Árni Johnsen vill aftur á þing

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill komast í eitt af efstu sætunum á ný. Hann sakar núverandi þingmenn flokksins um að hafa unnið skipulega gegn sér.

Árni Johnsen alþingismaður
Auglýsing

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill kom­ast aftur á þing fyrir flokk­inn og býður sig fram í eitt af for­ystu­sæt­unum í Suð­ur­kjör­dæmi. Þetta kemur fram í aðsendri grein Árna í Morg­un­blað­inu í dag. 

Árni var þing­maður um langt skeið, með hléum, allt þar til árs­ins 2013. Hann gaf kost á sér í próf­kjör­inu fyrir síð­ustu kosn­ingar en hlaut ekki náð fyrir augum kjós­enda í próf­kjör­inu. Hann segir að núver­andi þing­menn flokks­ins og þau sem náðu kjöri í efstu sæt­in, Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir og Ásmundur Frið­riks­son, hafi unnið „skipu­lega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig.“ Þau hafi „rott­að“ sig saman og haft erindi sem erf­iði. „Þessi vinnu­brögð eru ekki ólög­leg en þau eru algjör­lega sið­laus og ódrengi­leg á versta máta,“ skrifar Árni í Morg­un­blað­ið. 

Hann segir að þing­menn­irnir þrír í kjör­dæm­inu hafi ekki gert neitt und­an­farin þrjú ár sem komi Suð­ur­kjör­dæmi til góða. „En tríóið leyfði sér að bregða fyrir mig fæti og fella mig á hlaupa­braut­inni með 40 mál í fartesk­inu, stór og smá varð­andi Suð­ur­kjör­dæmi og landið allt.“ 

Auglýsing

Árni seg­ist ekki vera tapsár og hann sé ekki að leita að sam­úð, heldur sann­girni og rétt­læt­i. 

Árni er 72 ára gam­all, og segir að hann sé því „nán­ast tán­ingur miðað við aldur í alþjóða­stjórn­mál­u­m.“ 

Árni var dæmdur í tveggja ára fang­elsi árið 2003 fyrir fjár­drátt og umboðs­svik í opin­beru starfi, mútu­þægni og rangar skýrslur til yfir­valda. Hann lét af störfum alþing­is­manns eftir að málið kom upp en kom aftur inn á þing árið 2007 og sat til árs­ins 2013. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None