Gera ráð fyrir því að Arion verði seldur að fullu fyrir árslok 2017

Virði stöðugleikaeigna er metið á 384,3 milljarða króna. Um 75 prósent þeirra eigna er bundið í Íslandsbanka og Arion banka. Félagið sem á að selja stöðugleikaeignir ríkisins reiknar með að Arion verði að fullu seldur í lok næsta árs.

arion banki
Auglýsing

Lind­ar­hvoll ehf., eign­ar­halds­fé­lag í eigu íslenska rík­is­ins sem sér um að koma stöð­ug­leika­fram­lög­unum í verð, reiknar með því að Kaup­þing muni selja Arion banka að fullu eigi síðar en í árs­lok 2017. Íslenska ríkið á 13 pró­sent í bank­anum á móti Kaup­þingi, sem á 87 pró­sent. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um starf­semi Lind­ar­hvols sem birt hefur verið á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

Íslensa ríkið eign­að­ist tölu­verðar eignir og hluti í fjölda­­mörgum fyr­ir­tækjum í gegnum stöð­ug­­leika­fram­lög frá slita­­búum fall­inna banka fyrr á þessu ári. Nið­ur­staða í mati á virði stöðu­leika­eigna þegar þær voru fram­seldar í jan­úar 2016 var sú að þær væri sam­tals 384,5 millj­arða króna virði. Þar skipti allt hlutafé í Íslands­banka mestu, en hann var met­inn á 184,8 millj­arða króna. Þar á eftir komu veð­skulda­bréf Kaup­þings sem greið­ast á þegar Arion banki er seld­ur, en það er metið á 84 millj­arða króna. Auk þess var gerður afkomu­skipta­samn­ingur vegna Arion banka sem met­inn er á 19,5 millj­arða króna. Því er 288,3 millj­arðar króna, eða 74 pró­sent af stöð­ug­leika­fram­lög­un­um, bundið í virði tengt Íslands­banka og Arion banka. Selja þarf báða bank­anna til að þeir pen­ingar endi í rík­is­sjóð­i. 

Sér­stakt félag utan um stöð­ug­leika­eignir

Íslenska ríkið stofn­aði sér­stakt félag, Lind­ar­hvoll ehf., til að taka við stöð­ug­leika­eign­unum og koma þeim í verð. Félagið réð síðan Lands­bank­ann til að veita ráð­gjöf við sölu á þeim hluta­bréfa­eignum sem þar var að finna. Um er að ræða eignir rík­­is­ins í stórum fyr­ir­tækjum sem eru skráð á mark­að, Eim­­skip, Sím­an­um, Reitum og Sjó­vá. Þær hafa þegar að hluta til verið seld­ar. 

Auglýsing

Ekk­ert er fjallað um sölu á Íslands­banka í grein­ar­gerð­inni. Þar segir hins vegar að með vísan til 

 þeirrar áætl­unar sem Lind­ar­hvoll ehf. „hefur gert fram til 31.12.2016 liggur fyrir að félagið stefnir á að verk­efni þess drag­ist veru­lega saman strax á árinu 2017. Áætlað er að þá verði aðeins um að ræða virka umsýslu á fram­seldum eignum að bók­færðu virði um 7,3 millj­arðar króna og jafn­framt eft­ir­lit með skil­yrtum fjár­sóps­eignum að bók­færðu virði um 6,6 millj­arðar króna. Þá verði áfram gætt hags­muna rík­is­sjóðs vegna sölu á Arion banka hf. í gegnum eft­ir­lits­að­ila, skv. fram­sals­samn­ingi Kaup­þings hf.  Gerir Lind­ar­hvoll ehf. ráð fyrir að Kaup­þing ehf. muni selja Arion banka hf. að fullu eigi síðar en í árs­lok 2017.“

Því mun félagið hafa, miðað við ofan­greindar for­send­ur, hafa náð mark­miðum sínum fyrr en gert var ráð fyrir í upp­haf­legum áætl­unum og starf­semi þess í árs­lok 2017 verður mjög óveru­leg.

Háir bónusar fyrir að selja

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að við­ræður um kaup hóps líf­eyr­is­­sjóða á 87 pró­­sent hlut Kaup­­þings í Arion banka hafa runnið út í sand­­inn. Þetta hefur gerst sam­hliða því að nýir stjórn­­endur hafa tekið við hjá Kaup­­þingi í kjöl­far þess að nauða­­samn­ingur bank­ans var klár­aður um síð­­­ustu ára­­mót og eign­­ar­halds­­­fé­lagið Kaup­­þing tók við eft­ir­stand­andi eignum hans. Engar við­ræður eru í far­vatn­in­u. 

Kaup­­þing þarf að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­lok 2018. Tak­ist það ekki mun rík­­is­­sjóður leysa bank­ann til sín. Þetta var hluti af því sam­komu­lagi sem kröf­u­hafar Kaup­­þings gerðu við ríkið þegar samið var um upp­­­gjör á slita­­búi bank­ans á síð­­asta ári. 

DV greindi frá því í byrjun viku að hópur um 20 starfs­­manna Kaup­­þings ætti von á sam­tals 1,5 millj­­arði króna í bón­us­greiðslur ef sala á eignum félags­­ins gengi vel á næstu tæpu tveimur árum. Þær bón­us­greiðslur ná ekki til æðstu stjórn­­enda Kaup­­þings og þykir lík­­­legt að sér­­stakt bón­us­­kerfi, með hærri greiðsl­um, verði sett upp fyrir þá. Lang­verð­­mætasta eign Kaup­­þings er hlut­­ur­inn í Arion banka. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None