Greenqloud fær 500 milljóna fjárfestingu

Athafnakonan Kelly Ireland hefur fjárfest í Greenqloud og segist í tilkynningu spennt fyrir framhaldinu.

Jónsi
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Greenqloud hefur fengið nýja hlut­hafa í félag­ið, en það er athafna­konan Kelly Ireland. Hún leggur félag­inu til fjórar millj­ónir Banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 500 millj­óna króna, og hefur Kelly einnig tekið sæti í stjórn félags­ins. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Greenqloud.

Greenqloud hefur verið í örum vexti síðan félagið hætti rekstri hýs­ing­ar­þjón­ustu og færði allan ­fókus á þróun hug­bún­að­ar­ins Qstack, sem stýrir og eykur aðgengi not­enda að mið­læg­um ­tölvu­kerfum fyr­ir­tækja. Síðan Qstack var kynnt árið 2014 hafa leið­andi fyr­ir­tæki á heims­vís­u hafið notkun á hug­bún­aðnum t.d. í fjár­mála-, leikja- og tækni­iðn­aði, sem og í líf­tækni og heibrigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing

„Þessi félög nota Qstack til að ein­falda rekstur upp­lýs­inga­tækni­kerfa sinna á­samt því að auka fram­leiðni, bæði rekstr­ar­teyma og not­enda þeirra kerfa. Þessum góða árangri hefur fylgt athygli frá þeim fyr­ir­tækjum sem telj­ast leið­andi í há­tækni­iðn­að­inum og leitt af sér sam­starf Greenqloud við félög eins og Microsoft, VMware, Hew­lett Packard Enter­prise, Netapp og Hitachi," segir í til­kynn­ing­unni.

Í stjórn Greenqloud sitja nú Guð­mundur Ingi Jóns­son (stjórn­ar­for­mað­ur); Kelly Ireland; Birgir Már Ragn­ars­son; Þor­lákur Trausta­son og Egill Más­son. Aðal­eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru Kelly Ireland; Keel Invest, Inc; Nýsköp­un­ar­sjóður Íslands og Novator ásamt smærri fjár­fest­u­m, ­stofn­endum og starfs­fólki. „Ég kynnt­ist Greenqloud fyrir um 18 mán­uðum síðan og hef fylgst vel með þróun félags­ins síð­an þá,” segir Kelly Ireland. „Greenqloud hefur sýnt að það er leið­andi fyr­ir­tæki í hug­bún­að­ar­þróun á þessum mark­aði. Varan þeirra Qstack, sýnir ekki aðeins að þau geta skilað nýjum lausnum hratt, heldur jafn­framt að þau hafa áttað sig á því frá upp­hafi, að OpenStack mun ekki upp­fylla þær kröfur skýja­lausnar sem þarf til að geta þjónað upp­lýs­inga­tækni­deildum fyr­ir­tækja,“ segir Kelly í til­kynn­ingu.

Kelly Ireland er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri CB Technologies. Kelly hefur starfað í upp­lýs­inga­tækni­geir­anum síðan 1976 og starfað sem end­ur­sölu­að­ili síðan 1984. „Sam­fara ­miklum breyt­ingum í upp­lýs­inga­tækn­inni árið 2001, sá Kelly þörf á mark­aðnum fyr­ir­ virð­is­auk­andi end­ur­sölu­að­ila með nýja nálgun og stofn­aði í fram­hald­inu CB Technologies með­ breyttum áherslum en áður höfðu sést í þeim iðn­aði. CB Technologies var ekki aðeins stofnað til­ að bjóða uppá fjöl­breytt­ann stuðn­ing við við­skipta­vini félags­ins, heldur einnig til að bjóða upp­á­ ­starfs­manna­vænt umhverfi sem lagði áherslu á jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs," segir í til­kynn­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None