Ríkisstjórnin hefur fellt úr gildi yfirlýsingu um ábyrgð á innstæðum

Geir H. Haarde kynnti neyðarlagasetninguna í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Samhliða var gefin út yfirlýsing um að íslenska ríkið ábyrgðist allar innlendar innstæður.
Geir H. Haarde kynnti neyðarlagasetninguna í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Samhliða var gefin út yfirlýsing um að íslenska ríkið ábyrgðist allar innlendar innstæður.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið að ekki sé lengur til­efni til þess að hafa í gildi yfir­lýs­ingu um ábyrgð rík­is­sjóðs á inn­stæð­um, sem verið hefur í gildi frá því í októ­ber 2008. Þetta er gert eftir sam­ráð við Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banka Íslands. 

Í frétt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna þessa seg­ir: „Yfir­lýs­ing um að ríkið ábyrgð­ist allar inn­stæður var gefin eftir fjár­mála­á­fallið haustið 2008. Inn­lendar inn­láns­stofn­anir standa í dag traustum fót­um, hvað snertir eigið fé, fjár­mögn­un, lausafé eða jafn­vægi í rekstri. Þá hafa ýmsar viða­miklar breyt­ingar orðið á lagaum­hverfi fjár­mála­mark­aða á síð­ustu árum frá setn­ingu neyð­ar­lag­anna árið 2008. Þar má nefna breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki árið 2010 og breyt­ingar á lagaum­hverfi fjár­mála­mark­aða, m.a. með stofnun fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs og kerf­is­á­hættu­nefnd­ar. Þá hafa nýjar reglur tekið gildi um eigið fé bank­anna þar sem gerðar eru veru­lega auknar kröfur um eigið fé og gæði þess.

Einnig hafa orðið breyt­ingar á lögum um inn­stæðu­trygg­ingar þar sem sú vernd sem inn­stæðu­trygg­inga­kerfið veitir er afmörkuð skýrar með áherslu á að vernda inn­stæður almenn­ings.

Auglýsing

Áfram er unnið að því að styrkja nauð­syn­legt örygg­is­net um fjár­mála­mark­aði og fjölga úrræðum opin­berra eft­ir­lits­að­ila og stjórn­valda til þess að grípa tím­an­lega inn þegar þörf kref­ur. Á vegum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er nú unnið að inn­leið­ingu nýs Evr­ópu­reglu­verks um skila­með­ferð fjár­mála­fyr­ir­tækja sem gefur stjórn­völdum heim­ildir til inn­gripa í rekstur slíkra fyr­ir­tækja og auð­veldar þeim að koma inn­stæðum almenn­ings í skjól ef aðstæður krefj­ast. Einnig er unnið að inn­leið­ingu nýrra Evr­ópu­reglna um inn­stæðu­trygg­ingar sem munu styðja við reglu­verk um skila­með­ferð.“

Gefin út sam­hliða neyð­ar­lög­unum

  Þegar neyð­­ar­lögin voru sett haustið 2008 voru inn­­­stæður gerðar að for­­gangs­­kröfum í slitabú þeirra banka sem féllu í kjöl­far­ið, og lögin náðu til. Sam­hliða gaf rík­­is­­stjórn Íslands út yfir­­lýs­ingu um að allar inn­­­stæður á Íslandi væru tryggðar og á grund­velli þeirrar yfir­­lýs­ingar voru inn­­­lendar inn­­­stæður færðar með handafli inn í nýja banka sem stofn­aðir voru á grunni hinna fölln­u. 

  Í lok síð­­asta árs voru inn­­­stæður um 65 pró­­sent af heild­­ar­fjár­­­mögnun íslenska banka­­kerf­is­ins og banka­­kerfið þar með rekið á ábyrgð skatt­­borg­ar­anna í ljósi fyrri yfir­­lýs­ingar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um ábyrgð á öllum inn­­­lendum inn­­­stæð­­um. Yfir­­lýs­ingin hefur þó aldrei haft neitt laga­­legt gildi, heldur byggði á því að stjórn­­völd höfðu sýnt það í verki að þau myndu tryggja inn­­­stæður ef á það myndi reyna. 

  Und­an­þága Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna ábyrgð­­ar­innar rann út fyrir 20 mán­uðum og hún hefur þar með óheimil sam­­kvæmt reglum Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins (EES), sem Ísland er aðili að, síðan þá. Alls eru inn­­­stæð­­urnar sem ábyrgðin nær til meira en 1.000 millj­­arðar króna. 

  Sam­kvæmt heim­ild sem ESA veitti fyrir ábyrgð­inni var hún bundin því að íslensk stjórn­­völd hefðu þurft að draga hana til baka eins fljótt og auðið er. ESA úrskurð­aði síðar að rík­­is­á­­byrgðin væri heim­ild til árs­loka 2014. Umrædd heim­ild fyrir rík­­is­á­­byrgð á inn­­­stæðum var hvorki fram­­lengd né end­­ur­nýjuð síð­­­an. Í rík­­is­­reikn­ingi íslenska rík­­is­ins fyrir árið 2015, og í grein­­ar­­gerð með fjár­­laga­frum­varpi 2016,  kom hins vegar fram að ríkið taldi ábyrgð­ina vera í fullu gildi. Nú hefur hún verið felld úr gildi.

  Í dag á rík­­­ið Lands­­­bank­ann nán­­­ast að öllu leyti, allt hlutafé í Íslands­­­­­banka og 13 pró­­­sent hlut í Arion banka. Ríkið er eig­andi að um 80 pró­­­sent af allri grunn fjár­­­­­mála­­­þjón­­­ustu lands­ins. 

  Við þurfum á þínu framlagi að halda

  Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

  Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

  Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

  Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

  Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

  Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

  Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

  Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

  Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


  Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
  Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
  Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
  Kjarninn 6. október 2022
  Í austurvegi
  Í austurvegi
  Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
  Kjarninn 6. október 2022
  Jón Björnsson, forstjóri Origo.
  Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
  Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
  Kjarninn 6. október 2022
  Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
  Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
  Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
  Kjarninn 5. október 2022
  Jón Daníelsson
  Ósvífinn endurupptökudómur
  Kjarninn 5. október 2022
  Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
  Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
  Kjarninn 5. október 2022
  Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
  Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
  Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
  Kjarninn 5. október 2022
  Heiðrún Jónsdóttir.
  Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
  Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
  Kjarninn 5. október 2022
  Meira úr sama flokkiInnlent
  None