Árni Johnsen vill aftur á þing

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill komast í eitt af efstu sætunum á ný. Hann sakar núverandi þingmenn flokksins um að hafa unnið skipulega gegn sér.

Árni Johnsen alþingismaður
Auglýsing

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill kom­ast aftur á þing fyrir flokk­inn og býður sig fram í eitt af for­ystu­sæt­unum í Suð­ur­kjör­dæmi. Þetta kemur fram í aðsendri grein Árna í Morg­un­blað­inu í dag. 

Árni var þing­maður um langt skeið, með hléum, allt þar til árs­ins 2013. Hann gaf kost á sér í próf­kjör­inu fyrir síð­ustu kosn­ingar en hlaut ekki náð fyrir augum kjós­enda í próf­kjör­inu. Hann segir að núver­andi þing­menn flokks­ins og þau sem náðu kjöri í efstu sæt­in, Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir og Ásmundur Frið­riks­son, hafi unnið „skipu­lega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig.“ Þau hafi „rott­að“ sig saman og haft erindi sem erf­iði. „Þessi vinnu­brögð eru ekki ólög­leg en þau eru algjör­lega sið­laus og ódrengi­leg á versta máta,“ skrifar Árni í Morg­un­blað­ið. 

Hann segir að þing­menn­irnir þrír í kjör­dæm­inu hafi ekki gert neitt und­an­farin þrjú ár sem komi Suð­ur­kjör­dæmi til góða. „En tríóið leyfði sér að bregða fyrir mig fæti og fella mig á hlaupa­braut­inni með 40 mál í fartesk­inu, stór og smá varð­andi Suð­ur­kjör­dæmi og landið allt.“ 

Auglýsing

Árni seg­ist ekki vera tapsár og hann sé ekki að leita að sam­úð, heldur sann­girni og rétt­læt­i. 

Árni er 72 ára gam­all, og segir að hann sé því „nán­ast tán­ingur miðað við aldur í alþjóða­stjórn­mál­u­m.“ 

Árni var dæmdur í tveggja ára fang­elsi árið 2003 fyrir fjár­drátt og umboðs­svik í opin­beru starfi, mútu­þægni og rangar skýrslur til yfir­valda. Hann lét af störfum alþing­is­manns eftir að málið kom upp en kom aftur inn á þing árið 2007 og sat til árs­ins 2013. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None