Samherji hagnast um 71,7 milljarða á fimm árum

Gott gengi Samherja á undanförnum árum hefur sett fyrirtækið á sérstakan stall meðal sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Óhætt er að segja að stærsta útgerð­ar­fyri­tæki lands­ins, Sam­herji, hafi átt góðu gengi að fagna á und­an­förnum árum, en á árunum 2011 til og með 2015 hefur fyr­ir­tækið hagn­ast um 71,7 millj­arða króna. 

Hagn­aður árið 2011 var 8,8 millj­arð­ar, árið 2012 16 millj­arð­ar, árið 2013 22 millj­arð­ar, árið 2014 11 millj­arðar og árið 2015 var hagn­að­ur­inn 13,9 millj­arðar króna. Sam­an­lagður hagn­aður er 71,7 millj­arðar króna á þessu fimm ára tíma­bili. Þetta er lang­sam­lega besta rekstr­ar­tíma­bil í sögu fyr­ir­tæk­is­ins og má segja að fyr­ir­tækið hafi stungið önnur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki af, þegar kemur að stærð og fjár­hags­legum styrk.

Rekstr­ar­tekjur sam­stæðu Sam­herja voru tæpir 84 millj­arðar króna árið 2015, sam­kvæmt til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Hagn­aður fyrir afskriftir og fjár­magnsliði nam 19,9 millj­örðum króna, sam­an­borið við 16,4 millj­arða árið á und­an, en það er um 23 pró­sent af heild­ar­tekj­u­m. 

Auglýsing

Eignir fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu árum, en arð­greiðslur hafa oft verið í kringum tíu pró­sent af árlegum hagn­aði. Þannig var reyndin vegna rekstr­ar­árs­ins í fyrra og eru því 1,4 millj­arðar greiddir til hlut­hafa. 

Í efna­hags­reikn­ingi eru eignir Sam­herja sam­stæð­urnar í lok árs 2015 sam­tals 119 millj­arðar króna. Heild­ar­skuldir og skuld­bind­ingar voru 36 millj­arðar á sama tíma og bók­fært eigið fé 83 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar var 69,8% í árs­lok. 

Lang­tíma­skuldir fyr­ir­tæk­is­ins lækk­uðu milli ára um ríf­lega tólf millj­arða. Í árs­lok 2014 voru þær 25,7 millj­arðar en í árs­lok í fyrra voru þær 13,5 millj­arð­ar. Á móti juk­ust skamm­tíma­skuldir úr 15,1 millj­arði í 22,4 millj­arða. Lækkun skulda milli ára nemur því um fimm millj­örðum króna. 

Lykiltölur úr rekstri fyrirtækisins. Eignir jukust um tæplega þrjá milljarða milli ára.

Eignir fyr­ir­tæk­is­ins skipt­ast í 80,6 millj­arða eign­ir, sem skil­grein­ast sem fasta­fjár­muni, og síðan 38,4 millj­arða veltu­fjár­mun­i. 

Rekstur útgerðar og fisk­vinnslu á Íslandi er að mestu leyti í félög­unum Sam­herji Ísland ehf. og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga ehf., að því er segir í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, og rekstur fisk­eldis er í Íslands­bleikju ehf. Starf­semi sam­stæð­unnar er víða um heim, mest á Íslandi og í Evr­ópu, en einnig í Afr­íku og Kanada. Sam­stæðu­reikn­ingur Sam­herja er settur fram í evr­um. Í til­kynn­ing­unni eru fjár­hæðir rekstrar umreikn­aðar í íslenskar krónur miðað við með­al­gengi árs­ins 2015 sem var 146,2 krónur á hverja evr­u. Gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð gagn­vart helstu við­skipta­myntum á þessu ári og er evran nú verð­lögð á 131 krónu.

Helstu eig­endur Sam­herja eru frænd­urn­ir, for­stjór­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son og útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­son. 

Heild­ar­greiðslur Sam­herja til hins opin­bera í fyrra námu 4,3 millj­örðum og nam tekju­skattur starfs­fólks 2,2 millj­örð­um. Meg­in­starf­semi Sam­herja á Íslandi er á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu, einkum á Akur­eyri og á Dal­vík. En starf­semin teygir sig þó víðar um land­ið.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None