Kaupverðið á 10-11, Iceland og Dunkin Donuts trúnaðarmál

Íslenskir lífeyrissjóðir eru orðnir á meðal eigenda Dunkin Donuts á Íslandi í gegnum framtakssjóðinn Horn III. Sá sjóður er í stýringu Landsbréfa, félags í eigu ríkisbankans Landsbankans.

Á meðal þeirra eiga sem Horn III keypti hlut í eru Dunkin Donuts kaffihúsin sem rekin eru á Íslandi.
Á meðal þeirra eiga sem Horn III keypti hlut í eru Dunkin Donuts kaffihúsin sem rekin eru á Íslandi.
Auglýsing

Kaup­verðið sem fram­taks­sjóð­ur­inn Horn III greiddi fyrir 80 pró­sent hlut í Basko ehf. sem rekur m.a. 10-11, Iceland og Dunkin Donuts á Íslandi, er trún­að­ar­mál. Þetta segir Her­mann Már Þór­is­son, annar fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Til­kynnt var um kaup­in, sem eru þau fyrsta sem Horn III ræðst í, í gær.

Horn III er fram­taks­sjóður sem Lands­bréf lauk fjár­mögnun á í mars á þessu ári. Alls settu rúm­lega 30 hlut­hafar tólf millj­arða króna inn í sjóð­inn. Um er að ræða líf­eyr­is­sjóði, fjár­mála­fyr­ir­tæki og aðra ónafn­greinda fag­fjár­festa­sjóði. Í frétt sem birt var á vef Lands­bréfa, sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækis í eigu Lands­bank­ans, og þar með íslenska rík­is­ins.

Keypti 10-11 árið 2011

Í frétta­til­kynn­ingu vegna kaupanna segja fram­kvæmda­stjórar Horns, Her­mann Már og Steinar Helga­son, að Basko hafi vaxið hratt á und­an­förnum árum með opnun nýrra staða og versl­ana. Þeir telji að mikil tæki­færi séu á þessum mark­aði á Íslandi. „Versl­anir dótt­ur­fé­laga Basko eru vel stað­settar og hafa hlut­hafar félags­ins markað sér skýra sýn sem unnið verður eftir næstu árin. Við erum mjög ánægðir með að hafa lokið þessum við­skiptum og hlökkum til sam­starfs­ins."

Auglýsing

Basko var áður í 100 pró­sent eigu Árna Pét­urs Jóns­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Hann keypti 10-11 versl­un­ar­keðj­una af Arion banka árið 2011 í kjöl­far þess að keðjan var tekin út úr Haga­sam­steyp­unni þegar hún var end­ur­skipu­lögð og seld til nýrra eig­enda. 10-11 var selt út úr Högum að kröfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Kaup­verðið var ekki gefið upp.

Sam­stæða sem hefur vaxið hratt

Árni Pétur var á árum áður for­stjóri Voda­fone og fjar­skipta­fé­lags­ins Teym­is. Hann starf­aði þar áður lengi fyrir Baug, félag Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og fjöl­skyldu, meðal ann­ars sem fram­kvæmda­stjóri Aðfanga. Baugur átti Haga, og þar með 10-11, áður en félagið fór í þrot árið 2009.  Árið 2012 keypti rekstr­ar­fé­lag 10-11 versl­anir 11-11 af Kaupáss. Kaup­verðið var ekki gefið upp en Jón Helgi Guð­munds­son, for­stjóri móð­ur­fé­lags Kaupáss, sagði við Við­skipta­blaðið að það hefði verið óveru­legt.

Árið 2013 keypti félag hans ráð­andi hlut í félag­inu sem rekur Iceland-versl­an­irnar á Íslandi af Jóhann­esi Jóns­syni heitn­um, kenndum við Bón­us. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál.

Í ágúst í fyrra opn­aði Basko síðan fyrsta Dunkin Donuts kaffi­húsið á Íslandi, en þau eru nú fjögur tals­ins. Fyrstu vik­una sem stað­ur­inn var opin seld­ust um tíu þús­und kleinu­hringir á dag.

Auk 10-11, Iceland og Dunkin Donuts rekur Basko Imtex ehf., sem ann­ast inn­flutn­ing og rekur vöru­hús fyrir sam­stæð­una og ham­borg­ara­stað­inn Bad Boys. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None