Fjárfestirinn að baki einkasjúkrahúsinu vill ekki tjá sig

Formaður velferðarnefndar segir að ganga verði úr skugga um að íslensk lög tryggi að heilbrigðiskerfi landsins sé ekki ógnað eftir þörfum fjárfesta. Meginfjárfestirinn að baki einkasjúkrahúsi í Mosfellsbæ vill ekki tjá sig um málið.

alingi-haust-2013_14404549894_o.jpg
Auglýsing

For­maður vel­ferð­ar­nefndar segir nauð­syn­legt að ganga úr skugga um hvort íslensk lög geti tryggt að heil­brigð­is­kerfi lands­ins sé ekki ógn­að. Áætluð bygg­ing einka­sjúkra­húss í Mos­fellsbæ verður rædd á fundi vel­ferð­ar­nefndar í dag. Nefndin fær til sín full­trúa frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og Land­lækn­is­emb­ætt­inu til að fara yfir stöð­una. Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­inn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­syn­legt sé að fá fram upp­lýs­ingar um hvernig málið blasi við heil­brigð­is­yf­ir­völdum og hvað sé fram und­an. 

„Við þurfum að ganga úr skugga um hvort raunin sé sú að yfir­völd geti ekki haft uppi neinar varnir ef þau telja að heil­brigð­is­kerfi lands­ins sé ógn­að,“ segir Sig­ríður Ingi­björg. „Heil­brigð­is­kerfið er grunn­stoð í öllum sam­fé­lögum og það er mik­il­vægt að lögin séu þannig að það sé ekki hægt að þróa kerfið í hvaða átt sem er eftir þörfum fjár­festa.“


Vildi ekki tjá sig um mál­ið


Henri Midd­eldorp, fram­kvæmda­stjóri Burbank Holdin BV, sem á meiri­hlut­ann í fyr­ir­tæk­inu MCPB, sem stendur að fram­kvæmd­inni, vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn náði tali af hon­um. Hann sagði að for­svars­menn sjúkra­húss­ins vildu bíða og sjá hvað yfir­völd segðu um mál­ið, enda ætti málið að vera unnið í fullri sam­vinnu við þau. 


Auglýsing

Ætla að sækja um skattaí­viln­anir hjá stjórn­völd­um


Áætl­aður kostn­aður við sjúkra­húsið er um 50 millj­arðar króna. Um er að ræða einka­rekið hátækni­sjúkra­hús fyrir efna­meiri útlend­inga, sem mun leggja sér­staka áherslu á með­ferð við hjarta- og æða­sjúk­dóm­um. Kjarn­inn greindi frá því í lok júlí að engar fram­kvæmdir hefj­ist þó við sjúkra­húsið fyrr en for­svars­menn þess eru búnir að sækja um skattaí­viln­anir hjá stjórn­völd­um. Þetta sögðu Har­aldur Sverr­is­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, og Gunnar Ármanns­­son, stjórn­­­ar­­maður í MCPB, sem stendur að fram­­kvæmd­un­­um. Þá verða nöfn fjár­­­festa heldur ekki gerð opin­ber fyrr en umsagn­­irnar verða lagðar fram. Gögn um nöfn fjár­­­festa og mat frá við­­skipta­­banka verða lögð fyrir stjórn­­völd og hafa for­svar­s­­menn sjúkra­hús­s­ins frest til þess fram til 1. des­em­ber 2017. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None