Þingflokkur Framsóknar var búinn að ákveða að Sigmundur Davíð hætti

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins var búinn að taka ákvörðun um að setja Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son af sem for­sæt­is­ráð­herra á þing­flokks­fundi 5. apríl síð­ast­lið­inn, áður en að for­mað­ur­inn kom á fund­inn. Þing­flokk­ur­inn var búinn að taka ákvörðun um að biðja vara­for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­urð Inga Jóhanns­son, og þing­flokks­for­mann­inn, Ásmund Einar Daða­son, um að fara til Sjálf­stæð­is­flokks­ins og biðja um áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf, en setja for­sæt­is­ráð­herr­ann af. Þetta kom fram í við­tali við Sig­urð Inga í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag.

Ástæðan var trún­að­ar­brestur milli þing­flokks­ins og Sig­mundar Dav­íðs vegna Wintris-­máls­ins og eft­ir­mála þess. Sig­mundur Davíð kom síðar til fund­ar­ins en aðrir þing­menn, en hann hafði m.a. farið til Bessa­staða til að sækj­ast eftir þing­rofs­heim­ild fyrr sama dag án sam­ráðs við þing­flokk­inn. Þegar Sig­mundur Davíð kom á fund­inn ræddi Sig­urður Ingi eins­lega við hann og sagði honum frá stöð­unni og að for­sæt­is­ráð­herr­ann væri búinn að missa stuðn­ing þing­flokks­ins. Síðan fóru þeir saman inn á fund þing­flokks­ins og 10-15 mín­útum síðar leggur Sig­mundur Davíð sjálfur fram sömu til­lögu og þing­flokk­ur­inn hafði þegar sam­þykkt áður en til atkvæða­greiðslu kæmi. Hún var sam­þykkt. Opin­ber­lega var greint frá mál­inu á þann veg að Sig­mundur Davíð hefði sjálfur lagt fram til­lögu um að stíga til hlið­ar, en ekk­ert sagt frá því að þing­flokk­ur­inn hafi verið búinn að taka þá ákvörðun fyrir hann.

Erfitt að vera með aft­ur­sæt­is­bíl­stjóra

Sig­urður Ingi segir að hann og Sig­mundur Davíð hafi síðan fundað aftur tveir saman og samið þá ályktun sem síðar var til­kynnt almenn­ingi. Sig­mundur Davíð hefur sagt að Sig­urður Ingi hafi á þeim fundi lofað honum að halda sér upp­lýstum og að bjóða sig ekki fram gegn honum sem for­mað­ur. Sig­urður Ingi segir þetta ekki að öllu leyti rétt.

Auglýsing

Þegar Sig­urður Ingi hafi verið kjör­inn vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2013 hafi ýmsir haft sam­band við hann og sagt að sam­band hans við Sig­mund Davíð myndi nú breyt­ast. Hann myndi fara að líta á Sig­urð Inga sem ógn og lík­legan kandídat til að keppa við hann. Þá hafi þeir sest niður og Sig­urður Ingi sagt for­manni sínum að hann hefði engan hug á að keppa við hann um for­manns­emb­ætt­ið. Síðan hafi hins vegar gríð­ar­lega mikið breyst. Sig­urður Ingi segir Sig­mund Davíð vera að vísa í þennan fund þegar hann seg­ist hafa lof­orð um að vara­for­mað­ur­inn ætli ekki gegn hon­um.

Á þriðju­deg­inum í apr­íl, áður en Sig­mundur Davíð sagði af sér, hafi hann sagt for­mann­inum að það væri sjálf­sagt að leyfa honum að fylgj­ast með mál­um. Það hafi hann gert þótt að hann hefði haft áhyggjur af því að vera með „aft­ur­sæt­is­bíl­stjóra“. Það hafi hins vegar ekki gef­ist tími til þess að þeir tveir og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gætu sest niður þrír. „Menn voru ýmist að taka ein­hver frí, kom­ast út úr arga­þras­inu og jafna sig,“ segir Sig­urður Ingi.

Vildi gefa Sig­mundi Davíð svig­rúm

Sig­urður Ingi til­kynnti á föstu­dag að hann ætl­aði að bjóða sig fram til for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins gegn Sig­mundi Dav­íð. Við það var ágrein­ingur og ólga sem verið hefur innan flokks­ins end­an­lega opin­ber­að­ur. Sig­mundur Davíð hefur brugð­ist illa við fram­boði Sig­urðar Inga og sagði í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði svikið sig.

Sig­urður Ingi segir að hann hafi viljað gefa Sig­mundi Davíð svig­rúm til að vinna til baka traust og trú­verð­ug­leika eftir Wintris-­mál­ið, þrátt fyrir að mjög skiptar skoð­anir hafi verið innan Fram­sókn­ar­flokks­ins um hvort að Sig­mundur Davíð ætti að víkja sem for­maður líka. Hann vildi ekki að það yrðu til fylk­ingar á bak við sig gegn Sig­mundi Dav­íð. Þess vegna varði Sig­urður Ingi Sig­mund Davíð grimmi­lega á opin­berum vett­vangi næstu mán­uð­ina, þrátt fyrir skammir vina, flokks­manna og ýmissa ann­arra.

Þegar liðið hafi á sum­arið og sér­stak­lega eftir að Sig­mundur Davíð sendi bréf á flokks­menn í lok júlí til að til­kynna um end­ur­komu sína, sem margir túlk­uðu sem gagn­rýni á rík­is­stjórn­ina og Sig­urð Inga, hafi orðið breyt­ing á afstöðu margra flokks­manna. Sig­mundi Davíð hafði ekki tek­ist að end­ur­vinna traustið að þeirra mat. Nú séu þessar fylk­ingar komnar upp á yfir­borðið og því sé heið­ar­leg­ast að kjósa á milli manna á flokks­þingi, sem fram fer næstu helgi.

Sig­urður Ingi sagði í lok við­tals­ins að hann hefði rætt við Sig­mund Davíð að það hefði vantað auð­mýkt og afsök­un­ar­beiðni í við­brögð hans við Wintris-­mál­inu. Það væri mik­il­vægur eig­in­leiki í póli­tík að gera beðist afsök­unar ef menn geri mis­tök jafn­vel þótt að þeir geri ekk­ert af sér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None