byggingar bygging framkvæmdir
Auglýsing

Fram­kvæmdir upp á 7,7 millj­arða króna verða boðnar út af hinu opin­bera, Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og Rík­is­eigna, á þessu ári. Að við­bættum fram­kvæmdum sem standa nú þegar yfir mun kostn­aður opin­berra frma­kvæmda verða um 11,8 millj­arðar á árinu. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. 

Fjár­hæð fram­kvæmda sem kynntar eru til útboðs af rík­inu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2014. Árið 2013 var fjár­hæðin tæp­lega 16 millj­arð­ar, fór í 7 millj­arðar árið 2014 og svo 7,5 í fyrra. „„Árið 2011 voru verk­efni sem vor­u á áætlun sett í bið og skorið niður í fram­kvæmd­um,“ segir Hall­dóra Víf­ils­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Velta vegna fram­kvæmda hafi svo tekið kipp milli 2014 og 2015. Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins í ár hafi veltan verið um tveir millj­arð­ar. 

Hún segir þó að fram­kvæmdir sem kynntar séu til útboðs á árinu end­ur­spegli ekki þann kostnað sem til fellur á þessu ári þar sem greitt sé fyrir verk í hlut­falli við fram­vindu þeirra. 

Auglýsing

Heild­ar­fjár­hæð verk­samn­inga Fram­kvæmda­sýsl­unnar hefur far­ið hækk­andi, en árið 2013 var hún um 2,2 millj­arðar króna, 3,5 millj­arð­ar­ árið 2014 og um 4 millj­arð­ar­ árið 2015. Á fyrstu átta mán­uð­u­m árs­ins er heild­ar­fjár­hæðin tæpir 1,6 millj­arð­ar­. „Þetta er að taka hægt við sér. Við vitum það líka að bygg­ing nýs Land­spít­ala er það verk­efni sem mun verða ráð­andi í fram­kvæmdum hins op­in­bera á næstu árum. Það er langstærst,“ ­segir Hall­dóra. 

Í burð­ar­liðnum eru einnig stór verk­efni á vegum hins opin­bera, eins og ný skrif­stofu­bygg­ing Alþing­is, stækkun gesta­stofu á Þing­völlum og bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None