Sigmundur Davíð útilokar ekki endurkomu í ríkisstjórn

Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, úti­lokar ekki að hann stefni á að fara aftur í rík­is­stjórn á þessu kjör­tíma­bili. Hann seg­ist meta það hverju sinni hvað sé best til að ná fram­gangi mála og muni gera það á hverjum degi en segir að hann muni beita sér á hvaða hátt sem hann get­ur. „Hvað rík­is­stjórn­ina varðar mun ég hafa aðkomu að því hvernig þetta gengur fyrir sig.“

Sig­mundur Davíð ætlar að bjóða sig áfram fram í Norð­aust­ur­kjör­dæmi í næstu kosn­ing­um, líkt og hann gerði árið 2013. Annað hafi aldrei hvarflað að hon­um. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Höfum ekki sið­ferð­is­legan rétt til að boða til kosn­inga

Sig­mundur Davíð boð­aði fulla end­ur­komu sína í stjórn­mál með bréfi til flokks­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrjun viku. Þar kom skýrt fram að honum hugn­að­ist ekki að kjósa í haust, líkt og for­svars­menn rík­is­stjórnar Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hafa boðað og báðir þing­flokkar að baki hennar hafa sam­þykkt. Sig­mundur Davíð segir við Morg­un­blaðið að það séu ein­ungis tvær ástæður fyrir stjórn­ar­slit­u­m; ann­ars vegar ef stjórn­ar­meiri­hlut­inn heldur ekki og hins vegar ef stjórnin telur sig hafa lokið verk­efni sínu og að það sé orðið tíma­bært að boða til nýrra kosn­inga. „Ég sé engin merki þess að stjórnin sé að falla. Er stjórnin að ná að klára sín verk­efni? Ég get ekki séð að svo sé. Það má ekki gleyma kjós­endum sem studdu okk­ur. Við höfum ekki sið­ferð­is­legan rétt til þess að boða til kosn­inga í haust nema menn séu búnir að klára það sem þeir lof­uð­u.“

Auglýsing

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, er hins vegar afdrátt­ar­laus í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Þar segir hann að þing­rof hafi verið rætt á fundum hans við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar og að gengið sé út frá því sem vísu að kosið verði á haust­mán­uð­um. Hug­myndir Sig­mundar Dav­íðs um annað skipti engu máli þar sem hann sé ekki hluti af for­ystu rík­is­stjórn­ar. „Við höfum rætt það á okkar fund­um, ég og for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að þing­lok verði í haust og boðað verði til kosn­inga eins og lofað hefur ver­ið. Ég tel orð for­ystu­manna þess­arar rík­is­stjórnar hafa verið mjög afdrátt­ar­laus, bæði í sam­tali við mig og fjöl­miðla, og því leikur eng­inn vafi á að kosið verði í haust.“

Segir Pírata hroka­fulla

Í Morg­un­blað­inu segir Sig­mundur Davíð að sér finn­ist í auknum mæli gæta hroka hjá Píröt­um. Sá hroki hafi ekki skánað eftir að flokk­ur­inn fór að telja sig tals­menn almenn­ings og rödd fólks­ins. „Það er reyndar ein­kenni flokka á jaðr­inum í stjórn­mál­um. Það er hættu­leg þróun hjá Pírötum að þeir fari að ímynda sér að það sé þeirra að boða kosn­ing­ar.“

Leið­ari um ein­staka aðför gegn Sig­mundi Davíð

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins er stuðn­ingi lýst við áform Sig­mundar Dav­íðs og grein hans í blað­inu á þriðju­dag lof­uð. Þar segir að for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hafi tekið sér frí frá störfum í rík­is­stjórn „til að fá tóm til að fara yfir mál sem Rík­is­út­varpið hafði þyrlað upp og svo að end­ur­skoð­endur og skatt­yf­ir­völd gætu upp­lýst hvort eitt­hvað væri óupp­gert þar. Því er lok­ið. Ekk­ert er óupp­gert. Fræ efans, sem Rík­is­út­varpið sáði, ættu því ekki að skjóta rót­um. Mat frétta­mið­ils­ins Guar­dian í mars sl. reynd­ist hins vegar rétt: »Gu­ar­dian hefur ekki séð neinar sann­anir fyrir skattaund­anskot­um, und­an­brögðum eða óheið­ar­legum ávinn­ingi Sig­mundar Dav­íðs, Önnu Sig­ur­laugar eða Wintr­is.“

Morg­un­blaðið segir að það eina sem eftir standi í Wintris-­mál­inu svo­kall­aða séu hug­leið­ingar um hvort heppi­legra hefði verið að máls­ins hefði verið getið meðan tog­streitu við kröfu­hafa stóð. „Eftirá­spekin gagn­kunna segir að það hefði verið þarft. En sú speki sýnir einnig að Sig­mundur Davíð var ætíð sá stjórn­mála­maður sem lengst vildi ganga til að tryggja íslenska hags­muni gagn­vart kröfu­höf­un­um. Tíma­ritið Þjóð­mál birtir þessa dag­ana mjög athygl­is­verða grein eftir Pál Vil­hjálms­son blaða­mann. Greinin ber yfir­skrift­ina Aðför RÚV að Sig­mundi Dav­íð. Und­ir­fyr­ir­sögnin er: Ein­stakt dæmi um mis­notkun fjöl­miðla­valds. Hver sá sem les tíma­rits­grein­ina til enda sér að ekk­ert er ofsagt í þeirri fyrirsögn. Við skulum vona að aðförin verði ein­stakt dæmi.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None