Gera ráð fyrir því að Arion verði seldur að fullu fyrir árslok 2017

Virði stöðugleikaeigna er metið á 384,3 milljarða króna. Um 75 prósent þeirra eigna er bundið í Íslandsbanka og Arion banka. Félagið sem á að selja stöðugleikaeignir ríkisins reiknar með að Arion verði að fullu seldur í lok næsta árs.

arion banki
Auglýsing

Lind­ar­hvoll ehf., eign­ar­halds­fé­lag í eigu íslenska rík­is­ins sem sér um að koma stöð­ug­leika­fram­lög­unum í verð, reiknar með því að Kaup­þing muni selja Arion banka að fullu eigi síðar en í árs­lok 2017. Íslenska ríkið á 13 pró­sent í bank­anum á móti Kaup­þingi, sem á 87 pró­sent. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um starf­semi Lind­ar­hvols sem birt hefur verið á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Íslensa ríkið eign­að­ist tölu­verðar eignir og hluti í fjölda­­mörgum fyr­ir­tækjum í gegnum stöð­ug­­leika­fram­lög frá slita­­búum fall­inna banka fyrr á þessu ári. Nið­ur­staða í mati á virði stöðu­leika­eigna þegar þær voru fram­seldar í jan­úar 2016 var sú að þær væri sam­tals 384,5 millj­arða króna virði. Þar skipti allt hlutafé í Íslands­banka mestu, en hann var met­inn á 184,8 millj­arða króna. Þar á eftir komu veð­skulda­bréf Kaup­þings sem greið­ast á þegar Arion banki er seld­ur, en það er metið á 84 millj­arða króna. Auk þess var gerður afkomu­skipta­samn­ingur vegna Arion banka sem met­inn er á 19,5 millj­arða króna. Því er 288,3 millj­arðar króna, eða 74 pró­sent af stöð­ug­leika­fram­lög­un­um, bundið í virði tengt Íslands­banka og Arion banka. Selja þarf báða bank­anna til að þeir pen­ingar endi í rík­is­sjóð­i. 

Sér­stakt félag utan um stöð­ug­leika­eignir

Íslenska ríkið stofn­aði sér­stakt félag, Lind­ar­hvoll ehf., til að taka við stöð­ug­leika­eign­unum og koma þeim í verð. Félagið réð síðan Lands­bank­ann til að veita ráð­gjöf við sölu á þeim hluta­bréfa­eignum sem þar var að finna. Um er að ræða eignir rík­­is­ins í stórum fyr­ir­tækjum sem eru skráð á mark­að, Eim­­skip, Sím­an­um, Reitum og Sjó­vá. Þær hafa þegar að hluta til verið seld­ar. 

Auglýsing

Ekk­ert er fjallað um sölu á Íslands­banka í grein­ar­gerð­inni. Þar segir hins vegar að með vísan til 

 þeirrar áætl­unar sem Lind­ar­hvoll ehf. „hefur gert fram til 31.12.2016 liggur fyrir að félagið stefnir á að verk­efni þess drag­ist veru­lega saman strax á árinu 2017. Áætlað er að þá verði aðeins um að ræða virka umsýslu á fram­seldum eignum að bók­færðu virði um 7,3 millj­arðar króna og jafn­framt eft­ir­lit með skil­yrtum fjár­sóps­eignum að bók­færðu virði um 6,6 millj­arðar króna. Þá verði áfram gætt hags­muna rík­is­sjóðs vegna sölu á Arion banka hf. í gegnum eft­ir­lits­að­ila, skv. fram­sals­samn­ingi Kaup­þings hf.  Gerir Lind­ar­hvoll ehf. ráð fyrir að Kaup­þing ehf. muni selja Arion banka hf. að fullu eigi síðar en í árs­lok 2017.“

Því mun félagið hafa, miðað við ofan­greindar for­send­ur, hafa náð mark­miðum sínum fyrr en gert var ráð fyrir í upp­haf­legum áætl­unum og starf­semi þess í árs­lok 2017 verður mjög óveru­leg.

Háir bónusar fyrir að selja

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að við­ræður um kaup hóps líf­eyr­is­­sjóða á 87 pró­­sent hlut Kaup­­þings í Arion banka hafa runnið út í sand­­inn. Þetta hefur gerst sam­hliða því að nýir stjórn­­endur hafa tekið við hjá Kaup­­þingi í kjöl­far þess að nauða­­samn­ingur bank­ans var klár­aður um síð­­­ustu ára­­mót og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Kaup­­þing tók við eft­ir­stand­andi eignum hans. Engar við­ræður eru í far­vatn­in­u. 

Kaup­­þing þarf að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­lok 2018. Tak­ist það ekki mun rík­­is­­sjóður leysa bank­ann til sín. Þetta var hluti af því sam­komu­lagi sem kröf­u­hafar Kaup­­þings gerðu við ríkið þegar samið var um upp­­­gjör á slita­­búi bank­ans á síð­­asta ári. 

DV greindi frá því í byrjun viku að hópur um 20 starfs­­manna Kaup­­þings ætti von á sam­tals 1,5 millj­­arði króna í bón­us­greiðslur ef sala á eignum félags­­ins gengi vel á næstu tæpu tveimur árum. Þær bón­us­greiðslur ná ekki til æðstu stjórn­­enda Kaup­­þings og þykir lík­­­legt að sér­­stakt bón­us­­kerfi, með hærri greiðsl­um, verði sett upp fyrir þá. Lang­verð­­mætasta eign Kaup­­þings er hlut­­ur­inn í Arion banka. 

Laun gætu hækkað um allt að 150 prósent
Launakostnaður fyrirtækja gæti meira en tvöfaldast verði fallist á kröfur SGS í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri SA segir alla tapa ef verkalýðsfélögin ganga of langt í kröfum sínum.
Kjarninn 17. október 2018
Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None