Viðreisn verði ekki þriðja hjól ríkisstjórnarinnar

Væntanlegur oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir að málefnin muni ráða för hjá flokknum og þar beri mikið á milli hans og stjórnarflokkanna tveggja.

Þorsteinn-víglundsson-nytt3.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, sem mun leiða fram­boð Við­reisnar í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, seg­ist ekki sjá það fyrir sér ger­ast að Við­reisn verði þriðja hjólið í sam­starfi núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka eftir kosn­ing­ar. Þetta kom fram í við­tali Helga Seljan við Þor­stein í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un. 

Þor­steinn sagði það fyrsta verk­efni Við­reisnar að kom­ast inn á þing og ná árangri í kosn­inga­bar­átt­unni. Ef flokk­ur­inn kæm­ist í þá stöðu að geta komið að rík­is­stjórn­ar­myndun myndi flokk­ur­inn láta mál­efnin í for­grunn. „Mál­efnin hljóta að ráða för og það er margt þar sem ber tals­vert á milli okkar og núver­andi stjórn­ar­flokka.“ 

Hann sagði oft sótt að flokknum með því að gefa í skyn að hann yrði ein­hvers konar þriðja hjól hjá núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­um, Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. „Það sé ég ekki fyrir mér ger­ast,“ sagði Þor­steinn. 

Auglýsing

Mikið tóma­rúm hefur skap­ast inni á miðj­unni og frjáls­lynd sjón­ar­mið orðið undir í stjórn­málum á und­an­förnum árum, að mati Þor­steins. Hann segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa orðið íhalds­sam­ari í allri sinni stefnu og miðju­flokk­arnir hafi hallað sér til vinstri. Við­reisn sé fram­boðið sem honum sjálfum hafi þótt vanta inn í póli­tíska lit­róf­ið. Þess vegna hafi hann sjálfur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram fyrir flokk­inn. 

Þor­steinn sagði Við­reisn munu leggja mikla áherslu á breyt­ingar í sjáv­ar­út­vegi. Búið væri að ríf­ast um kvóta­kerfið í 15-20 ár, það hefði náð mark­mið­unum sem sett hafi verið fram í upp­hafi um hag­ræð­ingu og fleira, en nú hafi skap­ast svig­rúm þar sem verði að ná sátt um að greinin greiði eðli­legt gjald fyrir notkun auð­lind­ar­inn­ar. Þar sé best að nota mark­aðs­leið til að finna út hvað þetta eðli­lega gjald sé. 

„Við þurfum að hugsa auð­lind­arent­una þannig að hún nái til ann­arra greina,“ sagði Þor­steinn einnig. Við munum þurfa að takast á við þessa umræðu í ferða­þjón­ustu og orku­geir­an­um.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None