Sigurður Hannesson kom til greina sem forstjóri VÍS

Sigurður Hannesson hefur komið að ýmsum af stærstu verkefnum ríkisstjórnar á þessu kjörtímabili sem sérfræðingur. Nægir þar að nefna Leiðréttinguna og áætlun um losun hafta.
Sigurður Hannesson hefur komið að ýmsum af stærstu verkefnum ríkisstjórnar á þessu kjörtímabili sem sérfræðingur. Nægir þar að nefna Leiðréttinguna og áætlun um losun hafta.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku, var annar þeirra sem kom til greina sem næsti for­stjóri Vátrygg­inga­fé­lags Íslands (VÍS) þegar stjórn félags­ins ákvað að segja Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dóttur upp störfum um síð­ustu helgi. Sig­urð­ur, sem hefur sinnt fjöl­mörgum trún­að­ar­störfum í lyk­il­verk­efnum sitj­andi rík­is­stjórn­ar, meðal ann­ars í tengslum við Leið­rétt­ing­una og áætlun um afnám hafta, varð þó ekki fyrir val­inu. Stjórn VÍS ákvað frekar að ráða Jakob Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Promens, í starf­ið. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar segir að staða Sig­rúnar Rögnu, sem var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi, hafi verið veik mjög lengi. Nýir einka­fjár­festar hafi komið að VÍS á síð­asta ári og var uppi krafa breyt­ingar í félag­inu vegna þess sem þeir töldu óásætt­an­lega rekstr­ar­af­komu. Um er að ræða þrjá hópa. Félagið Óska­bein ehf., sem er meðal ann­ars í eigu Andra Gunn­ars­son­ar, lög­manns og eins eig­anda KEA-hót­ela, og Gest B. Gests­sonar fjár­fest­is. Óska­bein á um 5,5 pró­sent í VÍS. Auk þeirra eig félög í eigu hjón­anna Guð­mundar Arnar Þórð­ar­sonar og Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dóttur lið­lega fimm pró­sent hlut í VÍS. Í mars bætt­ist félagið Grandier í hóp­inn og er í dag stærsti einka­fjár­festir­inn í VÍS með um átta pró­sent eign­ar­hlut. Eig­endur þess eru fjár­fest­arnir Sig­urður Bolla­son og Don McCarthy. 

Í DV segir að hluti þessa hóps hafi fjár­magnað kaup sín með banka­lánum og því hafi þeir þurft á arð­greiðslum að halda til að standa straum af fjár­magns­kostn­aði. Ákvörðun stjórnar VÍS fyrr á þessu ári, í kjöl­far mik­ils sam­fé­lags­legs þrýst­ings, um að lækka arð­greiðslur til hlut­hafa félags­ins úr fimm millj­örðum króna í tvo millj­arða króna kom þeim því afar illa. Auk þess hefur rekstur VÍS það sem af er ári ekki þótt standa undir vænt­ing­um, hvorki trygg­inga- né fjár­fest­inga­hluti hans.

Auglýsing

Mik­ill ólg­u­­sjór út af ætl­­uðum arð­greiðslum

VÍS gekk í gegnum mik­inn ólg­u­­sjó snemma á þessu ári ásamt öðrum skráðum trygg­inga­­fé­lögum í kjöl­far þess að til­­kynnt var um háar arð­greiðslur til eig­enda þeirra. Til­­­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­­­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­­­ar­mið­­­stöð (TM) og Sjó­vá, hljóð­uðu upp á að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­­­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­­­arða króna. Þessar til­­lögur mæld­ust mjög illa fyr­ir, bæði hjá almenn­ingi og stjórn­­­mála­­mönn­­um. Sér­­­stak­­­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, á árinu 2015 var mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist um 2,1 millj­­­arð króna í fyrra en ætl­­aði að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­­­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­­­ónir króna en ætlað að greiða út 3,1 millj­­­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­­­arða króna og ætl­­aði að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­­­arð króna.

Bæði Sjóvá og VÍS ákváðu síðar að lækka arð­greiðsl­una. Sjóvá lækk­­aði sína úr 3,1 millj­­arði króna niður í 657 millj­­ónir króna. Stjórn VÍS ákvað að lækka sína arð­greiðslu úr fimm millj­­örðum króna í 2.067 millj­­­ónir króna. Þetta er gert þrátt fyrir að stjórnin teldi að arð­greiðslu­til­kynn­ingar hennar hafi verið vel innan þess ramman sem mark­mið um fjár­­­­­magns­­­skipan félags­­­ins gerir ráð fyr­­­ir.

Í til­­­kynn­ing­u sem send var út í kjöl­farið sagði að við­­­skipta­vinir og starfs­­­menn VÍS skipti félagið miklu. Stjórnin getur ekki horft fram hjá þeirri stað­­­reynd að fylgi hún núver­andi arð­greiðslu­­­stefnu, þá geti það skaðað orð­­­spor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hefur stjórn ákveðið að leggja til að greiðsla sé miðuð við hagnað síð­­­asta árs. Stjórn VÍS telur mik­il­vægt að fram fari umræða innan félags­­­ins, meðal hlut­hafa og út í sam­­­fé­lag­inu um lang­­­tíma­­­stefnu varð­andi ráð­­­stöfun fjár­­­muna sem ekki nýt­­­ast rekstri skráðra félaga á mark­að­i.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None