Sturla Jónsson, sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári, ætlar að bjóða sig fram til Alþingis í komandi kosningum, sem fyrirhugaðar eru 29. október næstkomandi. Sturla ætlar að bjóða fram fyrir stjórnmálaflokkinn Dögun. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni.
Sturla lenti í fimmta sæti í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Hann fékk alls 6.446 atkvæði, eða 3,5 prósent allra greiddra atkvæða. Sturla bauð sig líka fram í þingkosningunum 2013, þá undir eigin nafni. Þ.e. stjórnmálaflokkurinn hét Sturla Jónsson. Þá hlaut hann alls 222 atkvæði. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um Sturlu fyrir forsetakosningarnar. Þær er hægt að lesa hér.
Dögun bauð einnig fram í þingkosningunum 2013 og fékk þá 3,1 prósent atkvæða. Margrét Tryggvadóttir, sem nýverið tilkynnti framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fór þá fyrir flokknum. Flokkurinn hefur því fengið greiðslur úr ríkissjóði líkt og allir aðrir flokkar sem fá yfir 2,5 prósent atkvæða í þingkosningum. Upphæðin skiptist milli flokka eftir atkvæðafjölda í kosningunum.
Dögun tilkynnti í júní að flokkurinn ætlaði sér að bjóða fram í öllum kjördæmum í haust. Listar flokksins hafa ekki verið kynntir en á heimasíðu hans segir að helstu stefnumál séu:
|