Hreiðar Már ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, hafa verið ákærð af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir umboðs- og inn­herja­svik. Þetta kemur fram í ákæru á hendur honum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Hreið­ari Má er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína gróf­lega með því að láta Kaup­þing veita einka­hluta­fé­lagi sínu tæp­lega 600 millj­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. 

Hann hafi svo keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir 246 millj­ónir í eigin nafni sam­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­ónir króna, sem var fjár­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­þingi. Mis­mun­ur­inn, 324 millj­ónir króna, rann svo inn á banka­reikn­ing Hreið­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­hæð á við­skipt­un­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­fé­lagið til gjald­þrota­skipta. 

Auglýsing

Í ákærunni segir að hafa verði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hafi fallið veru­lega á þessum tíma. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari segir í ákærunni að Hreiðar Már hafi á þessum tíma búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­anum hafi ekki gefið rétta mynd af verð­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­felldrar mark­aðs­mis­notk­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Hreiðar er því ákærður að hluta á grund­velli þess að búið er að sak­fella hann í hér­aðs­dómi fyrir mark­aðs­mis­notk­un. Það mál er hins vegar til með­ferðar Hæsta­réttar og ef hann verður sýkn­aður í Hæsta­rétti verður fallið frá ákærunni um inn­herja­svik. 

Guðný Arna er ákærð fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um. Hún er sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­stak­lega með fyr­ir­mælum og sam­skiptum við lægra setta starfs­menn bank­ans um upp­gjör og frá­gang vegna verð­bréfa­við­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­ars Más. Hún hafi vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None