Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Auglýsing

Það að aðilii sé skráður úr landi eftir ætluð skattaund­an­skot breytir engu um heim­ildir skatta­yf­ir­valda til að rann­saka hann. Þetta segir Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri. Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, um árangur af kaupum á gögnum um fjár­muni Íslend­inga í erlendum skatta­skjólum á Alþingi í síð­ustu viku kom fram að 57 ein­stak­lingar sem séu í þeim gögnum verði ekki rann­sak­aðir vegna þess að þeir hafa annað hvort flutt úr landi eða eru látn­ir.

Bryn­dís segir að hún ætli að þarna sé átt við aðila sem séu ekki með skatta­lega heim­ils­festi á Íslandi. Það megi ekki skilja svar Bjarna sem svo að í þessum til­vikum sé grunur uppi um und­an­skot en það að aðilar séu fluttir úr landi standi í vegi fyrir að skatta­yf­ir­völd rann­saki mál þeirra. Þá sé ástæða til að nefna líka að þó að aðilar skrái sig úr landi þá er sú skrán­ing sem slík ekki ein og sér nægj­an­leg til að skatta­leg heim­il­is­festi falli nið­ur.

Hún segir að skatta­yf­ir­völd geti leitt í ljós að aðilar séu í reynd búsettir hér á landi þrátt fyrir form­lega skrán­ingu um ann­að. Heim­ild sé fyrir því í lög­um, t.d. vegna hinnar svoköll­uðu þriggja ára reglu. „ Er það þá rann­sakað sér­stak­lega og þónokkur dæmi eru um það í fram­kvæmd. Þá skal þess líka getið að þessi atriði koma til skoð­unar þegar aðili er skráður úr landi á sama tíma­bili og ætluð und­an­skot varða. Það að aðili sé skráður úr landi ein­hvern tíma síðar eða áður breytir engu um heim­ildir skatt­yf­ir­valda til rann­sókn­ar.“

Auglýsing

Fjöl­margir þeirra Íslend­inga sem opin­beraðir voru í Pana­ma­skjöl­unum svoköll­uðu eiga lög­­heim­ili erlend­­is. Þeir eiga það þó allir sam­eig­in­­legt að hafa efn­­ast mjög á við­­skiptum á Íslandi og flutt pen­inga úr íslensku efna­hags­­kerfi yfir í erlend eign­­ar­halds­­­fé­lög.

Keypt í fyrra­sumar

Gögnin sem Svan­dís spurði um voru boðin til sölu í fyrra og loks keypt í fyrra­sum­­­ar. Gögnin komu frá lög­­­manns­­stof­unni Mossack Fon­­seca & Co í Panama og eru því, að minnsta kosti að hluta, sömu gögn og fjöl­margir fjöl­miðlar víða um heim birtu fréttir úr í apríl síð­­ast­liðn­­­um. Þegar íslenska ríkið keypti gögnin kom fram að þar væru upp­­lýs­ingar um 400 Íslend­inga sem tengd­ust 585 félög­­um. Í Pana­ma­skjöl­unum sem lekið var til alþjóð­­legu blaðmanna­­sam­tak­anna ICIJ voru hins vegar upp­­lýs­ingar um tæp­­lega 600 Íslend­inga og um 800 félög í þeirra eigu. Því voru þau gögn ítar­­legri en gögnin sem íslensk yfir­­völd keyptu í fyrra á 38,2 millj­­ónir króna.

Á meðal þeirra Íslend­inga sem koma fram í gögn­un­um, og eru með tengsl við aflands­­fé­lög, eru Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Ólöf Nor­­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og nokkrir stjórn­­­mála­­menn af sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­stíg­inu. Þar var einnig að finna stjórn­­endur úr líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu og fjöl­marga ein­stak­l­inga sem hafa verið áber­andi í íslensku við­­skipta­­lífi á und­an­­förnum árum. Þar á meðal voru Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, Ing­i­­björg Pálma­dótt­ir, Lýður og Ágúst Guð­­munds­­syn­ir, Finnur Ing­­ólfs­­son, Sig­­urður Bolla­­son, Hannes Smára­­son, Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son ofl.

Hluti þessa hóps er skráður með lög­­heim­ili erlend­­is.

30 mál í rann­­sókn

Þegar gögnin sem ­rík­­is­­sjóð­­ur­ keypti voru skoðuð kom í ljós að á fjórða tug þeirra ein­stak­l­inga sem fjallað er um í þeim hef­ur áður sætt rann­­sókn hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra (SRS) vegna ætl­­aðra skatta­laga­brota. Eftir grein­ing­­ar­vinnu SRS var ákveðið að 30 mál myndu sæta áfram­hald­andi með­­­ferð þar sem fyrir þá rök­studdur grunur um und­an­­skot tekna. Rann­­sókn á þeim stendur enn yfir. Í svari Bjarna segir enn frem­­ur: „At­hug­un RSK (Rík­­is­skatt­­stjóri) hefur leitt í ljós að skatt­skil 178 ein­stak­l­inga sem koma fram í gögn­unum hafa á þessu stigi gefið til­­efni til þess að stofnuð hafa verið mál á þessa ein­stak­l­inga hjá emb­ætt­inu. Þá liggur fyrir að 57 ein­stak­l­ingar sæta ekki frek­­ari skoðun þar sem þeir eru ýmist látnir eða fluttir úr land­i. Enn frem­ur eru 19 lög­­að­ilar í gögn­unum sem þarf að skoða betur auk 83 ein­stak­l­inga sem enn þá eru til athug­un­­ar. Óljóst er á þess­­ari stundu hversu mörgum málum kann að verða vísað aftur til SRS að lok­inni athug­un RSK.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None