Sigmundur Davíð segir fjölmiðla snúa út úr

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að umfjöllun fjöl­miðla um inn­brot í tölvu hans sé í senn „kostu­leg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórn­mál.“ 

Það sé snúið út úr auka­at­riðum til þess að reyna að gera hann ótrú­verð­ugan, og hann nefnir sér­stak­lega frétt RÚV þar sem talað er við tölvu­ör­ygg­is­sér­fræð­ing sem segir að málið sé í lík­ingu við vís­inda­skáld­sög­u. 

Auglýsing
­Sig­mundur vísar í við­tal sem hann fór í í Reykja­vík síð­degis í gær og segir að heyra megi „hvernig málið er raun­veru­lega vax­ið“ í því við­tali. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í morgun segir Sig­mundur Davíð þar að sann­reynt hafi verið að brot­ist hafi verið inn í tölvu hans. „Já. Mér­ barst póstur sem var lát­inn líta út fyrir að vera frá manni sem ég þekki, sem hafði svo ekki sent póst­­inn og í ljós kom að við­hengið sem í honum var var svona njósn­­a­­for­­rit til að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég hafði látið tækn­i­­menn í ráðu­­neyt­inu eða rekstr­­ar­­fé­lagi stjórn­­­ar­ráðs­ins til að ­skoða tölv­una en það var ekk­ert auð­vitað hægt að átta sig á því hversu miklum upp­­lýs­ingum við­kom­andi hefði náð. Þeir ­sögðu mér bara að það eina örugga fyrst að þetta væri svona væri að skipta um harða diskinn í tölv­unn­i.“ 

Þá var hann spurður á ný hvort þetta hafi verið stað­­fest af „manni í ráðu­­neyt­inu“ og svar­aði aftur ját­andi. „Þessir tækn­i­­menn sem skoð­uðu þetta fyrir mig sögðu að þetta væri ein­hvers konar vírus eða for­­rit af þess­­ari gerð, það var hins vegar ekki hægt að sjá hversu mikið það hefði virk­að.“ 

Þá var hann spurður hvort hann hefði ekki til­­kynnt málið til lög­­­reglu. „Nei ég gerði það nú ekki enda sko er maður ýmsu vanur úr þessu í póli­­tík­­inni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru málum sem við var að eiga á þessum tíma heldur bara al­­mennt að við ættum að gera ráð fyrir því ráð­herrar og ­jafn­­vel þing­­menn almennt, að allt sem við settum í tölvu­­póst­ væri les­ið.“ 

Rekstr­­ar­­fé­lagið segir engin ummerki um inn­­brot

Fram­­kvæmda­­stjóri Rekstr­­ar­­fé­lags stjórn­­­ar­ráðs­ins stað­­festi það hins vegar í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í gær að engin stað­­fest ummerki um inn­­brot hefðu fund­ist í tölvu Sig­­mundar Dav­­íðs við skoð­un. Rekstr­­ar­­fé­lagið hefur umsjón með stað­­ar­­neti Stjórn­­­ar­ráðs­ins og undir það fellur tölva for­­sæt­is­ráð­herra. Þann 1.apríl 2016 barst félag­inu beiðni frá for­­­sæt­is­ráð­herra um að skoða tölvu ráð­herra vegna rök­studds gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Við ítar­­­lega leit fund­ust ekki stað­­­fest ummerki að inn­­­brot hafi átt sér stað,“ segir í svari Guð­­­mundar Hall­­­dórs Kjærne­­­sted, fram­­­kvæmda­­­stjóra rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins, við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans. 

Fyrr í gær hafði Vísir greint frá því að inn­­­brot í tölvu for­­­sæt­is­ráð­herra hefði ekki verið til­­­kynnt til rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, sem fer með brot gegn stjórn­­­­­­­skipan rík­­­­is­ins og æðstu stjórn­­­­völdum þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None