Sigmundur Davíð segir fjölmiðla snúa út úr

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að umfjöllun fjöl­miðla um inn­brot í tölvu hans sé í senn „kostu­leg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórn­mál.“ 

Það sé snúið út úr auka­at­riðum til þess að reyna að gera hann ótrú­verð­ugan, og hann nefnir sér­stak­lega frétt RÚV þar sem talað er við tölvu­ör­ygg­is­sér­fræð­ing sem segir að málið sé í lík­ingu við vís­inda­skáld­sög­u. 

Auglýsing
­Sig­mundur vísar í við­tal sem hann fór í í Reykja­vík síð­degis í gær og segir að heyra megi „hvernig málið er raun­veru­lega vax­ið“ í því við­tali. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í morgun segir Sig­mundur Davíð þar að sann­reynt hafi verið að brot­ist hafi verið inn í tölvu hans. „Já. Mér­ barst póstur sem var lát­inn líta út fyrir að vera frá manni sem ég þekki, sem hafði svo ekki sent póst­­inn og í ljós kom að við­hengið sem í honum var var svona njósn­­a­­for­­rit til að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég hafði látið tækn­i­­menn í ráðu­­neyt­inu eða rekstr­­ar­­fé­lagi stjórn­­­ar­ráðs­ins til að ­skoða tölv­una en það var ekk­ert auð­vitað hægt að átta sig á því hversu miklum upp­­lýs­ingum við­kom­andi hefði náð. Þeir ­sögðu mér bara að það eina örugga fyrst að þetta væri svona væri að skipta um harða diskinn í tölv­unn­i.“ 

Þá var hann spurður á ný hvort þetta hafi verið stað­­fest af „manni í ráðu­­neyt­inu“ og svar­aði aftur ját­andi. „Þessir tækn­i­­menn sem skoð­uðu þetta fyrir mig sögðu að þetta væri ein­hvers konar vírus eða for­­rit af þess­­ari gerð, það var hins vegar ekki hægt að sjá hversu mikið það hefði virk­að.“ 

Þá var hann spurður hvort hann hefði ekki til­­kynnt málið til lög­­­reglu. „Nei ég gerði það nú ekki enda sko er maður ýmsu vanur úr þessu í póli­­tík­­inni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru málum sem við var að eiga á þessum tíma heldur bara al­­mennt að við ættum að gera ráð fyrir því ráð­herrar og ­jafn­­vel þing­­menn almennt, að allt sem við settum í tölvu­­póst­ væri les­ið.“ 

Rekstr­­ar­­fé­lagið segir engin ummerki um inn­­brot

Fram­­kvæmda­­stjóri Rekstr­­ar­­fé­lags stjórn­­­ar­ráðs­ins stað­­festi það hins vegar í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í gær að engin stað­­fest ummerki um inn­­brot hefðu fund­ist í tölvu Sig­­mundar Dav­­íðs við skoð­un. Rekstr­­ar­­fé­lagið hefur umsjón með stað­­ar­­neti Stjórn­­­ar­ráðs­ins og undir það fellur tölva for­­sæt­is­ráð­herra. Þann 1.apríl 2016 barst félag­inu beiðni frá for­­­sæt­is­ráð­herra um að skoða tölvu ráð­herra vegna rök­studds gruns hans um mög­u­­­legt inn­­­brot. Við ítar­­­lega leit fund­ust ekki stað­­­fest ummerki að inn­­­brot hafi átt sér stað,“ segir í svari Guð­­­mundar Hall­­­dórs Kjærne­­­sted, fram­­­kvæmda­­­stjóra rekstr­­­ar­­­fé­lags­ins, við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans. 

Fyrr í gær hafði Vísir greint frá því að inn­­­brot í tölvu for­­­sæt­is­ráð­herra hefði ekki verið til­­­kynnt til rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, sem fer með brot gegn stjórn­­­­­­­skipan rík­­­­is­ins og æðstu stjórn­­­­völdum þess.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None