Námsstyrkir verði fyrirframgreiddir

illugi-mynd.jpg
Auglýsing

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis hefur nú lokið afgreiðslu á frum­varpi Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um náms­lán og náms­styrki til ann­arar umræðu, og hefur verið lögð til sú breyt­ing á mál­inu að náms­að­stoð verði fyr­ir­fram­greidd og greidd út mán­að­ar­lega, óski náms­menn eftir því.Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu til fjöl­miðla.

Einnig hefur verið lagt til að vextir verði að hámarki 2,5% að við­bættu 0,5% álagi, að veitt verði aukið svig­rúm til dokt­ors­náms og að heim­ilt sé að afskrifa afborg­anir af náms­lánum þeirra sem verða óvinnu­færir vegna slyss eða veik­inda. Einnig verður Lána­sjóði íslenskra náms­manna skylt að veita nákvæmar upp­lýs­ingar um stöðu lána með reglu­legum hætti, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Nán­ari útlistun á breyt­ing­unum má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

·         Fyr­ir­fram­greiðsla náms­að­stoð­ar: Helsta breyt­ingin sem lögð hefur verið til í með­förum nefnd­ar­innar er að náms­menn geti óskað eftir sam­tíma­greiðslu náms­að­stoð­ar. Um er að ræða mán­að­ar­lega fyr­ir­fram­greiðslu náms­að­stoðar fyrir allt að 22 ECTS ein­ingum á hverju miss­iri. Mis­munur á þegar greiddri náms­að­stoð og náms­að­stoð miðað við náms­fram­vindu verður greiddur í lok ann­ar. Ekki er veitt fyr­ir­fram­greiðsla á fyrsta miss­iri hvers náms­manns.

·         Vextir verði breyti­leg­ir: Þá verða teknir upp breyti­legir vextir á náms­lánum með 2,5% vaxta­þaki. Einnig verður sett hámark á álag til að mæta afföll­um, sem verður 0,5%. Stjórn Lána­sjóðs íslenskra náms­manna verður heim­ilt að ákveða lægri vexti í úthlut­un­ar­reglum að teknu til­liti til með­al­fjár­mögn­un­ar­kjara sjóðs­ins hjá lán­veit­endum sínum á hverjum tíma.

·         Aukið svig­rúm fyrir dokt­or­snema: Hafi náms­maður full­nýtt rétt sinn til náms­að­stoðar skv. frum­varp­inu getur hann sótt um und­an­þágu til LÍN fyrir allt að 60 ECTS ein­ingum til við­bót­ar. Með því er komið til móts við tak­mark­aðan hóp dokt­or­snema sem full­nýtir rétt sinn til náms­að­stoð­ar, til dæmis í bakkalár og meist­ara­námi, og leggur síðan stund á dokt­ors­nám sem hvorki er launað né styrkt með öðrum hætti.

·         Afskriftir fyrir þá sem verða óvinnu­færir vegna slyss eða sjúk­dóms: Þá er lagt til að tekin verði upp heim­ild til þess að afskrifa afborg­anir þeirra sem verða fyrir veru­legum fjár­hags­örð­ug­leikum vegna óvinnu­færni sökum slyss, sjúk­dóms eða af öðrum sam­bæri­legum ástæðum hafi þeir full­nýtt frestun á end­ur­greiðsl­um. Afskrift tekur til allra afborg­ana sem falla til á meðan við­kom­andi er óvinnu­fær.

·         Aukin upp­lýs­inga­skylda Lána­sjóðs íslenskra náms­manna: Kröfur til Lána­sjóðs íslenskra náms­manna um upp­lýs­inga­gjöf verða aukn­ar. Sjóðnum verður skylt að bjóða upp á við­mót til þess að vænt­an­legir lán­takar geti aflað sér upp­lýs­inga um mögu­lega greiðslu­byrði af náms­lánum sín­um, til dæmis með reikni­vél á vef­síðu sjóðs­ins. Þá verður sjóðnum gert að upp­lýsa lán­þega með reglu­bundnum hætti um stöðu þegar tek­inna lána og vænt­an­lega greiðslu­byrði miðað við stöðu þeirra.

·         Kann­aðir verði skatta­legir hvatar fyrir náms­menn sem flytja út á land: Einnig er lagt til að skip­aðir verði tveir starfs­hópar í kjöl­far gild­is­töku á frum­varp­inu. Sá fyrri til þess að gera til­lögur að skatta­legum hvötum til handa náms­mönnum sem flytja út á land að námi loknu, eins og er til dæmis gert í Nor­egi. Seinni starfs­hópnum er ætlað að end­ur­skoða lög um náms­styrki nr. 79/2003 og kanna sam­spil þeirra laga við lög um náms­lán og náms­styrki.

Breyt­ing­arnar hafa í för með sér kostn­að­ar­auka fyrir rík­is­sjóð, einkum upp­taka á sam­tíma­greiðslum náms­lána sem kallar á til­færslu á kostn­aði á milli ára. Gert er ráð fyrir að ein­skiptis­kostn­aður vegna sam­tíma­greiðslna nemi tæp­lega 5 millj­örðum króna, en alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hefur lagt til að fjár­auka­lögum verði breytt til sam­ræm­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None