Ekkert bann gegn öllum Rússum í Ríó

Ákveðið hefur verið að leyfa rússneskum íþróttamönnum að njóta vafans í RÍó. Allir verða hins vegar að fara í gegnum strangt lyfjaeftirlit. Sérsambönd gætu enn bannað alla Rússa,eins og frjálsíþróttasambandið.

Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Thomas Bach, formaður alþjóða ólympíunefndarinnar, eftir tilkynninguna í dag.
Auglýsing

Alþjóða ólymp­íu­nefndin hefur ákveðið að banna ekki alla rúss­neska íþrótta­menn á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó sem haldnir verða í næsta mánð­uði. Ein­staka íþrótta­menn gætu hins vegar hlotið bann ef sér­sam­bönd ákveða að meina Rússum þátt­töku.

Öllu frjáls­í­þróttaliði Rússa hefur verið bannað að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum eftir að rann­sókn leiddi í ljós víð­tækt lyfja­svindl rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks. Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bandið greip til þess ráðs í júní að banna alla rússa frá keppni í frjálsum íþróttum á mót­inu jafn­vel þó að ekki hafi verið sýnt fram á að allir hefðu notað lyf eða hag­rætt líf­sýnum við lyfja­próf­an­ir. Það er hins vegar undir hverjum og einum íþrótta­manni komið að sýna fram á sak­leysi sitt.

Önnur skýrsla um rann­sókn á lyfja­svindli Rússa á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí í Rúss­landi árið 2014 jók svo press­una á alþjóða ólymp­íu­nefnd­ina um að banna alla Rússa frá mót­inu. Sú rann­sókn sýndi fram á að skipun um lyfja­svindl og hag­ræð­ingu líf­sýna kom beint frá íþrótta­mála­ráðu­neyt­inu í Kreml.

Auglýsing

Thomas Bach, for­maður alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, hafði áður sagt að honum hugn­að­ist ekki að refsa öllum rúss­neskum íþrótta­mönnum fyrir brot sumra. Fimmtán manna stjórn nefnd­ar­innar tók svo ákvörð­un­ina í dag. Minna en tvær vikur eru í að leik­arnir verða settir í Ríó 5. ágúst.

Nefnd­inr útskýrir ákvörðun sína þannig að það sé rétt­látt að leyfa þeim íþrótta­mönnum sem ekki hafa verið bendl­aðir við svindl að njóta vafans. Hins vegar verði íþrótta­menn­irnir rúss­nesku að sætta sig við að það gæti verið nauð­syn­legt að meina þeim þátt­töku til þess að vernda trú­verðu­leika ólympískra íþrótta­greina. Þeir sem hafa verið gripnir við lyfja­svindl fá alls ekki að keppa í Rio. 

Keppt verður í 28 íþrótta­greinum á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundin í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None