Yfir 40 prósent fyrirtækja telja að það vanti fólk í vinnu

Vöxtur í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gerir það að verkum að eftirspurn eftir starfsfólki eykst sífellt. Nú telur fjórða hvert fyrirtæki á Íslandi að skortur sé á starfsfólki hérlendis. Ný störf eru að mestu mönnum með innfluttu vinnuafli.

Griðarleg aukning í ferðaþjónustu hefur kallað á mikla fjölgun starfa í geiranum. Illa gengur að manna þau störf að fullu.
Griðarleg aukning í ferðaþjónustu hefur kallað á mikla fjölgun starfa í geiranum. Illa gengur að manna þau störf að fullu.
Auglýsing

Um 42 pró­sent fyr­ir­tækja á Íslandi telja að það sé skortur á starfs­fólki á Íslandi. Hlut­fall þeirra hefur ekki verið jafn hátt síðan í lok árs 2007. Þetta kemur fram í sum­ar­könnun Gallup meðal 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins sem greint er frá í rit­inu Pen­inga­mál, sem Seðla­banki Íslands birti í dag.

Þar segir að fyr­ir­tæki lands­ins virð­ist eiga sífellt erf­ið­ara með að manna störf þrátt fyrir tölu­verðan inn­flutn­ing vinnu­afls til lands­ins. Nú telji rúm­lega fjórða hvert fyr­ir­tæki að það vanti fólk til vinnu og jókst hlut­fall þeirra sem töldu það stöð­una um 22 pró­sentu­stig á milli ára. Um 60 pró­sent fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði og um 40 pró­sent fyr­ir­tækja í flutn­ingum og ferða­þjón­ustu telja sig búa við skort á starfs­fólki, og er skort­ur­inn þar mest­ur. Önnur fyr­ir­tæki, t.d. í iðn­aði, sjáv­ar­út­vegi og verslun eru hins vegar einnig farin að finna veru­lega fyrir þessum skorti og fjölgar þeim mikið á milli kann­ana. Fyr­ir­tæki virð­ast mæta þess­ari stöðu með því að flytja inn vinnu­afl í auknum mæli og var hreinn flutn­ings­jöfn­uður jákvæður sme nam 1,3 pró­sentum af vinnu­afli á fyrri hluta árs­ins. Til sam­an­burðar var hann 0,3 pró­sent af vinnu­afli á sama tíma í fyrra. 

Í Pen­inga­málum segir að nið­ur­stöður könn­unar Gallup bendi til þess að vinnu­afls­eft­ir­spurn muni aukast enn frekar á þessu ári. „Tæp­lega 40 pró­sent fleiri fyr­ir­tæki vildu frekar fjölga starfs­mönnum en fækka þeim á næstu mán­uð­um. Gert er ráð fyrir að vinnu­afls­eft­ir­spurn verði áfram kröftug á næstu miss­erum og er gert ráð fyrir að heild­ar­vinnu­stundum fjölgi að með­al­tali um 2,5 pró­sent á ári á spá­tím­anum sem er svipuð fjölgun og í maí. Eins og í maí er gert ráð fyrir að atvinnu­leysi verði um 3,3 pró­sent í ár og hjaðni lít­il­lega til við­bótar á næsta ári en taki síðan smám saman að þok­ast upp í það sem talið er vera lang­tíma jafn­væg­isat­vinnu­leysi þegar líða tekur á spá­tím­ann.“

Auglýsing

Erlendir flykkj­ast í íslensk lág­launa­störf

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að erlendir rík­is­borg­arar séu nú yfir tíu pró­sent þeirra sem greiði skatta á Ísland­i. Rúm­­lega annar hver nýr skatt­greið­andi hér­­­lendis á síð­­­ustu árum hefur komið erlendis frá og á árinu 2015 einu saman voru 74,4 pró­­sent allra nýrra skatt­greið­enda erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Það þýðir að þrír af hverjum fjórum sem bætt­ist við skatt­grunn­­skrá lands­ins í fyrra voru erlendir rík­­is­­borg­­arar en einn af hverjum fjórum var íslenskur rík­­is­­borg­­ari.

Kjarn­inn hefur einnig fjallað ítar­lega um brott- og aðflutn­ing íslenskra rík­is­borg­ara til lands­ins. Sam­­­kvæmt gagna­grunni Hag­­­stof­unn­­ar hafa brott­­­fluttir umfram aðflutta Íslend­inga aðeins verið mark­tækt fleiri í fimm skipti síðan árið 1961, en það var alltaf í kjöl­far kreppu­ára á Íslandi. Sú er hins vegar ekki raunin núna. Íslend­ingar eru að flytja annað þrátt fyrir góð­æri en í stað­inn eru að koma erlendir rík­is­borg­arar sem sækja í þau atvinnu­tæki­færi sem eru að skap­ast á Íslandi, aðal­lega tengd ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Í flestum til­fellum er um að ræða lág­launa­störf.

Í nýrri mann­­fjölda­­spá Hag­­stofu Íslands fyrir árin 2016 til 2065 kemur fram að ekki verður nein breyt­ing á ef fram fer sem horf­­ir. Þar seg­ir: „­­Fjöldi aðfluttra verður meiri en brott­­­fluttra á hverju ári, fyrst og fremst vegna erlendra inn­­­flytj­enda. Íslenskir rík­­­is­­­borg­­­arar sem flytja frá land­inu munu halda áfram að vera fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.“ Hag­­­stofan gerir ráð fyrir því að að með­­­al­tali muni 850 fleiri íslenskir rík­­­is­­­borg­­­arar flytja af landi brott á ári hverju en flytj­ist til bak­a. 

Fjöldi aðfluttra umfram brott­­­flutta verður hins vegar meiri áfram, en það er fyrst og fremst vegna erlendra inn­­­flytj­enda sem sækja í atvinnu­tæki­færi á Ísland­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None