Kaupverðið á 10-11, Iceland og Dunkin Donuts trúnaðarmál

Íslenskir lífeyrissjóðir eru orðnir á meðal eigenda Dunkin Donuts á Íslandi í gegnum framtakssjóðinn Horn III. Sá sjóður er í stýringu Landsbréfa, félags í eigu ríkisbankans Landsbankans.

Á meðal þeirra eiga sem Horn III keypti hlut í eru Dunkin Donuts kaffihúsin sem rekin eru á Íslandi.
Á meðal þeirra eiga sem Horn III keypti hlut í eru Dunkin Donuts kaffihúsin sem rekin eru á Íslandi.
Auglýsing

Kaup­verðið sem fram­taks­sjóð­ur­inn Horn III greiddi fyrir 80 pró­sent hlut í Basko ehf. sem rekur m.a. 10-11, Iceland og Dunkin Donuts á Íslandi, er trún­að­ar­mál. Þetta segir Her­mann Már Þór­is­son, annar fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Til­kynnt var um kaup­in, sem eru þau fyrsta sem Horn III ræðst í, í gær.

Horn III er fram­taks­sjóður sem Lands­bréf lauk fjár­mögnun á í mars á þessu ári. Alls settu rúm­lega 30 hlut­hafar tólf millj­arða króna inn í sjóð­inn. Um er að ræða líf­eyr­is­sjóði, fjár­mála­fyr­ir­tæki og aðra ónafn­greinda fag­fjár­festa­sjóði. Í frétt sem birt var á vef Lands­bréfa, sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækis í eigu Lands­bank­ans, og þar með íslenska rík­is­ins.

Keypti 10-11 árið 2011

Í frétta­til­kynn­ingu vegna kaupanna segja fram­kvæmda­stjórar Horns, Her­mann Már og Steinar Helga­son, að Basko hafi vaxið hratt á und­an­förnum árum með opnun nýrra staða og versl­ana. Þeir telji að mikil tæki­færi séu á þessum mark­aði á Íslandi. „Versl­anir dótt­ur­fé­laga Basko eru vel stað­settar og hafa hlut­hafar félags­ins markað sér skýra sýn sem unnið verður eftir næstu árin. Við erum mjög ánægðir með að hafa lokið þessum við­skiptum og hlökkum til sam­starfs­ins."

Auglýsing

Basko var áður í 100 pró­sent eigu Árna Pét­urs Jóns­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Hann keypti 10-11 versl­un­ar­keðj­una af Arion banka árið 2011 í kjöl­far þess að keðjan var tekin út úr Haga­sam­steyp­unni þegar hún var end­ur­skipu­lögð og seld til nýrra eig­enda. 10-11 var selt út úr Högum að kröfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Kaup­verðið var ekki gefið upp.

Sam­stæða sem hefur vaxið hratt

Árni Pétur var á árum áður for­stjóri Voda­fone og fjar­skipta­fé­lags­ins Teym­is. Hann starf­aði þar áður lengi fyrir Baug, félag Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar og fjöl­skyldu, meðal ann­ars sem fram­kvæmda­stjóri Aðfanga. Baugur átti Haga, og þar með 10-11, áður en félagið fór í þrot árið 2009.  Árið 2012 keypti rekstr­ar­fé­lag 10-11 versl­anir 11-11 af Kaupáss. Kaup­verðið var ekki gefið upp en Jón Helgi Guð­munds­son, for­stjóri móð­ur­fé­lags Kaupáss, sagði við Við­skipta­blaðið að það hefði verið óveru­legt.

Árið 2013 keypti félag hans ráð­andi hlut í félag­inu sem rekur Iceland-versl­an­irnar á Íslandi af Jóhann­esi Jóns­syni heitn­um, kenndum við Bón­us. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál.

Í ágúst í fyrra opn­aði Basko síðan fyrsta Dunkin Donuts kaffi­húsið á Íslandi, en þau eru nú fjögur tals­ins. Fyrstu vik­una sem stað­ur­inn var opin seld­ust um tíu þús­und kleinu­hringir á dag.

Auk 10-11, Iceland og Dunkin Donuts rekur Basko Imtex ehf., sem ann­ast inn­flutn­ing og rekur vöru­hús fyrir sam­stæð­una og ham­borg­ara­stað­inn Bad Boys. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None