Segja 25-30 prósent ekki geta nýtt sér úrræði stjórnvalda

Tryggingafyrirtækið Allianz segir að frumvarp um Fyrstu fasteign feli í sér mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu. Fyrirtækið hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna þess.

img_3051_raw_1807130204_10016471563_o.jpg
Auglýsing

Um 22 þús­und Íslend­ing­ar, sem eru með við­bót­ar­sér­eigna­sparnað sinn hjá Alli­anz, munu ekki geta notað úrræði rík­is­stjórn­ar­innar um ráð­stöfun slíks sparn­að­ar, „Fyrsta fast­eign“, ef frum­varpið nær fram að ganga óbreytt. Þetta kemur fram í umsögn Alli­anz um frum­varp­ið. Þetta felur í sér ólög­mæta mis­mun­un, segir fyr­ir­tæk­ið, og hefur leitað til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna frum­varps­ins. 

Erlend fyr­ir­tæki eins og Alli­anz nota öðru­vísi kerfi þegar kemur að nýt­ingu við­bót­ar­ið­gjalda fólks. Samn­ingar sem fólk gerir við Alli­anz og önnur líf­trygg­inga­fé­lög fela það í sér að við­bót­ar­líf­eyri er ráð­stafað til kaupa á líf­eyr­is­trygg­ingu, og því eru samn­ing­arnir trygg­inga­samn­ing­ar. Það er ólíkt þeim samn­ingum sem fólk gerir við líf­eyr­is­sjóði, banka og verð­bréfa­fyr­ir­tæki. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn Alli­anz er ekki gert ráð fyrir líf­trygg­inga­fé­lög­unum í frum­varp­inu, ekki frekar en gert hafi verið þegar ráð­stöfun sér­eigna­sparn­aðar inn á fast­eigna­lán var fyrst kynnt sam­hliða leið­rétt­ing­unni svoköll­uðu árið 2014. Fyr­ir­tækið segir að ef nota eigi sér­eigna­sparn­að­ar­kerfið til að veita skatta­legar og ann­ars konar íviln­anir þá sé það ólög­mæt mis­munun og brot á jafn­ræð­is­reglu að úti­loka einn hóp, það er fólkið sem hefur valið að semja við líf­trygg­inga­fé­lög­in. Hóp­ur­inn sem er hjá Alli­anz er um 25 til 30 pró­sent allra Íslend­inga sem á annað borð safna við­bót­ar­líf­eyr­i. 

Auglýsing

Verð­i frum­varpið óbreytt að lögum munu við­skipta­vinir Alli­anz ekki ­sitja við sama borð og við­skipta­vinir ann­arra vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­aðar þegar kemur að því að not­færa sér þau úr­ræði sem þar eru lögð til. Engin mál­efna­leg sjón­ar­mið geta ­legið að baki slíkri mis­munun og ber lög­gjaf­anum að sjá til­ þess að fullt jafn­ræði sé með rétt­höfum alger­lega óháð því hvaða samn­ings­form eða vörslu­að­ila við­kom­andi hefur valið sér,“ segir í umsögn Alli­anz. 

Fengu ekki kynn­ingu og ekki beðin um umsögn 

Alli­anz­ ­segir að fyr­ir­tæk­inu hafi ekki verið kynnt efni frum­varps­ins, og hafi ekki einu sinni verið beðið um að veita umsögn sína um það, þrátt fyrir að hafa um 25 til 30 pró­senta mark­aðs­hlut­deild í kerf­inu sem frum­varpið lýtur að. Þessi með­ferð máls­ins sé til þess fallin að vekja tor­tryggni á því að ­sam­keppn­is­sjón­ar­miða og fulls jafn­ræðis hafi verið gætt. „Og er brýn ástæða fyrir nefnd­ar­menn að leita eftir stað­fest­ing­u ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því að ákvæði frum­varps­ins feli ekki í sér sam­keppn­is­hömlur eða brjóti í bága við ákvæð­i ­sam­keppn­islaga og að eft­ir­litið grípi til við­eig­andi aðgerða verði svo talið.“

Þá hefur fyr­ir­tækið sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u er­indi vegna frum­varps­ins og óskað eftir því að eft­ir­lit­ið ­skoði hvort ákvæði frum­varps­ins fari í bága við ákvæð­i ­sam­keppn­islaga. Alli­anz segir einnig ástæðu til að skoða hvort ákvæði í frum­varp­inu, og í lög­unum um ráð­stöf­un ­sér­eigna­sparn­aðs, feli í sér tak­mörkun á mögu­leikum erlendra að­ila.

Gerðu ítrek­aðar athuga­semd­ir 

Alli­anz seg­ist hafa gert ítrek­aðar athuga­semdir í kringum leið­rétt­ing­una, þegar boðið var upp á þann mögu­leika að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði inn á fast­eigna­lán tíma­bund­ið. Í lög­unum sem sam­þykkt voru var gert ráð fyrir að sá mögu­leiki yrði í gildi í þrjú ár, en nú stendur til að fram­lengja þann tíma. Fyr­ir­tækið segir að ekk­ert til­lit hafi verið tekið til athuga­semda þess, en hægt hafi verið að útfæra leið til að gera við­skipta­vinum kleift að not­færa sér leið­ina engu að síð­ur, vegna þess að sam­kvæmt skil­málum má taka allt að þriggja ára iðgjalda­hlé hjá Alli­anz. Nú þegar til stendur að lengja tíma­bilið er það hins vegar ekki lengur hægt. 

Alli­anz segir að með þessu inn­gripi lög­gjafans í kerfi við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað hafi sam­keppni verið tak­mörkuð á mark­aðnum og fyr­ir­tæk­inu hamlað að starfa á mark­að­i. 

Fyr­ir­tækið muni ekki að óbreyttu geta boðið nýjum við­skipta­vin­um, sem ekki hafi átt fast­eign, samn­inga. Auk þess muni núver­andi við­skipta­vinir Alli­anz ekki eiga kost á að not­færa sér úrræðin til jafns við aðra. Við­skipta­vinir Alli­anz muni eiga þann eina kost að loka sínum samn­ingum og ráð­stafa við­bót­ar­ið­gjaldi eitt­hvert annað ef þeir ætli að nýta heim­ildir frum­varps­ins. Það mun oft hafa í för með sér tjón vegna þess að trygg­inga­fé­lagið greiðir end­ur­kaups­virði, og fyrstu tíu árin er það yfir­leitt lægra en þau iðgjöld sem fólk hefur borgað á þeim tíma. 

„Engin mál­efna­leg rök geta rétt­lætt það að ein­ungis hluti þeirra aðila sem ráð­stafa við­bót­ar­ið­gjöldum sínum skv. 8. gr. líf­eyr­is­lag­anna fái nýtt þá skattaí­vilnun sem um ræð­ir en ekki all­ir. Verður að telja að um óheim­ila mis­munun sé að ræða sem brjóti gegn ­jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár,“ segir í umsögn­inn­i. 

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None