Segja 25-30 prósent ekki geta nýtt sér úrræði stjórnvalda

Tryggingafyrirtækið Allianz segir að frumvarp um Fyrstu fasteign feli í sér mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu. Fyrirtækið hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna þess.

img_3051_raw_1807130204_10016471563_o.jpg
Auglýsing

Um 22 þús­und Íslend­ing­ar, sem eru með við­bót­ar­sér­eigna­sparnað sinn hjá Alli­anz, munu ekki geta notað úrræði rík­is­stjórn­ar­innar um ráð­stöfun slíks sparn­að­ar, „Fyrsta fast­eign“, ef frum­varpið nær fram að ganga óbreytt. Þetta kemur fram í umsögn Alli­anz um frum­varp­ið. Þetta felur í sér ólög­mæta mis­mun­un, segir fyr­ir­tæk­ið, og hefur leitað til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna frum­varps­ins. 

Erlend fyr­ir­tæki eins og Alli­anz nota öðru­vísi kerfi þegar kemur að nýt­ingu við­bót­ar­ið­gjalda fólks. Samn­ingar sem fólk gerir við Alli­anz og önnur líf­trygg­inga­fé­lög fela það í sér að við­bót­ar­líf­eyri er ráð­stafað til kaupa á líf­eyr­is­trygg­ingu, og því eru samn­ing­arnir trygg­inga­samn­ing­ar. Það er ólíkt þeim samn­ingum sem fólk gerir við líf­eyr­is­sjóði, banka og verð­bréfa­fyr­ir­tæki. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn Alli­anz er ekki gert ráð fyrir líf­trygg­inga­fé­lög­unum í frum­varp­inu, ekki frekar en gert hafi verið þegar ráð­stöfun sér­eigna­sparn­aðar inn á fast­eigna­lán var fyrst kynnt sam­hliða leið­rétt­ing­unni svoköll­uðu árið 2014. Fyr­ir­tækið segir að ef nota eigi sér­eigna­sparn­að­ar­kerfið til að veita skatta­legar og ann­ars konar íviln­anir þá sé það ólög­mæt mis­munun og brot á jafn­ræð­is­reglu að úti­loka einn hóp, það er fólkið sem hefur valið að semja við líf­trygg­inga­fé­lög­in. Hóp­ur­inn sem er hjá Alli­anz er um 25 til 30 pró­sent allra Íslend­inga sem á annað borð safna við­bót­ar­líf­eyr­i. 

Auglýsing

Verð­i frum­varpið óbreytt að lögum munu við­skipta­vinir Alli­anz ekki ­sitja við sama borð og við­skipta­vinir ann­arra vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­aðar þegar kemur að því að not­færa sér þau úr­ræði sem þar eru lögð til. Engin mál­efna­leg sjón­ar­mið geta ­legið að baki slíkri mis­munun og ber lög­gjaf­anum að sjá til­ þess að fullt jafn­ræði sé með rétt­höfum alger­lega óháð því hvaða samn­ings­form eða vörslu­að­ila við­kom­andi hefur valið sér,“ segir í umsögn Alli­anz. 

Fengu ekki kynn­ingu og ekki beðin um umsögn 

Alli­anz­ ­segir að fyr­ir­tæk­inu hafi ekki verið kynnt efni frum­varps­ins, og hafi ekki einu sinni verið beðið um að veita umsögn sína um það, þrátt fyrir að hafa um 25 til 30 pró­senta mark­aðs­hlut­deild í kerf­inu sem frum­varpið lýtur að. Þessi með­ferð máls­ins sé til þess fallin að vekja tor­tryggni á því að ­sam­keppn­is­sjón­ar­miða og fulls jafn­ræðis hafi verið gætt. „Og er brýn ástæða fyrir nefnd­ar­menn að leita eftir stað­fest­ing­u ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á því að ákvæði frum­varps­ins feli ekki í sér sam­keppn­is­hömlur eða brjóti í bága við ákvæð­i ­sam­keppn­islaga og að eft­ir­litið grípi til við­eig­andi aðgerða verði svo talið.“

Þá hefur fyr­ir­tækið sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u er­indi vegna frum­varps­ins og óskað eftir því að eft­ir­lit­ið ­skoði hvort ákvæði frum­varps­ins fari í bága við ákvæð­i ­sam­keppn­islaga. Alli­anz segir einnig ástæðu til að skoða hvort ákvæði í frum­varp­inu, og í lög­unum um ráð­stöf­un ­sér­eigna­sparn­aðs, feli í sér tak­mörkun á mögu­leikum erlendra að­ila.

Gerðu ítrek­aðar athuga­semd­ir 

Alli­anz seg­ist hafa gert ítrek­aðar athuga­semdir í kringum leið­rétt­ing­una, þegar boðið var upp á þann mögu­leika að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði inn á fast­eigna­lán tíma­bund­ið. Í lög­unum sem sam­þykkt voru var gert ráð fyrir að sá mögu­leiki yrði í gildi í þrjú ár, en nú stendur til að fram­lengja þann tíma. Fyr­ir­tækið segir að ekk­ert til­lit hafi verið tekið til athuga­semda þess, en hægt hafi verið að útfæra leið til að gera við­skipta­vinum kleift að not­færa sér leið­ina engu að síð­ur, vegna þess að sam­kvæmt skil­málum má taka allt að þriggja ára iðgjalda­hlé hjá Alli­anz. Nú þegar til stendur að lengja tíma­bilið er það hins vegar ekki lengur hægt. 

Alli­anz segir að með þessu inn­gripi lög­gjafans í kerfi við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað hafi sam­keppni verið tak­mörkuð á mark­aðnum og fyr­ir­tæk­inu hamlað að starfa á mark­að­i. 

Fyr­ir­tækið muni ekki að óbreyttu geta boðið nýjum við­skipta­vin­um, sem ekki hafi átt fast­eign, samn­inga. Auk þess muni núver­andi við­skipta­vinir Alli­anz ekki eiga kost á að not­færa sér úrræðin til jafns við aðra. Við­skipta­vinir Alli­anz muni eiga þann eina kost að loka sínum samn­ingum og ráð­stafa við­bót­ar­ið­gjaldi eitt­hvert annað ef þeir ætli að nýta heim­ildir frum­varps­ins. Það mun oft hafa í för með sér tjón vegna þess að trygg­inga­fé­lagið greiðir end­ur­kaups­virði, og fyrstu tíu árin er það yfir­leitt lægra en þau iðgjöld sem fólk hefur borgað á þeim tíma. 

„Engin mál­efna­leg rök geta rétt­lætt það að ein­ungis hluti þeirra aðila sem ráð­stafa við­bót­ar­ið­gjöldum sínum skv. 8. gr. líf­eyr­is­lag­anna fái nýtt þá skattaí­vilnun sem um ræð­ir en ekki all­ir. Verður að telja að um óheim­ila mis­munun sé að ræða sem brjóti gegn ­jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár,“ segir í umsögn­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None