Framkvæmdir við einkaspítala hefjast ekki fyrr en ívilnanir fást frá ríkinu

Engar framkvæmdir hefjast við einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ fyrr en íslensk stjórnvöld hafa veitt skattaívilnanir. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir að umræðan undanfarna daga geta drepið verkefnið.

Forsvarsmenn einkasjúkrahússins sem reisa á í Mosfellsbæ upplýsa ekki um nöfn fjárfesta fyrr en sótt verður um skattaívilnanir til íslenska ríkisins vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdir við sjúkrahúsið hefjast ekki fyrr en þær ívilnanir liggja fyrir.
Forsvarsmenn einkasjúkrahússins sem reisa á í Mosfellsbæ upplýsa ekki um nöfn fjárfesta fyrr en sótt verður um skattaívilnanir til íslenska ríkisins vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdir við sjúkrahúsið hefjast ekki fyrr en þær ívilnanir liggja fyrir.
Auglýsing

Engar fram­kvæmdir verða hafnar við bygg­ingu einka­sjúkra­húss í Mos­fellsbæ fyrr en búið er að sækja um skattaí­viln­anir hjá stjórn­völd­um. Þá verða nöfn fjár­festa heldur ekki gerð opin­ber fyrr en umsagn­irnar verða lagðar fram. Gögn um nöfn fjár­festa og mat frá við­skipta­banka verða lögð fyrir stjórn­völd og hafa for­svars­menn sjúkra­húss­ins frest til þess fram til 1. des­em­ber 2017. Þetta segja bæjastrjóri Mos­fells­bæjar og stjórn­ar­maður MCPB, sem stendur að fram­kvæmd­un­um. Áætlað er að sjúkra­húsið muni kosta um 50 millj­arða króna. Landið er við Sól­velli í Mos­fellsbæ við Hafra­vatns­veg. 

Ekki venju­legt fyr­ir­tæki

Har­aldur Sverr­is­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að sú und­an­tekn­ing hafi verið gerð á samn­ingnum við MCPC að ekki verði lögð fram gögn um mat frá banka eða fjár­mála­stofnun áður en lóð­inni var úthlut­að. Frestur var veittur til 1. des­em­ber 2017. Í úthlut­un­ar­reglum vegna bygg­inga­lóða í Mos­fellsbæ segir að umsækj­endur um lóðir skuli leggja fram mat frá við­skipta­banka eða fjár­mála­stofnun ásamt grein­ar­gerð umsækj­anda sjálfs um að við­kom­andi geti staðið undir þeirri fjár­fest­ingu sem áætluð er. Har­aldur segir samn­ing­inn hafa verið gerðan með fyr­ir­vara um slík gögn, en þau þurfi að liggja fyrir í des­em­ber á næsta ári og nú vinni Capacent að gerð við­skipta­á­ætl­unar verk­efn­is­ins. 

„Þetta er að mörgu leyti óvenju­legt verk­efn­i,“ segir hann. „Það er ekki eins og það sé verið að úthluta lóð til venju­legs fyr­ir­tæk­is.“ 

Auglýsing

Ekki hægt að kaupa fyrr en íviln­anir fást

Gunnar Ármanns­son, stjórn­ar­maður Í MCPB, segir við Kjarn­ann að fram­kvæmdir geti ekki haf­ist fyrr en öll gögn liggi fyr­ir. Ástæðan fyrir fyr­ir­komu­lag­inu við Mos­fells­bæ, að lóðin sé fyrst leigð og síðan tryggður kaup­réttur á land­inu, sé sú að það standi til að sækja um íviln­anir til íslenska rík­is­ins í sam­ræmi við lög.  

„Ef búið er að fara af stað í verk­efnið áður en umsóknir eru lagðar inn, fást ekki þær ívinln­an­ir,“ segir Gunn­ar. „Við gátum því ekki byrjað á því að kaupa land­ið.“

Þarf að skila öllu inn til ráðu­neyt­is­ins

Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki hol­lenska fjár­fest­inga­sjóðnum sem leggja til fé í verk­efnið en Gunnar segir að um leið og form­legt umsókn­ar­ferli fari af stað til íslenskra stjórn­valda vegna íviln­ana, verði það allt saman upp­lýst. 

„Við höfum ekki haft áhyggjur af því að upp­lýsa neitt þegar við sækjum um íviln­an­ir,“ segir hann og bendir þar á reglur iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins sem lúta að slíkum umsókn­um. Það þurfi að skila inn við­skipta­á­ætl­un­um, rekstr­ar­á­ætl­un­um, upp­lýs­ingum um alla eig­endur og hvaðan féð kemur sem eigi að fara í verk­efn­ið. 

Ekki hægt að sækja um leyfi fyr­ir­fram

„Um­ræðan í kring um þetta fór gríð­ar­lega hratt af stað. Fólk virð­ist halda að við höfum ætlað að byggja fyrst og spyrja svo, sem er algjör­lega út úr kort­in­u.“ segir hann. „Stað­reyndin er sú að það er ekki hægt að sækja um leyfi fyr­ir­fram í svona verk­efni, en það þarf auð­vitað að vinna þetta í sam­vinnu við bæj­ar­yf­ir­völd á staðnum og í fullri sátt og sam­vinnu við heil­brigð­is­yf­ir­völd.“

Fram hefur komið að hvorki land­læknir né heil­brigð­is­ráð­herra hafi vitað af áformum um bygg­ingu spít­al­ans fyrr en þeir heyrðu af því í fjöl­miðl­um. Gunnar segir að áætlað sé að fá hingað alþjóða­vott­un­ar­að­ila til sam­vinnu frá upp­hafi og land­læknir verði stöðugt upp­færður um gang mála. 

„Þegar þetta verður til­búið verður búið að upp­fylla alla staðla og þá getur land­læknir votta þetta með íslenskum lög­um,“ segir hann. „Það er eng­inn að fara að henda 50 millj­örðum í svona verk­efni án þess að fylgja íslenskum lög­um.“ 

Skilur vel að fólk sé hrætt við huldu­menn

Þá liggi fyrir boð hjá heil­brigð­is­ráð­herra og heil­brigð­is­yf­ir­völdum til þess að fara yfir mál­ið. 

„Þetta er algjört lyk­il­at­riði. Ég skil vel að fólk sé hrætt við huldu­menn sem eng­inn veit hver er, nýbúið að upp­lifa hrun með huldu­mönn­um, Wintris og Panama­skjöl­um. Þetta hefur nátt­úru­lega verið með ólík­ind­um“ segir hann. Spurður hvers vegna það sé ekki upp­lýst strax hverjir fjár­fest­arnir séu segir hann að það sé talið eðli­legt að upp­lýsa við­eig­andi yfir­völd um það fyrst. 

„Bankar geta ekki upp­lýst um við­skipta­vini sína nema við við­eig­andi yfir­völd. Það er í raun og veru ein­falda svarið og það er ekk­ert óvið­eig­andi við það,“ segir hann. „Þegar við sækjum um íviln­anir verður allt upp­lýst.“ 

Getur verið að umræðan drepi verk­efnið

Har­aldur bendir á að það sé verið að koma með gíf­ur­legt fjár­magn af pen­ingum inn í landið til verk­efn­is­ins, um 50 millj­arða króna, og það þurfi að fara í gegn um Seðla­bank­ann og það taki tíma að fara í gegn. 

„Þess vegna var þessi frestur gef­inn,“ segir hann. Spurður hvort hann sé bjart­sýnn að spít­al­inn verði að veru­leika seg­ist hann hvorki bjart­sýnn né svart­sýnn. Mikil umræða hafi farið af stað í kring um fregnir af spít­al­an­um, bæði í fjöl­miðl­um, meðal almenn­ings og hjá stjórn­mála­mönn­um. 

„Svo getur vel verið að umræðan sem hefur skap­ast í kring um þetta drepi verk­efn­ið. Það getur vel farið svo.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None