Sigurður Hannesson kom til greina sem forstjóri VÍS

Sigurður Hannesson hefur komið að ýmsum af stærstu verkefnum ríkisstjórnar á þessu kjörtímabili sem sérfræðingur. Nægir þar að nefna Leiðréttinguna og áætlun um losun hafta.
Sigurður Hannesson hefur komið að ýmsum af stærstu verkefnum ríkisstjórnar á þessu kjörtímabili sem sérfræðingur. Nægir þar að nefna Leiðréttinguna og áætlun um losun hafta.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku, var annar þeirra sem kom til greina sem næsti for­stjóri Vátrygg­inga­fé­lags Íslands (VÍS) þegar stjórn félags­ins ákvað að segja Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dóttur upp störfum um síð­ustu helgi. Sig­urð­ur, sem hefur sinnt fjöl­mörgum trún­að­ar­störfum í lyk­il­verk­efnum sitj­andi rík­is­stjórn­ar, meðal ann­ars í tengslum við Leið­rétt­ing­una og áætlun um afnám hafta, varð þó ekki fyrir val­inu. Stjórn VÍS ákvað frekar að ráða Jakob Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Promens, í starf­ið. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar segir að staða Sig­rúnar Rögnu, sem var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi, hafi verið veik mjög lengi. Nýir einka­fjár­festar hafi komið að VÍS á síð­asta ári og var uppi krafa breyt­ingar í félag­inu vegna þess sem þeir töldu óásætt­an­lega rekstr­ar­af­komu. Um er að ræða þrjá hópa. Félagið Óska­bein ehf., sem er meðal ann­ars í eigu Andra Gunn­ars­son­ar, lög­manns og eins eig­anda KEA-hót­ela, og Gest B. Gests­sonar fjár­fest­is. Óska­bein á um 5,5 pró­sent í VÍS. Auk þeirra eig félög í eigu hjón­anna Guð­mundar Arnar Þórð­ar­sonar og Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dóttur lið­lega fimm pró­sent hlut í VÍS. Í mars bætt­ist félagið Grandier í hóp­inn og er í dag stærsti einka­fjár­festir­inn í VÍS með um átta pró­sent eign­ar­hlut. Eig­endur þess eru fjár­fest­arnir Sig­urður Bolla­son og Don McCarthy. 

Í DV segir að hluti þessa hóps hafi fjár­magnað kaup sín með banka­lánum og því hafi þeir þurft á arð­greiðslum að halda til að standa straum af fjár­magns­kostn­aði. Ákvörðun stjórnar VÍS fyrr á þessu ári, í kjöl­far mik­ils sam­fé­lags­legs þrýst­ings, um að lækka arð­greiðslur til hlut­hafa félags­ins úr fimm millj­örðum króna í tvo millj­arða króna kom þeim því afar illa. Auk þess hefur rekstur VÍS það sem af er ári ekki þótt standa undir vænt­ing­um, hvorki trygg­inga- né fjár­fest­inga­hluti hans.

Auglýsing

Mik­ill ólg­u­­sjór út af ætl­­uðum arð­greiðslum

VÍS gekk í gegnum mik­inn ólg­u­­sjó snemma á þessu ári ásamt öðrum skráðum trygg­inga­­fé­lögum í kjöl­far þess að til­­kynnt var um háar arð­greiðslur til eig­enda þeirra. Til­­­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­­­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­­­ar­mið­­­stöð (TM) og Sjó­vá, hljóð­uðu upp á að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­­­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­­­arða króna. Þessar til­­lögur mæld­ust mjög illa fyr­ir, bæði hjá almenn­ingi og stjórn­­­mála­­mönn­­um. Sér­­­stak­­­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, á árinu 2015 var mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­­­arð króna í fyrra en ætl­­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­­­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­­­ónir króna en ætlað að greiða út 3,1 millj­­­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­­­arða króna og ætl­­aði að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­­­arð króna.

Bæði Sjóvá og VÍS ákváðu síðar að lækka arð­greiðsl­una. Sjóvá lækk­­aði sína úr 3,1 millj­­arði króna niður í 657 millj­­ónir króna. Stjórn VÍS ákvað að lækka sína arð­greiðslu úr fimm millj­­örðum króna í 2.067 millj­­­ónir króna. Þetta er gert þrátt fyrir að stjórnin teldi að arð­greiðslu­til­kynn­ingar hennar hafi verið vel innan þess ramman sem mark­mið um fjár­­­­­magns­­­skipan félags­­­ins gerir ráð fyr­­­ir.

Í til­­­kynn­ing­u sem send var út í kjöl­farið sagði að við­­­skipta­vinir og starfs­­­menn VÍS skipti félagið miklu. Stjórnin getur ekki horft fram hjá þeirri stað­­­reynd að fylgi hún núver­andi arð­greiðslu­­­stefnu, þá geti það skaðað orð­­­spor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hefur stjórn ákveðið að leggja til að greiðsla sé miðuð við hagnað síð­­­asta árs. Stjórn VÍS telur mik­il­vægt að fram fari umræða innan félags­­­ins, meðal hlut­hafa og út í sam­­­fé­lag­inu um lang­­­tíma­­­stefnu varð­andi ráð­­­stöfun fjár­­­muna sem ekki nýt­­­ast rekstri skráðra félaga á mark­að­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None