Gera ráð fyrir að 45 fm íbúð geti kostað 69 þúsund á mánuði

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Stjórn­völd gera ráð fyrir því að um 2.300 íbúðir verði byggðar á næstu fjórum árum í nýju almennu íbúða­kerfi, sem mun kall­ast Leigu­heim­ili. Leigu­heim­ilin byggja á nýjum lögum um almennar íbúð­ir, og er kerfið gert að danskri fyr­ir­mynd. Kerfið var kynnt fyrir bygg­ing­ar­að­ilum á Grand hótel í morg­un, og segir í til­kynn­ingu að fullt hafi verið út úr dyr­um. 

Gert er ráð fyrir því að þessar ódýru leigu­í­búðir verði 20 til 30 pró­sentum ódýr­ari en mark­aðs­verð á leigu­mark­aði er í dag. Skil­yrði er fyrir því að íbúð­irnar séu leigðar til fólks með með­al­tekjur og und­ir, en það má ekki segja íbúum upp leig­unni þó að tekjur heim­il­is­ins fari yfir hámarkið á meðan þeir eru íbúar þar. Tekju­mörkin fyrir ein­stak­ling eru ríf­lega 395 þús­und krónur á mán­uði, en 554 þús­und fyrir pör. Fyrir hvert barn hækka mörkin um tæp­lega hund­rað þús­und krón­ur. 

Íbúða­lána­sjóður á að halda utan um þetta nýja kerfi, sem er ekki hluti af félags­lega hús­næð­is­kerf­inu. Sjálfs­eigna­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og lög­að­ilar munu geta reist ódýrar leigu­í­búðir í þessum til­gangi og fengið 30% stofn­fram­lag frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til þess. Ríkið mun styðja um 18% og sveit­ar­fé­lög 12%, og skil­yrði fyrir stuðn­ingnum verður að leigt sé út til fólks með með­al­tekjur eða lægri tekj­ur. 

Auglýsing

ASÍ og BSRB hafa þegar stofnað Almenna íbúða­fé­lag­ið, sem ætlar að byggja slíkar íbúð­ir. Sam­kvæmt því sem fram kemur í upp­lýs­ingum frá Íbúða­lána­sjóði þá mun 45 fer­metra íbúð á vegum ASÍ kosta um 100 þús­und krónur á mán­uði, eða 69 þús­und krónur eftir greiðslu hús­næð­is­bóta. Þetta verði bylt­ing fyrir fólk á leigu­mark­að­i. 

Íbúða­lána­sjóður hefur þegar aug­lýst og fengið umsóknir frá sveit­ar­fé­lögum og hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en verja á einum og hálfum millj­arði króna í stofn­fram­lög rík­is­ins vegna þessa máls á þessu ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None