Ríkisstjórnin skipar þriðja starfshópinn um uppbyggingu landsvæða

Starfshópur um svæðið frá Markarfljóti að Öræfum verður skipaður að tillögu forsætisráðherra, sem er þingmaður kjördæmisins. Þetta er þriðji hópurinn af þessu tagi sem ríkisstjórnin skipar, en aðferðafræðin hefur verið gagnrýnd.

sigurður ingi
Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót starfs­hóp sem á að móta fram­tíð­ar­sýn fyrir svæðið frá Mark­ar­fljóti að Öræfum á Suð­ur­landi, og gera til­lögur sem eru til þess fallnar að efla byggð og atvinnu­líf með sér­stakri áherslu á grunn­þjón­ustu og vaxt­ar­greinar í atvinnu­líf­in­u. 

Hóp­ur­inn er skip­aður að til­lögu Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar for­sæt­is­ráð­herra, sem er þing­maður í kjör­dæm­inu. Hann skipar for­mann hóps­ins en aðrir full­trúar í honum verða skip­aðir sam­kvæmt til­nefn­ingum frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, Byggða­stofn­un, Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á Suð­ur­landi og Háskóla­fé­lagi Suð­ur­lands. Hóp­ur­inn á að hafa sam­ráð við sveit­ar­fé­lögin á svæð­in­u. 

Þetta er í þriðja skipti sem rík­is­stjórnin hefur skipað nefndir af þessu tagi, en fyrst var skipuð svokölluð lands­hluta­nefnd fyrir Norð­ur­land vestra og svo nefnd um sam­fé­lags- og atvinnu­þróun á Vest­fjörð­u­m. 

Auglýsing

Nefndin um Vest­firði hefur ekki skilað til­lögum sínum en rík­is­stjórnin ákvað í lok síð­asta árs að „styrkja inn­viði, atvinn­u­líf og sam­­fé­lag á Norð­­ur­landi vestra með marg­vís­­legum aðgerð­u­m,“ sam­kvæmt til­lögum nefnd­ar­innar þar. 

Þessi aðferða­fræði hefur verið gagn­rýnd, að taka fyrir sér­staka lands­hluta með þessum hætti, ekki síst þar sem í gildi eru sókn­ar­á­ætl­anir fyrir alla lands­hluta, sem Sig­urður Ingi og Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra skrif­uðu undir í fyrra. Sókn­ar­á­ætl­an­irnar eru í gildi til árs­ins 2019. Mark­miðið með sókn­­ar­á­ætl­­unum var að færa aukna ábyrgð á útdeil­ingu fjár­­­magns til lands­hluta­­sam­­taka sveit­­ar­­fé­laga og „ein­falda fram­lög til ein­stakra lands­hluta, gera þau gegn­­særri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlut­lægum mæli­kvörðum varð­andi stöðu svæð­is­ins.“ 

Aðal­­­steinn Ósk­­ar­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Fjórð­ungs­­sam­­bands Vest­fjarða, sagði eftir að ákveðið var að ráð­ast í verk­efnin sam­kvæmt Norð­vest­ur­nefnd­inni að stefna stjórn­­­valda væri ekki skýr. „Maður sér ekki alveg hvaða aðferða­fræði stjórn­­völd ætla að beita í byggða­­mál­um, er það með svona bein­um, mið­­stýrðum aðgerðum eða ætla menn að efla land­­svæðin í að taka ákvarð­­anir á eigin for­­sendum og fylgja því eft­ir,“ sagði hann við RÚV. Ann­­ars staðar á lands­­byggð­inni væri unnið eftir sókn­­ar­á­ætl­­unum og lands­hluta­­sam­tök sveit­­ar­­fé­laga hefðu lagt áherslu á að sú vinna yrði efld, en það hefur ekki verið gert. Vinna eins og í norð­vest­­ur­­nefnd­inni væri mun mið­­stýrð­­ari heldur en sókn­­ar­á­ætl­­an­irn­­ar. 

Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, segir að það hafi þótt ágæt aðferð að nálg­ast málin með þessum hætti, að tekin séu fyrir ákveðin svæð­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None