Airbnb veldur vandræðum á fasteignamarkaði

Vaxtaverkir Airbnb eru orðnir augljósir víða um heim. Sérstaklega eru borgaryfirvöld víða farin að þrengja möguleika á leigu íbúða til ferðamanna.

airbnb
Auglýsing

Leigumiðlun á húsnæði í gegnum vefsíðuna Airbnb er víða farin að valda vandræðum á fasteignamarkaði. Ástæðan er sú að fjölmargar íbúðir, einkum miðsvæðis í borgum, hverfa af markaði sem heilsárs búsetu eignir, og eru þess í stað notaðar sem leiguhúsnæði fyrir ferðamenn til skamms tíma. Þróunin hefur verið hröð, og hafa borgir víða um heim nú gripið til aðgerða til þess að sporna við neikvæðum áhrifum, sem eru einkum mikil hækkun fasteignaverðs þar sem framboð af eignum til langtímabúsetu minnkar á meðan eftirspurnin eykst stöðugt.

Í umfjöllun Lauren Comiteau, blaðamanns breska ríkisútvarpsins BBC, rekur hún hvernig útleiga á húsnæði hennar í Amsterdam skipti sköpum fyrir hana sjálfa. Hún gat náð sér í umtalsverða fjármuni með því að leigja íbúðina út í skamms tíma, dætrum hennar til ama, þar sem þær þurftu að yfirgefa íbúðina þegar hún var leigð út. Amsterdam var með fyrstu borgum í Evrópu til að búa til regluverk, sem takmarkaði möguleika til útleigu í gegnum Airbnb við 60 daga á ári og aðeins til fjögurra einstaklinga að hámarki. Það var árið 2014 en margar borgir hafa fylgt í kjölfarið, og enn fleiri, bæði í Bandaríkjunum og Asíu, er með regluverkið í sífelldri endurskoðun og hafa borist fregnir af því að mögulega verði útleiga á íbúðum verulega takmörkuð eða jafnvel bönnuð, frá og með næsta ári, í mörgum borgum Bandaríkjanna.

Comiteau vitnar meðal annars til Reykjavíkur, og segir að þar hafi margir þurft að yfirgefa íbúðir sínar þar sem eigendur sjái mikil gróðatækifæri í því að leigja þær til skamms tíma til ferðamanna.

Auglýsing

Skapar vandamál

Borgaryfirvöld í Berlín hafa þegar gripið til aðgerða vegna Airbnb og hafa einfaldlega bannað útleigu á íbúðum í gegnum vefsíðuna, á ákveðnum svæðum í borginni, einkum miðsvæðis. Rökin fyrir þeirri ákvörðun eru þau, að umfang útleigu á íbúðum hafi verið orðið svo mikið að það var farið að hafa neikvæð áhrif á fasteignamarkað og tekið út þúsundir íbúða fyrir heilsársíbúa, bæði leigjendur og kaupendur. Þá hafi kvartanir frá fólki sem býr í grennd við íbúðir sem hafa verið leigðar til ferðamanna verðir algengar. Í grunninn var þetta líka spurning um skipulagsmál, þar sem íbúðahverfi í miðborginni eru skipulögð sem heils árs búsetusvæði fyrir fólk jafnvel í grennd við blómlegt atvinnulíf og skóla. Útleiga á íbúðum til ferðamanna á þessum svæðum fer illa saman við þessar áherslur.

Ísland er vinsælt hjá Airbnb

Ísland er feykilega vinsælt á vef Airbnb. Á höfuðborgarsvæðinu eru tæplega þrjú þúsund íbúðir til útleigu, og eru þær langflestar miðsvæðis í Reykjavík. Þetta hefur þegar skapað vandamál þar sem íbúðir hafa horfið af markaði til heils árs búsetu, en ný löggjöf, sem takmarkar útleigu við 90 daga á ári, á að vinna gegn neikvæðum áhrifum. Löggjöfin kemur hins vegar seint þar sem stöðugur vöxtur hefur verið í þessari skammtímaleigu undanfarin fimm ár.

Á landsbyggðinni er svipaða sögu að segja, en víða um landið eru íbúðir til leigu fyrir ferðamenn til skamms tíma. Sem dæmi eru tæplega 80 íbúðir og herbergi til leigu á Húsavík og í nágrannasveitum, en þar fara um 80 þúsund manns í hvalaskoðun yfir sumarmánuðina. 

Heildaryfirleit um fjölda íbúða á vef Airbnb, sem eru til leigu á Íslandi, liggur þó ekki fyrir og er ekki gefið upp á vefnum. Ljóst er þó að íbúðirnar eru í það minnsta vel á fjórða þúsund um allt land.

Airbnb var stofnað árið 2008 en hefur vaxið hratt, og er félagið nú metið á um 25 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um þrjú þúsund milljarða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None