Sigmundur Davíð útilokar ekki endurkomu í ríkisstjórn

Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, úti­lokar ekki að hann stefni á að fara aftur í rík­is­stjórn á þessu kjör­tíma­bili. Hann seg­ist meta það hverju sinni hvað sé best til að ná fram­gangi mála og muni gera það á hverjum degi en segir að hann muni beita sér á hvaða hátt sem hann get­ur. „Hvað rík­is­stjórn­ina varðar mun ég hafa aðkomu að því hvernig þetta gengur fyrir sig.“

Sig­mundur Davíð ætlar að bjóða sig áfram fram í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í næstu kosn­ing­um, líkt og hann gerði árið 2013. Annað hafi aldrei hvarflað að hon­um. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Höfum ekki sið­ferð­is­legan rétt til að boða til kosn­inga

Sig­mundur Davíð boð­aði fulla end­ur­komu sína í stjórn­mál með bréfi til flokks­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrjun viku. Þar kom skýrt fram að honum hugn­að­ist ekki að kjósa í haust, líkt og for­svars­menn rík­is­stjórnar Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hafa boðað og báðir þing­flokkar að baki hennar hafa sam­þykkt. Sig­mundur Davíð segir við Morg­un­blaðið að það séu ein­ungis tvær ástæður fyrir stjórn­ar­slit­u­m; ann­ars vegar ef stjórn­ar­meiri­hlut­inn heldur ekki og hins vegar ef stjórnin telur sig hafa lokið verk­efni sínu og að það sé orðið tíma­bært að boða til nýrra kosn­inga. „Ég sé engin merki þess að stjórnin sé að falla. Er stjórnin að ná að klára sín verk­efni? Ég get ekki séð að svo sé. Það má ekki gleyma kjós­endum sem studdu okk­ur. Við höfum ekki sið­ferð­is­legan rétt til þess að boða til kosn­inga í haust nema menn séu búnir að klára það sem þeir lof­uð­u.“

Auglýsing

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, er hins vegar afdrátt­ar­laus í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Þar segir hann að þing­rof hafi verið rætt á fundum hans við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar og að gengið sé út frá því sem vísu að kosið verði á haust­mán­uð­um. Hug­myndir Sig­mundar Dav­íðs um annað skipti engu máli þar sem hann sé ekki hluti af for­ystu rík­is­stjórn­ar. „Við höfum rætt það á okkar fund­um, ég og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að þing­lok verði í haust og boðað verði til kosn­inga eins og lofað hefur ver­ið. Ég tel orð for­ystu­manna þess­arar rík­is­stjórnar hafa verið mjög afdrátt­ar­laus, bæði í sam­tali við mig og fjöl­miðla, og því leikur eng­inn vafi á að kosið verði í haust.“

Segir Pírata hroka­fulla

Í Morg­un­blað­inu segir Sig­mundur Davíð að sér finn­ist í auknum mæli gæta hroka hjá Píröt­um. Sá hroki hafi ekki skánað eftir að flokk­ur­inn fór að telja sig tals­menn almenn­ings og rödd fólks­ins. „Það er reyndar ein­kenni flokka á jaðr­inum í stjórn­mál­um. Það er hættu­leg þróun hjá Pírötum að þeir fari að ímynda sér að það sé þeirra að boða kosn­ing­ar.“

Leið­ari um ein­staka aðför gegn Sig­mundi Davíð

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins er stuðn­ingi lýst við áform Sig­mundar Dav­íðs og grein hans í blað­inu á þriðju­dag lof­uð. Þar segir að for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hafi tekið sér frí frá störfum í rík­is­stjórn „til að fá tóm til að fara yfir mál sem Rík­is­út­varpið hafði þyrlað upp og svo að end­ur­skoð­endur og skatt­yf­ir­völd gætu upp­lýst hvort eitt­hvað væri óupp­gert þar. Því er lok­ið. Ekk­ert er óupp­gert. Fræ efans, sem Rík­is­út­varpið sáði, ættu því ekki að skjóta rót­um. Mat frétta­mið­ils­ins Guar­dian í mars sl. reynd­ist hins vegar rétt: »Gu­ar­dian hefur ekki séð neinar sann­anir fyrir skattaund­anskot­um, und­an­brögðum eða óheið­ar­legum ávinn­ingi Sig­mundar Dav­íðs, Önnu Sig­ur­laugar eða Wintr­is.“

Morg­un­blaðið segir að það eina sem eftir standi í Wintris-­mál­inu svo­kall­aða séu hug­leið­ingar um hvort heppi­legra hefði verið að máls­ins hefði verið getið meðan tog­streitu við kröfu­hafa stóð. „Eftirá­spekin gagn­kunna segir að það hefði verið þarft. En sú speki sýnir einnig að Sig­mundur Davíð var ætíð sá stjórn­mála­maður sem lengst vildi ganga til að tryggja íslenska hags­muni gagn­vart kröfu­höf­un­um. Tíma­ritið Þjóð­mál birtir þessa dag­ana mjög athygl­is­verða grein eftir Pál Vil­hjálms­son blaða­mann. Greinin ber yfir­skrift­ina Aðför RÚV að Sig­mundi Dav­íð. Und­ir­fyr­ir­sögnin er: Ein­stakt dæmi um mis­notkun fjöl­miðla­valds. Hver sá sem les tíma­rits­grein­ina til enda sér að ekk­ert er ofsagt í þeirri fyrirsögn. Við skulum vona að aðförin verði ein­stakt dæmi.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None