Hagstofunni „þykir miður“ að hafa klúðrað verðbólguútreikningi

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Hag­stofa Íslands segir að sér „þykir mið­ur“ að mis­tök hafi orðið við útreikn­ing á vísi­tölu neyslu­verðs með þeim afleið­ingum að verð­bólga var veru­lega van­metin frá mars 2016 og til og með sept­em­ber sama árs. Stofn­unin tekur málið mjög alvar­lega og ætlar að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­ur­taki sig. Þetta kemur fram í frétt á vef henn­ar.

Í gær var greint frá því því að Hag­stof­unni hefði reiknuð húsa­leiga verið van­metin við útreikn­ingi vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu. Þessi mis­tök hafa nú verið leið­rétt með þeim afleið­ingum að vísi­talan hækk­aði um tæp 0,5 pró­sent á milli mán­aða og langt umfram allar opin­berar spár. Þetta þýðir líka að 12 mán­aða verð­bólga hefur verið veru­lega van­metin und­an­farið hálft ár. Árs­verð­bólga, sem var 0,9 pró­sent í ágúst, mælist því 1,8 pró­sent í sept­em­ber. 

Mis­tök Hag­stof­unnar hafa víð­tæk áhrif. Þeir sem tekið hafa ný verð­tryggð hús­næð­is­lán á því tíma­bili sem þau ná yfir munu til að mynda þurfa að greiða upp­safn­aðar verð­bætur af lánum sín­um. Þeir sem tóku lán í sept­em­ber­mán­uði munu auk sjá þau hækka hins vegar skarpar en ann­ars hefði orð­ið. Þeir sem ætla sér að taka verð­tryggð hús­næð­is­lán þessa dag­anna ættu að bíða fram í nóv­em­ber hið minnsta svo þeir þurfi ekki að greiða upp­safn­aðar verð­bætur tíma­bils sem þeir voru ekki með lán, vegna mis­taka Hag­stof­unn­ar. Þá mun húsa­leiga þeirra sem er bundin við þróun vísi­tölu neyslu­verðs hækka um kom­andi mán­að­ar­mót. 

Auglýsing

Áhrifin á skulda­bréfa­markað í gær voru einnig mikil og verð­bólgu­á­lag hækk­aði skarpt. Þá er ljóst að hluti þeirra for­senda sem nefndar voru fyrir vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands fyrir skemmstu eru nú brostn­ar. Grein­ing­ar­að­ilar sem spáðu áfram­hald­andi lækkun stýri­vaxta hafa þegar breytt spám sínum í að vextir hald­ist óbreytt­ir. 

Hag­stofan sagði í gær að það liti út fyrir að mann­leg mis­tök hafi orsakað reikni­skekkj­una.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None