Sigmundur Davíð segir fjölmiðla snúa út úr

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að umfjöllun fjöl­miðla um inn­brot í tölvu hans sé í senn „kostu­leg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórn­mál.“ 

Það sé snúið út úr auka­at­riðum til þess að reyna að gera hann ótrú­verð­ugan, og hann nefnir sér­stak­lega frétt RÚV þar sem talað er við tölvu­ör­ygg­is­sér­fræð­ing sem segir að málið sé í lík­ingu við vís­inda­skáld­sög­u. 

Auglýsing
­Sig­mundur vísar í við­tal sem hann fór í í Reykja­vík síð­degis í gær og segir að heyra megi „hvernig málið er raun­veru­lega vax­ið“ í því við­tali. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í morgun segir Sig­mundur Davíð þar að sann­reynt hafi verið að brot­ist hafi verið inn í tölvu hans. „Já. Mér­ barst póstur sem var lát­inn líta út fyrir að vera frá manni sem ég þekki, sem hafði svo ekki sent póst­­inn og í ljós kom að við­hengið sem í honum var var svona njósn­­a­­for­­rit til að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég hafði látið tækn­i­­menn í ráðu­­neyt­inu eða rekstr­­ar­­fé­lagi stjórn­­­ar­ráðs­ins til að ­skoða tölv­una en það var ekk­ert auð­vitað hægt að átta sig á því hversu miklum upp­­lýs­ingum við­kom­andi hefði náð. Þeir ­sögðu mér bara að það eina örugga fyrst að þetta væri svona væri að skipta um harða diskinn í tölv­unn­i.“ 

Þá var hann spurður á ný hvort þetta hafi verið stað­­fest af „manni í ráðu­­neyt­inu“ og svar­aði aftur ját­andi. „Þessir tækn­i­­menn sem skoð­uðu þetta fyrir mig sögðu að þetta væri ein­hvers konar vírus eða for­­rit af þess­­ari gerð, það var hins vegar ekki hægt að sjá hversu mikið það hefði virk­að.“ 

Þá var hann spurður hvort hann hefði ekki til­­kynnt málið til lög­­­reglu. „Nei ég gerði það nú ekki enda sko er maður ýmsu vanur úr þessu í póli­­tík­­inni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru málum sem við var að eiga á þessum tíma heldur bara al­­mennt að við ættum að gera ráð fyrir því ráð­herrar og ­jafn­­vel þing­­menn almennt, að allt sem við settum í tölvu­­póst­ væri les­ið.“ 

Rekstr­­ar­­fé­lagið segir engin ummerki um inn­­brot

Fram­­kvæmda­­stjóri Rekstr­­ar­­fé­lags stjórn­­­ar­ráðs­ins stað­­festi það hins vegar í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í gær að engin stað­­fest ummerki um inn­­brot hefðu fund­ist í tölvu Sig­­mundar Dav­­íðs við skoð­un. Rekstr­­ar­­fé­lagið hefur umsjón með stað­­ar­­neti Stjórn­­­ar­ráðs­ins og undir það fellur tölva for­­sæt­is­ráð­herra. Þann 1.apríl 2016 barst félag­inu beiðni frá for­­­sæt­is­ráð­herra um að skoða tölvu ráð­herra vegna rök­studds gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Við ítar­­­lega leit fund­ust ekki stað­­­fest ummerki að inn­­­brot hafi átt sér stað,“ segir í svari Guð­­­mundar Hall­­­dórs Kjærne­­­sted, fram­­­kvæmda­­­stjóra rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins, við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans. 

Fyrr í gær hafði Vísir greint frá því að inn­­­brot í tölvu for­­­sæt­is­ráð­herra hefði ekki verið til­­­kynnt til rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, sem fer með brot gegn stjórn­­­­­­­skipan rík­­­­is­ins og æðstu stjórn­­­­völdum þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None