Hreiðar Már ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, hafa verið ákærð af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir umboðs- og inn­herja­svik. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Hreið­ari Má er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína gróf­lega með því að láta Kaup­þing veita einka­hluta­fé­lagi sínu tæp­lega 600 millj­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. 

Hann hafi svo keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir 246 millj­ónir í eigin nafni sam­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­ónir króna, sem var fjár­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­þingi. Mis­mun­ur­inn, 324 millj­ónir króna, rann svo inn á banka­reikn­ing Hreið­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­hæð á við­skipt­un­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­fé­lagið til gjald­þrota­skipta. 

Auglýsing

Í ákærunni segir að hafa verði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hafi fallið veru­lega á þessum tíma. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari segir í ákærunni að Hreiðar Már hafi á þessum tíma búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­anum hafi ekki gefið rétta mynd af verð­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­felldrar mark­aðs­mis­notk­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Hreiðar er því ákærður að hluta á grund­velli þess að búið er að sak­fella hann í hér­aðs­dómi fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Það mál er hins vegar til með­ferðar Hæsta­réttar og ef hann verður sýkn­aður í Hæsta­rétti verður fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. 

Guðný Arna er ákærð fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Hún er sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­stak­lega með fyr­ir­mælum og sam­skiptum við lægra setta starfs­menn bank­ans um upp­gjör og frá­gang vegna verð­bréfa­við­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­ars Más. Hún hafi vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None