Hreiðar Már ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, hafa verið ákærð af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir umboðs- og inn­herja­svik. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Hreið­ari Má er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína gróf­lega með því að láta Kaup­þing veita einka­hluta­fé­lagi sínu tæp­lega 600 millj­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. 

Hann hafi svo keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir 246 millj­ónir í eigin nafni sam­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­ónir króna, sem var fjár­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­þingi. Mis­mun­ur­inn, 324 millj­ónir króna, rann svo inn á banka­reikn­ing Hreið­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­hæð á við­skipt­un­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­fé­lagið til gjald­þrota­skipta. 

Auglýsing

Í ákærunni segir að hafa verði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hafi fallið veru­lega á þessum tíma. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari segir í ákærunni að Hreiðar Már hafi á þessum tíma búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­anum hafi ekki gefið rétta mynd af verð­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­felldrar mark­aðs­mis­notk­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Hreiðar er því ákærður að hluta á grund­velli þess að búið er að sak­fella hann í hér­aðs­dómi fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Það mál er hins vegar til með­ferðar Hæsta­réttar og ef hann verður sýkn­aður í Hæsta­rétti verður fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. 

Guðný Arna er ákærð fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Hún er sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­stak­lega með fyr­ir­mælum og sam­skiptum við lægra setta starfs­menn bank­ans um upp­gjör og frá­gang vegna verð­bréfa­við­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­ars Más. Hún hafi vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None