Hagstofunni „þykir miður“ að hafa klúðrað verðbólguútreikningi

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Hag­stofa Íslands segir að sér „þykir mið­ur“ að mis­tök hafi orðið við útreikn­ing á vísi­tölu neyslu­verðs með þeim afleið­ingum að verð­bólga var veru­lega van­metin frá mars 2016 og til og með sept­em­ber sama árs. Stofn­unin tekur málið mjög alvar­lega og ætlar að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­ur­taki sig. Þetta kemur fram í frétt á vef henn­ar.

Í gær var greint frá því því að Hag­stof­unni hefði reiknuð húsa­leiga verið van­metin við útreikn­ingi vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu. Þessi mis­tök hafa nú verið leið­rétt með þeim afleið­ingum að vísi­talan hækk­aði um tæp 0,5 pró­sent á milli mán­aða og langt umfram allar opin­berar spár. Þetta þýðir líka að 12 mán­aða verð­bólga hefur verið veru­lega van­metin und­an­farið hálft ár. Árs­verð­bólga, sem var 0,9 pró­sent í ágúst, mælist því 1,8 pró­sent í sept­em­ber. 

Mis­tök Hag­stof­unnar hafa víð­tæk áhrif. Þeir sem tekið hafa ný verð­tryggð hús­næð­is­lán á því tíma­bili sem þau ná yfir munu til að mynda þurfa að greiða upp­safn­aðar verð­bætur af lánum sín­um. Þeir sem tóku lán í sept­em­ber­mán­uði munu auk sjá þau hækka hins vegar skarpar en ann­ars hefði orð­ið. Þeir sem ætla sér að taka verð­tryggð hús­næð­is­lán þessa dag­anna ættu að bíða fram í nóv­em­ber hið minnsta svo þeir þurfi ekki að greiða upp­safn­aðar verð­bætur tíma­bils sem þeir voru ekki með lán, vegna mis­taka Hag­stof­unn­ar. Þá mun húsa­leiga þeirra sem er bundin við þróun vísi­tölu neyslu­verðs hækka um kom­andi mán­að­ar­mót. 

Auglýsing

Áhrifin á skulda­bréfa­markað í gær voru einnig mikil og verð­bólgu­á­lag hækk­aði skarpt. Þá er ljóst að hluti þeirra for­senda sem nefndar voru fyrir vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands fyrir skemmstu eru nú brostn­ar. Grein­ing­ar­að­ilar sem spáðu áfram­hald­andi lækkun stýri­vaxta hafa þegar breytt spám sínum í að vextir hald­ist óbreytt­ir. 

Hag­stofan sagði í gær að það liti út fyrir að mann­leg mis­tök hafi orsakað reikni­skekkj­una.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None