Hæsta og lengsta glerbrú í heimi hefur opnað fyrir ferðamenn, en hún er staðsett í Kína. Brúin liggur milli tveggja fjalla í Zhangjiajie, nánar tiltekið í Hunan sýslu. Svæðið er einna þekktast sem Avatar fjallasvæðið en samnefnd kvikmynd var að stórum hluta tekin upp á svæðinu.
Brúin er 430 metra löng og liggur milli fjallgarða um 300 metra fyrir ofan jörðu. Heildarkostnaður við brúna nam um 3,4 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 420 milljónum króna, að því er fram kom á vef breska ríkisútvarpsins BBC í gær.
Rekstraraðilar brúarinnar hafa lagt mikið á sig til að sýna fram á að brúin sé trygg, meðal annars með því að aka bíl út á brúna. Vonir standa til þess að þúsundir manna muni heimsækja svæði á hverju degi, frá og með opnum hennar.