Landsbankinn höfðar mál vegna Borgunar-sölu

Landsbankinn
Auglýsing

Banka­ráð Lands­bank­ans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dóm­stólum vegna söl­unnar á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut bank­ans í Borgun hf. á árinu 2014. Það er mat banka­ráðs að bank­inn hafi farið á mis við fjár­muni í við­skipt­unum þar sem bank­anum voru ekki veittar nauð­syn­legar upp­lýs­ing­ar.



Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­ans.

Lands­­banki Íslands, sem íslenska ríkið á, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í nóv­em­ber 2014 þar sem fram kom að Stein­þór Páls­­son banka­­stjóri, hefði und­ir­­ritað samn­ing um sölu á 31,2 pró­­sent eign­­ar­hlut í Borg­un. Kaup­verðið á hlutnum var tæp­­lega 2,2 millj­­arðar króna og var kaup­andi hlut­­ar­ins Eign­­ar­halds­­­fé­lag Borg­unar Slf. þar sem stjórn­endur Borg­unar voru meðal hlut­hafa.

Ekk­ert for­m­­legt sölu­­ferli fór fram áður en félagið var selt, en Magnús Magn­ús­­son, for­svar­s­­maður félags­­ins, var sá sem setti sig í sam­­band við Lands­­banka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Lands­­bank­ans. 

Auglýsing

Kaupin fóru því fram bak við luktar dyr, þar sem eng­inn annar en hóp­­ur­inn sem sýndi áhuga á kaup­unum fékk að reyna að kaupa hlut­inn.

Kaupin hafa dregið dilk á eftir sér, og fór Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum (98 pró­sent), fram á að banka­ráðið myndi víkja sökum þessa, og raunar Stein­þór Páls­son for­stjóri einnig. Hann er enn for­stjóri, en nýtt banka­ráð er tekið við stjórn­ar­taumun­um. Helga Björk Eiríks­dóttir er for­maður þess, en Tryggvi Páls­son var í þeirri stöðu þegar salan á hlutnum í Borgun fór fram.

Máls­höfð­unin byggir á því að Lands­bank­inn hafi verið hlunn­far­inn þar sem ekki voru lagðar fram upp­lýs­ingar um mögu­legt aukið virði Borg­un­ar, vegna kaupa VISA Inc. á VISA Europe. 

Sam­kvæmt frétt Kjarn­ans frá því 9. febr­úar á þessu ári, reikn­aði Borgun með því að fá 33,9 millj­­ónir evra, um 4,8 millj­­arða króna, í pen­ingum þeg­ar Visa Inc. greiðir fyrir Visa Europe. Auk þess fær Borg­un, líkt og aðr­ir ­leyf­­is­hafar innan Visa Europe, afhent for­­gangs­hluta­bréf í Visa Inc. að verð­­mæt­i 11,6 millj­­ónir evra, eða um 1,7 millj­­arðar króna. Auk þess mun Visa Inc. greiða ­leyf­­is­höfum afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu ­starf­­semi Visa í Evr­­ópu á næstu fjórum árum, en hlut­­deild ­Borg­unar af þeirri fjár­­hæð mun ráð­­ast af við­­skiptaum­­svifum Borg­unar sem hlut­­fall af heild­­ar­við­­skiptaum­­svifum allra selj­enda hluta­bréf­anna á þessum 4 árum.

Því er ljóst að Borgun fengi um 6,5 millj­­arða króna auk afkomu­tengdar greiðslu árið 2020 vegna sölu Visa Europe.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None