Malcolm Walker, stjórnarformaður og aðaleigandi bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland, segir að keðjan eigi ríkari kröfu til vörumerkisins Iceland en landið Ísland. Viðskiptavinir hennar séu fimm milljónir á viku en einungis um 300 þúsund manns búi á Íslandi. „Nafnið er í raun okkar,“ segir Walker í samtali við Daily Mail.
Ástæða ummælanna er sú að Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins séu að skoða að leggja fram kröfu um ógildingu á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins.
Walker segir matvöruverslunarkeðjuna hafa notast við Iceland nafnið í 45 ár. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilur um nafnið koma upp milli hans og íslenskra ráðamanna. „Þetta er eitthvað sem gerist á nokkurra ára fresti. Þetta er í raun brandari. Ég held að það séu að koma kosningar. Þetta er einhverskonar almannatengslabragð hjá þeim.“
http://kjarninn.is/frettir/2016-09-21-island-vill-ogilda-rett-matvorukedju-iceland-vorumerkinu/ að Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins séu að skoða að leggja fram kröfu um ógildingu á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins
Á að taka ákvarðanir 28. september
Greint var frá því í vikunni að Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins séu að skoða að leggja fram kröfu um ógildingu á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Þetta verður gert í samstarfi fyrir fyrirtækið Árnason faktor, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna vörumerkjaskráningar og hugverkaréttinda.
Fyrir rúmum ellefu árum sendi Iceland-keðjan inn umsókn um skráningu hjá bresku og evrópsku einkaleyfisstofunni. Þá spurði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna, Geir H. Haarde, þá starfandi utanríkisráðherra, hvort hann ætlaði að bregðast við málinu með einhverjum hætti. Fyrir nokkrum árum kom slíkt til skoðunar en þá var ákveðið að ráðast ekki í neinar aðgerðir. Nú á hins vegar að funda um það 28. september til að taka ákvarðanir um hvort stigin verði frekari skref.