Ekkert bann gegn öllum Rússum í Ríó

Ákveðið hefur verið að leyfa rússneskum íþróttamönnum að njóta vafans í RÍó. Allir verða hins vegar að fara í gegnum strangt lyfjaeftirlit. Sérsambönd gætu enn bannað alla Rússa,eins og frjálsíþróttasambandið.

Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Auglýsing

Alþjóða ólymp­íu­nefndin hefur ákveðið að banna ekki alla rúss­neska íþrótta­menn á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó sem haldnir verða í næsta mánð­uði. Ein­staka íþrótta­menn gætu hins vegar hlotið bann ef sér­sam­bönd ákveða að meina Rússum þátt­töku.

Öllu frjáls­í­þróttaliði Rússa hefur verið bannað að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum eftir að rann­sókn leiddi í ljós víð­tækt lyfja­svindl rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks. Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bandið greip til þess ráðs í júní að banna alla rússa frá keppni í frjálsum íþróttum á mót­inu jafn­vel þó að ekki hafi verið sýnt fram á að allir hefðu notað lyf eða hag­rætt líf­sýnum við lyfja­próf­an­ir. Það er hins vegar undir hverjum og einum íþrótta­manni komið að sýna fram á sak­leysi sitt.

Önnur skýrsla um rann­sókn á lyfja­svindli Rússa á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí í Rúss­landi árið 2014 jók svo press­una á alþjóða ólymp­íu­nefnd­ina um að banna alla Rússa frá mót­inu. Sú rann­sókn sýndi fram á að skipun um lyfja­svindl og hag­ræð­ingu líf­sýna kom beint frá íþrótta­mála­ráðu­neyt­inu í Kreml.

Auglýsing

Thomas Bach, for­maður alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, hafði áður sagt að honum hugn­að­ist ekki að refsa öllum rúss­neskum íþrótta­mönnum fyrir brot sumra. Fimmtán manna stjórn nefnd­ar­innar tók svo ákvörð­un­ina í dag. Minna en tvær vikur eru í að leik­arnir verða settir í Ríó 5. ágúst.

Nefnd­inr útskýrir ákvörðun sína þannig að það sé rétt­látt að leyfa þeim íþrótta­mönnum sem ekki hafa verið bendl­aðir við svindl að njóta vafans. Hins vegar verði íþrótta­menn­irnir rúss­nesku að sætta sig við að það gæti verið nauð­syn­legt að meina þeim þátt­töku til þess að vernda trú­verðu­leika ólympískra íþrótta­greina. Þeir sem hafa verið gripnir við lyfja­svindl fá alls ekki að keppa í Rio. 

Keppt verður í 28 íþrótta­greinum á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None