Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur átt góðu gengi að fagna á undanförnum árum, og þar hefur Nike Free skólínan verið í lykilhlutverki. Í upphafi var skórinn hugsaður sem góður gönguskór í borgum, einkum fyrir konur. En með fleiri útgáfum, og útfærslum, var skórinn gerður að flaggskipi risanans á alþjóðlegum mörkuðum.
Í Bandaríkjunum starfa 62 þúsund manns hjá Nike og heildartekjur fyrirtækisins í fyrra námu 30,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 3.600 milljörðum króna.
Í Bandaríkjunum er staða Nike gríðarlega sterk, en 13,7 milljarðar Bandaríkjadala koma inn í sjóði fyrirtækisins frá Bandaríkjunum.
Og þar eru skór í aðalhlutverki. Í fyrra keyptu Bandaríkjamenn og ferðamenn sem heimsækja landið, skó fyrir 8,5 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1.100 milljörðum króna.
Búist er við því að þetta ár toppi fyrri vaxtarár. Árið 2010 seldust skór fyrirtækisins fyrir tæplega 5 milljarða Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, og vöxturinn hefur verið mikill.
Vöxturinn hefur nær alfarið verið í skóm, og einkum og sér í lagi Nike Free. Fyrsta línan kom fram árið 2005 og svo aftur 2007. En það var ekki fyrr en árið 2009, og svo aftur 2013, sem sölutölurnar tóku loksins mikinn kipp. Skærlituð útgáfa af skónum seldist í bílförmum, og gerir ennþá.
Stjórnefndur Nike hafa sagt að Nike Free skórinn hafa að mörgu leyti bjargað fyrirtækinu, enda gekk það í gegnum erfiðleika á árunum 2005 til 2009, og náði ekki sýna mikinn söluvöxt milli ára. Með endurfæðingu skólínunnar árið 2009 hófst mikið vaxtarskeið sem virðist líklegt til að vara árum saman í viðbót.