Ríkisstjórnin hefur fellt úr gildi yfirlýsingu um ábyrgð á innstæðum

Geir H. Haarde kynnti neyðarlagasetninguna í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Samhliða var gefin út yfirlýsing um að íslenska ríkið ábyrgðist allar innlendar innstæður.
Geir H. Haarde kynnti neyðarlagasetninguna í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Samhliða var gefin út yfirlýsing um að íslenska ríkið ábyrgðist allar innlendar innstæður.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið að ekki sé lengur til­efni til þess að hafa í gildi yfir­lýs­ingu um ábyrgð rík­is­sjóðs á inn­stæð­um, sem verið hefur í gildi frá því í októ­ber 2008. Þetta er gert eftir sam­ráð við Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­banka Íslands. 

Í frétt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna þessa seg­ir: „Yfir­lýs­ing um að ríkið ábyrgð­ist allar inn­stæður var gefin eftir fjár­mála­á­fallið haustið 2008. Inn­lendar inn­láns­stofn­anir standa í dag traustum fót­um, hvað snertir eigið fé, fjár­mögn­un, lausafé eða jafn­vægi í rekstri. Þá hafa ýmsar viða­miklar breyt­ingar orðið á lagaum­hverfi fjár­mála­mark­aða á síð­ustu árum frá setn­ingu neyð­ar­lag­anna árið 2008. Þar má nefna breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki árið 2010 og breyt­ingar á lagaum­hverfi fjár­mála­mark­aða, m.a. með stofnun fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs og kerf­is­á­hættu­nefnd­ar. Þá hafa nýjar reglur tekið gildi um eigið fé bank­anna þar sem gerðar eru veru­lega auknar kröfur um eigið fé og gæði þess.

Einnig hafa orðið breyt­ingar á lögum um inn­stæðu­trygg­ingar þar sem sú vernd sem inn­stæðu­trygg­inga­kerfið veitir er afmörkuð skýrar með áherslu á að vernda inn­stæður almenn­ings.

Auglýsing

Áfram er unnið að því að styrkja nauð­syn­legt örygg­is­net um fjár­mála­mark­aði og fjölga úrræðum opin­berra eft­ir­lits­að­ila og stjórn­valda til þess að grípa tím­an­lega inn þegar þörf kref­ur. Á vegum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er nú unnið að inn­leið­ingu nýs Evr­ópu­reglu­verks um skila­með­ferð fjár­mála­fyr­ir­tækja sem gefur stjórn­völdum heim­ildir til inn­gripa í rekstur slíkra fyr­ir­tækja og auð­veldar þeim að koma inn­stæðum almenn­ings í skjól ef aðstæður krefj­ast. Einnig er unnið að inn­leið­ingu nýrra Evr­ópu­reglna um inn­stæðu­trygg­ingar sem munu styðja við reglu­verk um skila­með­ferð.“

Gefin út sam­hliða neyð­ar­lög­unum

  Þegar neyð­­ar­lögin voru sett haustið 2008 voru inn­­­stæður gerðar að for­­gangs­­kröfum í slitabú þeirra banka sem féllu í kjöl­far­ið, og lögin náðu til. Sam­hliða gaf rík­­is­­stjórn Íslands út yfir­­lýs­ingu um að allar inn­­­stæður á Íslandi væru tryggðar og á grund­velli þeirrar yfir­­lýs­ingar voru inn­­­lendar inn­­­stæður færðar með handafli inn í nýja banka sem stofn­aðir voru á grunni hinna fölln­u. 

  Í lok síð­­asta árs voru inn­­­stæður um 65 pró­­sent af heild­­ar­fjár­­­mögnun íslenska banka­­kerf­is­ins og banka­­kerfið þar með rekið á ábyrgð skatt­­borg­ar­anna í ljósi fyrri yfir­­lýs­ingar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um ábyrgð á öllum inn­­­lendum inn­­­stæð­­um. Yfir­­lýs­ingin hefur þó aldrei haft neitt laga­­legt gildi, heldur byggði á því að stjórn­­völd höfðu sýnt það í verki að þau myndu tryggja inn­­­stæður ef á það myndi reyna. 

  Und­an­þága Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) vegna ábyrgð­­ar­innar rann út fyrir 20 mán­uðum og hún hefur þar með óheimil sam­­kvæmt reglum Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins (EES), sem Ísland er aðili að, síðan þá. Alls eru inn­­­stæð­­urnar sem ábyrgðin nær til meira en 1.000 millj­­arðar króna. 

  Sam­kvæmt heim­ild sem ESA veitti fyrir ábyrgð­inni var hún bundin því að íslensk stjórn­­völd hefðu þurft að draga hana til baka eins fljótt og auðið er. ESA úrskurð­aði síðar að rík­­is­á­­byrgðin væri heim­ild til árs­loka 2014. Umrædd heim­ild fyrir rík­­is­á­­byrgð á inn­­­stæðum var hvorki fram­­lengd né end­­ur­nýjuð síð­­­an. Í rík­­is­­reikn­ingi íslenska rík­­is­ins fyrir árið 2015, og í grein­­ar­­gerð með fjár­­laga­frum­varpi 2016,  kom hins vegar fram að ríkið taldi ábyrgð­ina vera í fullu gildi. Nú hefur hún verið felld úr gildi.

  Í dag á rík­­­ið Lands­­­bank­ann nán­­­ast að öllu leyti, allt hlutafé í Íslands­­­­­banka og 13 pró­­­sent hlut í Arion banka. Ríkið er eig­andi að um 80 pró­­­sent af allri grunn fjár­­­­­mála­­­þjón­­­ustu lands­ins. 

  Skiptir Kjarninn þig máli?

  Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

  Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

  Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

  Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
  Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
  Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
  Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Kristín Ása Guðmundsdóttir
  Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
  Kjarninn 22. maí 2022
  Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
  Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
  Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
  Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
  Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
  Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
  Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
  Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
  Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
  Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
  Tíu þúsund risastórar vindmyllur
  Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
  Kjarninn 22. maí 2022
  Meira úr sama flokkiInnlent
  None