnir rúss­nesku að sætta sig við að það gæti verið nauð­syn­legt að meina þeim þátt­töku til þess að vernda trú­verðu­leika ólympískra íþrótta­greina. Þeir sem hafa verið gripnir við lyfja­svindl fá alls ekki að keppa í Rio. 

Keppt verður í 28 íþrótta­greinum á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None