Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Auglýsing

Það að aðilii sé skráður úr landi eftir ætluð skattaund­an­skot breytir engu um heim­ildir skatta­yf­ir­valda til að rann­saka hann. Þetta segir Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri. Í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, um árangur af kaupum á gögnum um fjár­muni Íslend­inga í erlendum skatta­skjólum á Alþingi í síð­ustu viku kom fram að 57 ein­stak­lingar sem séu í þeim gögnum verði ekki rann­sak­aðir vegna þess að þeir hafa annað hvort flutt úr landi eða eru látn­ir.

Bryn­dís segir að hún ætli að þarna sé átt við aðila sem séu ekki með skatta­lega heim­ils­festi á Íslandi. Það megi ekki skilja svar Bjarna sem svo að í þessum til­vikum sé grunur uppi um und­an­skot en það að aðilar séu fluttir úr landi standi í vegi fyrir að skatta­yf­ir­völd rann­saki mál þeirra. Þá sé ástæða til að nefna líka að þó að aðilar skrái sig úr landi þá er sú skrán­ing sem slík ekki ein og sér nægj­an­leg til að skatta­leg heim­il­is­festi falli nið­ur.

Hún segir að skatta­yf­ir­völd geti leitt í ljós að aðilar séu í reynd búsettir hér á landi þrátt fyrir form­lega skrán­ingu um ann­að. Heim­ild sé fyrir því í lög­um, t.d. vegna hinnar svoköll­uðu þriggja ára reglu. „ Er það þá rann­sakað sér­stak­lega og þónokkur dæmi eru um það í fram­kvæmd. Þá skal þess líka getið að þessi atriði koma til skoð­unar þegar aðili er skráður úr landi á sama tíma­bili og ætluð und­an­skot varða. Það að aðili sé skráður úr landi ein­hvern tíma síðar eða áður breytir engu um heim­ildir skatt­yf­ir­valda til rann­sókn­ar.“

Auglýsing

Fjöl­margir þeirra Íslend­inga sem opin­beraðir voru í Pana­ma­skjöl­unum svoköll­uðu eiga lög­­heim­ili erlend­­is. Þeir eiga það þó allir sam­eig­in­­legt að hafa efn­­ast mjög á við­­skiptum á Íslandi og flutt pen­inga úr íslensku efna­hags­­kerfi yfir í erlend eign­­ar­halds­­­fé­lög.

Keypt í fyrra­sumar

Gögnin sem Svan­dís spurði um voru boðin til sölu í fyrra og loks keypt í fyrra­sum­­­ar. Gögnin komu frá lög­­­manns­­stof­unni Mossack Fon­­seca & Co í Panama og eru því, að minnsta kosti að hluta, sömu gögn og fjöl­margir fjöl­miðlar víða um heim birtu fréttir úr í apríl síð­­ast­liðn­­­um. Þegar íslenska ríkið keypti gögnin kom fram að þar væru upp­­lýs­ingar um 400 Íslend­inga sem tengd­ust 585 félög­­um. Í Pana­ma­skjöl­unum sem lekið var til alþjóð­­legu blaðmanna­­sam­tak­anna ICIJ voru hins vegar upp­­lýs­ingar um tæp­­lega 600 Íslend­inga og um 800 félög í þeirra eigu. Því voru þau gögn ítar­­legri en gögnin sem íslensk yfir­­völd keyptu í fyrra á 38,2 millj­­ónir króna.

Á meðal þeirra Íslend­inga sem koma fram í gögn­un­um, og eru með tengsl við aflands­­fé­lög, eru Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Ólöf Nor­­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og nokkrir stjórn­­­mála­­menn af sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­stíg­inu. Þar var einnig að finna stjórn­­endur úr líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu og fjöl­marga ein­stak­l­inga sem hafa verið áber­andi í íslensku við­­skipta­­lífi á und­an­­förnum árum. Þar á meðal voru Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, Ing­i­­björg Pálma­dótt­ir, Lýður og Ágúst Guð­­munds­­syn­ir, Finnur Ing­­ólfs­­son, Sig­­urður Bolla­­son, Hannes Smára­­son, Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son ofl.

Hluti þessa hóps er skráður með lög­­heim­ili erlend­­is.

30 mál í rann­­sókn

Þegar gögnin sem ­rík­­is­­sjóð­­ur­ keypti voru skoðuð kom í ljós að á fjórða tug þeirra ein­stak­l­inga sem fjallað er um í þeim hef­ur áður sætt rann­­sókn hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra (SRS) vegna ætl­­aðra skatta­laga­brota. Eftir grein­ing­­ar­vinnu SRS var ákveðið að 30 mál myndu sæta áfram­hald­andi með­­­ferð þar sem fyrir þá rök­studdur grunur um und­an­­skot tekna. Rann­­sókn á þeim stendur enn yfir. Í svari Bjarna segir enn frem­­ur: „At­hug­un RSK (Rík­­is­skatt­­stjóri) hefur leitt í ljós að skatt­skil 178 ein­stak­l­inga sem koma fram í gögn­unum hafa á þessu stigi gefið til­­efni til þess að stofnuð hafa verið mál á þessa ein­stak­l­inga hjá emb­ætt­inu. Þá liggur fyrir að 57 ein­stak­l­ingar sæta ekki frek­­ari skoðun þar sem þeir eru ýmist látnir eða fluttir úr land­i. Enn frem­ur eru 19 lög­­að­ilar í gögn­unum sem þarf að skoða betur auk 83 ein­stak­l­inga sem enn þá eru til athug­un­­ar. Óljóst er á þess­­ari stundu hversu mörgum málum kann að verða vísað aftur til SRS að lok­inni athug­un RSK.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None