Segja 25-30 prósent ekki geta nýtt sér úrræði stjórnvalda

Tryggingafyrirtækið Allianz segir að frumvarp um Fyrstu fasteign feli í sér mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu. Fyrirtækið hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna þess.

img_3051_raw_1807130204_10016471563_o.jpg
Auglýsing

Um 22 þúsund Íslendingar, sem eru með viðbótarséreignasparnað sinn hjá Allianz, munu ekki geta notað úrræði ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun slíks sparnaðar, „Fyrsta fasteign“, ef frumvarpið nær fram að ganga óbreytt. Þetta kemur fram í umsögn Allianz um frumvarpið. Þetta felur í sér ólögmæta mismunun, segir fyrirtækið, og hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna frumvarpsins. 

Erlend fyrirtæki eins og Allianz nota öðruvísi kerfi þegar kemur að nýtingu viðbótariðgjalda fólks. Samningar sem fólk gerir við Allianz og önnur líftryggingafélög fela það í sér að viðbótarlífeyri er ráðstafað til kaupa á lífeyristryggingu, og því eru samningarnir tryggingasamningar. Það er ólíkt þeim samningum sem fólk gerir við lífeyrissjóði, banka og verðbréfafyrirtæki. 

Samkvæmt því sem fram kemur í umsögn Allianz er ekki gert ráð fyrir líftryggingafélögunum í frumvarpinu, ekki frekar en gert hafi verið þegar ráðstöfun séreignasparnaðar inn á fasteignalán var fyrst kynnt samhliða leiðréttingunni svokölluðu árið 2014. Fyrirtækið segir að ef nota eigi séreignasparnaðarkerfið til að veita skattalegar og annars konar ívilnanir þá sé það ólögmæt mismunun og brot á jafnræðisreglu að útiloka einn hóp, það er fólkið sem hefur valið að semja við líftryggingafélögin. Hópurinn sem er hjá Allianz er um 25 til 30 prósent allra Íslendinga sem á annað borð safna viðbótarlífeyri. 

Auglýsing

Verði frumvarpið óbreytt að lögum munu viðskiptavinir Allianz ekki sitja við sama borð og viðskiptavinir annarra vörsluaðila lífeyrissparnaðar þegar kemur að því að notfæra sér þau úrræði sem þar eru lögð til. Engin málefnaleg sjónarmið geta legið að baki slíkri mismunun og ber löggjafanum að sjá til þess að fullt jafnræði sé með rétthöfum algerlega óháð því hvaða samningsform eða vörsluaðila viðkomandi hefur valið sér,“ segir í umsögn Allianz. 

Fengu ekki kynningu og ekki beðin um umsögn 

Allianz segir að fyrirtækinu hafi ekki verið kynnt efni frumvarpsins, og hafi ekki einu sinni verið beðið um að veita umsögn sína um það, þrátt fyrir að hafa um 25 til 30 prósenta markaðshlutdeild í kerfinu sem frumvarpið lýtur að. Þessi meðferð málsins sé til þess fallin að vekja tortryggni á því að samkeppnissjónarmiða og fulls jafnræðis hafi verið gætt. „Og er brýn ástæða fyrir nefndarmenn að leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því að ákvæði frumvarpsins feli ekki í sér samkeppnishömlur eða brjóti í bága við ákvæði samkeppnislaga og að eftirlitið grípi til viðeigandi aðgerða verði svo talið.“

Þá hefur fyrirtækið sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna frumvarpsins og óskað eftir því að eftirlitið skoði hvort ákvæði frumvarpsins fari í bága við ákvæði samkeppnislaga. Allianz segir einnig ástæðu til að skoða hvort ákvæði í frumvarpinu, og í lögunum um ráðstöfun séreignasparnaðs, feli í sér takmörkun á möguleikum erlendra aðila.

Gerðu ítrekaðar athugasemdir 

Allianz segist hafa gert ítrekaðar athugasemdir í kringum leiðréttinguna, þegar boðið var upp á þann möguleika að ráðstafa séreignasparnaði inn á fasteignalán tímabundið. Í lögunum sem samþykkt voru var gert ráð fyrir að sá möguleiki yrði í gildi í þrjú ár, en nú stendur til að framlengja þann tíma. Fyrirtækið segir að ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda þess, en hægt hafi verið að útfæra leið til að gera viðskiptavinum kleift að notfæra sér leiðina engu að síður, vegna þess að samkvæmt skilmálum má taka allt að þriggja ára iðgjaldahlé hjá Allianz. Nú þegar til stendur að lengja tímabilið er það hins vegar ekki lengur hægt. 

Allianz segir að með þessu inngripi löggjafans í kerfi viðbótarlífeyrissparnað hafi samkeppni verið takmörkuð á markaðnum og fyrirtækinu hamlað að starfa á markaði. 

Fyrirtækið muni ekki að óbreyttu geta boðið nýjum viðskiptavinum, sem ekki hafi átt fasteign, samninga. Auk þess muni núverandi viðskiptavinir Allianz ekki eiga kost á að notfæra sér úrræðin til jafns við aðra. Viðskiptavinir Allianz muni eiga þann eina kost að loka sínum samningum og ráðstafa viðbótariðgjaldi eitthvert annað ef þeir ætli að nýta heimildir frumvarpsins. Það mun oft hafa í för með sér tjón vegna þess að tryggingafélagið greiðir endurkaupsvirði, og fyrstu tíu árin er það yfirleitt lægra en þau iðgjöld sem fólk hefur borgað á þeim tíma. 

„Engin málefnaleg rök geta réttlætt það að einungis hluti þeirra aðila sem ráðstafa viðbótariðgjöldum sínum skv. 8. gr. lífeyrislaganna fái nýtt þá skattaívilnun sem um ræðir en ekki allir. Verður að telja að um óheimila mismunun sé að ræða sem brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár,“ segir í umsögninni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None