Hreiðar Már ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, hafa verið ákærð af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir umboðs- og inn­herja­svik. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Hreið­ari Má er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína gróf­lega með því að láta Kaup­þing veita einka­hluta­fé­lagi sínu tæp­lega 600 millj­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. 

Hann hafi svo keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir 246 millj­ónir í eigin nafni sam­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­ónir króna, sem var fjár­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­þingi. Mis­mun­ur­inn, 324 millj­ónir króna, rann svo inn á banka­reikn­ing Hreið­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­hæð á við­skipt­un­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­fé­lagið til gjald­þrota­skipta. 

Auglýsing

Í ákærunni segir að hafa verði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hafi fallið veru­lega á þessum tíma. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari segir í ákærunni að Hreiðar Már hafi á þessum tíma búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­anum hafi ekki gefið rétta mynd af verð­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­felldrar mark­aðs­mis­notk­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Hreiðar er því ákærður að hluta á grund­velli þess að búið er að sak­fella hann í hér­aðs­dómi fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Það mál er hins vegar til með­ferðar Hæsta­réttar og ef hann verður sýkn­aður í Hæsta­rétti verður fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. 

Guðný Arna er ákærð fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Hún er sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­stak­lega með fyr­ir­mælum og sam­skiptum við lægra setta starfs­menn bank­ans um upp­gjör og frá­gang vegna verð­bréfa­við­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­ars Más. Hún hafi vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None