Viðreisn hefur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, muni leiða framboðslista flokksins í komandi kosningum í Suðvesturkjördæmi. Hún greindi frá því í síðustu viku að hún sæktist eftir því að leiða listann. Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, situr í öðru sætinu á listanum og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur, situr í þriðja sæti. Bjarni Halldór Janusson, formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í fjórða sæti listans, sem er fléttulisti.
Athygli vekur að Herdís Hallmarsdóttir, eiginkona Magnúsar Orra Schram sem bauð sig fram til formanns Samfylkingarinnar fyrr á þessu ári, situr í 23. sæti listans. Þá situr Hannes Pétursson rithöfundur í heiðursæti hans.
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi í heild sinni:
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra
- Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri
- Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur
- Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi og formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar
- Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri
- Ómar Ásbjörn Óskarsson, markaðsstjóri
- Katrín Kristjana Hjartardóttir, háskólanemi
- Thomas Möller, verkfræðingur og kennari
- Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
- Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi
- Kristín Pétursdóttir, forstjóri
- Steingrímur B. Gunnarsson, rafeindavirki
- Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta
- Sigurður J. Grétarsson, prófessor
- Sara Dögg Svanhildardóttir, grunnskólakennari
- Þorsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri
- Þórey S. Þórisdóttir, framkvæmdastjóri og doktorsnemi
- Gizur Gottskálksson, læknir
- Gunnhildur Steinarsdóttir, sérfræðingur
- Stefán Andri Gunnarsson, BA í sagnfræði
- Sigríður Þórðardóttir, tölvunarfræðingur
- Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
- Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Magnús Ívar Guðfinnsson, verkefnastjóri
- Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari
- Hannes Pétursson, rithöfundur