Gera ráð fyrir að 45 fm íbúð geti kostað 69 þúsund á mánuði

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Stjórn­völd gera ráð fyrir því að um 2.300 íbúðir verði byggðar á næstu fjórum árum í nýju almennu íbúða­kerfi, sem mun kall­ast Leigu­heim­ili. Leigu­heim­ilin byggja á nýjum lögum um almennar íbúð­ir, og er kerfið gert að danskri fyr­ir­mynd. Kerfið var kynnt fyrir bygg­ing­ar­að­ilum á Grand hótel í morg­un, og segir í til­kynn­ingu að fullt hafi verið út úr dyr­um. 

Gert er ráð fyrir því að þessar ódýru leigu­í­búðir verði 20 til 30 pró­sentum ódýr­ari en mark­aðs­verð á leigu­mark­aði er í dag. Skil­yrði er fyrir því að íbúð­irnar séu leigðar til fólks með með­al­tekjur og und­ir, en það má ekki segja íbúum upp leig­unni þó að tekjur heim­il­is­ins fari yfir hámarkið á meðan þeir eru íbúar þar. Tekju­mörkin fyrir ein­stak­ling eru ríf­lega 395 þús­und krónur á mán­uði, en 554 þús­und fyrir pör. Fyrir hvert barn hækka mörkin um tæp­lega hund­rað þús­und krón­ur. 

Íbúða­lána­sjóður á að halda utan um þetta nýja kerfi, sem er ekki hluti af félags­lega hús­næð­is­kerf­inu. Sjálfs­eigna­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og lög­að­ilar munu geta reist ódýrar leigu­í­búðir í þessum til­gangi og fengið 30% stofn­fram­lag frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til þess. Ríkið mun styðja um 18% og sveit­ar­fé­lög 12%, og skil­yrði fyrir stuðn­ingnum verður að leigt sé út til fólks með með­al­tekjur eða lægri tekj­ur. 

Auglýsing

ASÍ og BSRB hafa þegar stofnað Almenna íbúða­fé­lag­ið, sem ætlar að byggja slíkar íbúð­ir. Sam­kvæmt því sem fram kemur í upp­lýs­ingum frá Íbúða­lána­sjóði þá mun 45 fer­metra íbúð á vegum ASÍ kosta um 100 þús­und krónur á mán­uði, eða 69 þús­und krónur eftir greiðslu hús­næð­is­bóta. Þetta verði bylt­ing fyrir fólk á leigu­mark­að­i. 

Íbúða­lána­sjóður hefur þegar aug­lýst og fengið umsóknir frá sveit­ar­fé­lögum og hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en verja á einum og hálfum millj­arði króna í stofn­fram­lög rík­is­ins vegna þessa máls á þessu ári. 

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None