Guðni Ágústsson vill að Sigmundur Davíð hætti sem formaður

Guðni-Ágústsson.jpg
Auglýsing

Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áhrifa­maður innan hans um ára­bil, vill að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son víki sem for­maður flokks­ins. Eng­inn maður sé stærri en flokk­ur­inn og að mik­il­vægt sé að fá frið um for­manns­emb­ætti Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann telur að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður og for­sæt­is­ráð­herra, eigi að taka við. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir Guðni að þótt mönnum þyki vænt um Sig­mund Dav­íð, sem hann kallar afreks­mann í póli­tík, þá vilji flokk­ur­inn geta lagt verk sín í dóm kjós­enda. Guðni telur ljóst að „þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfir­skyggja alla kosn­inga­bar­áttu og skaða árangur flokks­ins í kosn­ing­um.“ Þar á Guðni án efa við um Wintris-­málið svo­kall­aða, þar sem opin­berað var að Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans ættu miklar eignir í aflands­fé­laga með heim­il­is­festi á Tortóla og að félagið væri kröfu­hafi í bú gömlu bank­anna. 

Guðni vill að sem for­maður flokks­ins velj­ist maður sem geti talað við alla án þess að per­sónu­leg mál­efni þvælist fyr­ir. Sig­urður Ingi hafi staðið sig vel og geti talað við alla. „Það eru tveir hjarta­kóngar í spilum Fram­sókn­ar­flokks­ins[...]Sig­mundur Davíð er afreks­maður í póli­tík. Með skulda­lækk­un, Ices­ave og að end­ur­heimta fé fall­inna banka hefur hann sýnt það. En nú eiga Fram­sókn­ar­menn ekki að deila um þessa menn. Þeir verða að meta þetta eins og í fót­bolta. Á Eiður Smári að vera sá sem keyrir liðið áfram og skorar mörkin eða er annar lík­legur til þess að gera það betur í þetta sinn.“

Auglýsing

Sig­urður Ingi greindi frá því um helg­ina að hann ætl­aði ekki að sækj­ast eftir því að gegna emb­ætti vara­for­manns áfram á kom­andi flokks­þingi, sem fer fram í byrjun októ­ber, vegna sam­skipta­erf­ið­leika í for­yst­unni. Ljóst er að tvær fylk­ingar hafa mynd­ast innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Önnur vill losna við Sig­mund Davíð sem for­mann og að Sig­urður Ingi taki við. Hin reynir hvað sem hún getur að sjá til þess að Sig­mundur Davíð haldi stöðu sinni og leiði flokk­inn inn í kosn­ing­ar. 

Lof­aði Sig­mund Davíð og Bjarna

Skoðun Guðna á Sig­mundi Davíð sem for­manni hefur ber­sýni­lega breyst vegna Wintris-­máls­ins. Fyrir ári síðan skrif­aði hann grein í Morg­un­blaðið þar sem hann sagði flokks­for­mann sinn og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vera langt komna með að koma Íslandi í fremstu röð allra þjóða í Evr­­ópu með aðgerðum sín­­um. Hann hefði enga trú á öðru en að hinn almenni kjós­­andi væri sam­­þykkur þeirra verk­um, fyndi breyt­ingu til batn­aðar í vesk­inu sínu og myndi sjá að sér og kjósa þá í næstu þing­kosn­ing­um. 

„Þeir höfn­uðu Ices­a­ve, þeir stóðu gegn aðild að ESB, þeir höfn­uðu evr­­unni, þeir lækk­­uðu skuldir heim­il­anna. Þeir lækk­­uðu skatta, þeir björg­uðu heil­brigð­is­­kerf­inu og hjól atvinn­u­lífs­ins eru farin að snú­­ast á ný. Og stærsta verk­efnið er komið á fulla ferð að frelsa og losa landið við gjald­eyr­is­höft­in, hirða pen­inga af og skatt­­leggja „hrægamma­­sjóð­ina,“ og lækka skuldir rík­­is­­sjóðs,“ sagði Guðni um þá Bjarna og Sig­­mund Dav­­íð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None