Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins. Þetta er í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu.
Af rúmlega þrjú þúsund sem greiddu atkvæði, sögðu 57,46 prósent nei, en 39,67 prósent já. Kennarar og forsvarsmenn sveitarfélaga þurfa því að setjast að samningaborðinu á nýjan leik og reyna að ná samningum um kaup og kjör.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi:
Auglýsing
Á kjörskrá: | 4.513 | |
Atkvæði greiddu: | 3.028 | 67,1% |
Já: | 1.201 | 39,67% |
Nei: | 1.740 | 57,46% |
Auðir: | 87 | 2,87% |