Sigmundur með forskot hjá Framsóknarmönnum - Allir aðrir vilja Sigurð Inga

Tvær kannanir um stöðuna innan Framsóknarflokksins sýna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýtur meira fylgis á meðal flokksmanna en Sigurður Ingi Jóhannsson. Aðrir kjósendur eru hins vegar mun líklegri til að kjósa Framsókn með Sigurð Inga í brúnni.

Sigurður ingi Sigmundur Davíð
Auglýsing

52 pró­sent Fram­sókn­ar­manna vill hafa Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son áfram sem for­mann flokks­ins en 37 pró­sent þeirra vill fá Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra, í það emb­ætti. 11 pró­sent vilja að Lilja Alfreðs­dóttir verði næsti for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þegar svör stuðn­ings­manna allra flokka eru skoðuð þá nýtur Sig­urður Ingi hins vegar yfir­burð­ar­stuðn­ings og 47 pró­sent segj­ast vilja hann sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar er Lilja í öðru sæti með 25 pró­sent en ein­ungis tíu pró­sent vilja Sig­mund Davíð sem for­mann. Athygli vekur að stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks, sem situr í rík­is­stjórn, eru ekk­ert sér­stak­lega hrifnir af Sig­mundi Dav­íð. 42 pró­sent þeirra vilja Sig­urð Inga sem næsta for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, 30 pró­sent vilja Lilju í það emb­ætti en ein­ungis 23 pró­sent Sig­mund Dav­íð. 

Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Við­skipta­blaðið og sagt er frá í blaði dags­ins. Könn­unin gerð dag­ana 21. til 28. sept­em­ber og hófst því tveimur dögum áður en Sig­urður Ingi til­kynnti í beinni í útsend­ingu í kvöld­fréttum RÚV á föstu­dag að hann ætl­aði að ­bjóða sig fram gegn Sig­mundi Dav­íð. 

Mun fleiri myndu kjósa Fram­sókn með Sig­urð Inga í brúnni

Frétta­blaðið birtir einnig nið­ur­stöðu ann­arrar könn­un­ar Gallup sem gerð var um stöðu mála innan Fram­sókn­ar­flokks­ins að und­ir­lag­i ­stuðn­ings­manna ­Sig­urðar Inga. Athygli vekur að könn­unin er gerð dag­anna 15. til 26. sept­em­ber en Sig­urður Ingi lýsti ekki yfir for­manns­fram­boði fyrr en föstu­dag­inn 23. sept­em­ber. Því voru stuðn­ings­menn hans sem stóðu að könn­un­inni farnir af stað með hana mörgum dögum áður en að sú yfir­lýs­ing var gefin út.

Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu hennar er mun lík­legra að fólk kjósi Fram­sókn­ar­flokk­inn ef Sig­urður Ingi verður for­maður hans en ef Sig­mundur Davíð verður það áfram. Þar segj­ast rúm­lega 40 pró­sent aðspurðra að þeir væru lík­legri til að kjósa Fram­sókn ef Sig­urður Ingi væri for­maður en ein­ungis 8,6 pró­sent ef Sig­mundur Davíð hefur áfram sem slík­ur. Sig­mundur Davíð nýtur þó einnig meiri stuðn­ings á meðal almennra Fram­sókn­ar­manna í þess­ari könnun en Sig­urður Ingi, þó afar mjótt sé á mun­um. 49 pró­sent þeirra segja að þeir styðji hann en 45 pró­sent Sig­urð Inga og sjö pró­sent segj­ast óákveðn­ir. Úrtakið í könnun stuðn­ings­manna Sig­urðar Inga var 1.436 manns. 800 svör­uðu en 636 vildu ekki svara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None