Gera ráð fyrir að 45 fm íbúð geti kostað 69 þúsund á mánuði

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Stjórn­völd gera ráð fyrir því að um 2.300 íbúðir verði byggðar á næstu fjórum árum í nýju almennu íbúða­kerfi, sem mun kall­ast Leigu­heim­ili. Leigu­heim­ilin byggja á nýjum lögum um almennar íbúð­ir, og er kerfið gert að danskri fyr­ir­mynd. Kerfið var kynnt fyrir bygg­ing­ar­að­ilum á Grand hótel í morg­un, og segir í til­kynn­ingu að fullt hafi verið út úr dyr­um. 

Gert er ráð fyrir því að þessar ódýru leigu­í­búðir verði 20 til 30 pró­sentum ódýr­ari en mark­aðs­verð á leigu­mark­aði er í dag. Skil­yrði er fyrir því að íbúð­irnar séu leigðar til fólks með með­al­tekjur og und­ir, en það má ekki segja íbúum upp leig­unni þó að tekjur heim­il­is­ins fari yfir hámarkið á meðan þeir eru íbúar þar. Tekju­mörkin fyrir ein­stak­ling eru ríf­lega 395 þús­und krónur á mán­uði, en 554 þús­und fyrir pör. Fyrir hvert barn hækka mörkin um tæp­lega hund­rað þús­und krón­ur. 

Íbúða­lána­sjóður á að halda utan um þetta nýja kerfi, sem er ekki hluti af félags­lega hús­næð­is­kerf­inu. Sjálfs­eigna­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og lög­að­ilar munu geta reist ódýrar leigu­í­búðir í þessum til­gangi og fengið 30% stofn­fram­lag frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til þess. Ríkið mun styðja um 18% og sveit­ar­fé­lög 12%, og skil­yrði fyrir stuðn­ingnum verður að leigt sé út til fólks með með­al­tekjur eða lægri tekj­ur. 

Auglýsing

ASÍ og BSRB hafa þegar stofnað Almenna íbúða­fé­lag­ið, sem ætlar að byggja slíkar íbúð­ir. Sam­kvæmt því sem fram kemur í upp­lýs­ingum frá Íbúða­lána­sjóði þá mun 45 fer­metra íbúð á vegum ASÍ kosta um 100 þús­und krónur á mán­uði, eða 69 þús­und krónur eftir greiðslu hús­næð­is­bóta. Þetta verði bylt­ing fyrir fólk á leigu­mark­að­i. 

Íbúða­lána­sjóður hefur þegar aug­lýst og fengið umsóknir frá sveit­ar­fé­lögum og hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en verja á einum og hálfum millj­arði króna í stofn­fram­lög rík­is­ins vegna þessa máls á þessu ári. 

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None