Vill lækka tryggingagjald og fella niður námslán á landsbyggðinni

7DM_6098.JPG
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur falið Byggða­stofnun að útfæra til­lögur að skatta­legum íviln­unum sem eiga að birt­ast í nýrri byggða­á­ætl­un. „Þær leiðir sem við erum helst að horfa í er lækkun á trygg­ing­ar­gjaldi því lengra sem komið er frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, lækkun á ferða­kostn­aði fyrir þá sem sækja vinnu langt að og nið­ur­fell­ingu á náms­lánum hjá fólki sem býr á svoköll­uðum veikum svæð­u­m.“ Þetta kom fram í ræðu hans á ráð­stefn­unni „Bú­setu­þróun á Íslandi til árs­ins 2030“ sem Byggða­stofnun og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið stóðu fyrir í vik­unni.

Vinna að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi byggða­á­ætlun sem á að gilda frá 2017 til 2023 hófst í lok síð­asta árs. Áætl­un­inni er ætlað að lýsa stefnu rík­is­ins í byggða­málum hverju sinni og sam­hæf­ingu við aðra stefnu­mótun og áætl­ana­gerð hins opin­berra. Þar sem áætl­unin á að gilda í sjö ár, tæp tvö kjör­tíma­bil, á hún að marka stefnu næstu tveggja rík­is­stjórna hið minnsta óháð því hverjir sitja í þeim. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyti Gunn­ars Braga, sem hefur mála­flokk byggða­mála á sinni könn­un, segir að byggða­á­ætlun skuli „hafa að meg­in­mark­miði að jafna tæki­færi allra lands­manna til atvinnu og þjón­ustu, jafna lífs­kjör og stuðla að sjálf­bærri þróun byggð­ar­laga um land allt. Sér­staka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvar­andi fólks­fækk­un, atvinnu­leysi og ein­hæft atvinnu­líf.“

Auglýsing

Undi­búa og móta fram­tíð­ina

Á ráð­stefn­unni voru kynntar nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ingar á búsetu­þróun til árs­ins 2030. Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sviðs­myndir eru við­ur­kennd aðferða­fræði til að rýna fram­tíð­ina, skilja umhverfið og skapa sam­eig­in­legan skiln­ing á því hvað rétt er að gera í dag til að und­ir­búa og móta fram­tíð­ina. Hlut­verk sviðs­mynda er að gefa okkur hug­mynd um hvernig trú­verð­ugar „fram­tíð­ir“ gætu litið út. Það er mik­il­vægt að skilja að við sköpun fram­tíð okkar með því sem við gerum eða gerum ekki í dag. Því er það rök­rétt að reyna að velta því upp hvernig fram­tíðin gæti litið út, áður en við þurfum að bregð­ast við. Þar gagn­ast sviðs­myndir best – til að skilja hvernig fram­tíðin lítur út áður en þurfum að bregð­ast við.

Mark­mið sviðs­mynda er ekki að segja fyrir um fram­tíð­ina, heldur búa okkur undir það að lifa með óviss­unni og skilja í hverju hún felst. Mæli­kvarði um hvort sviðs­myndir eru góðar eða slæmar felst ekki í því hvernig og hve vel þær ræt­ist í fram­tíð­inni heldur hvort þær leiði til betri ákvarð­ana í dag.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None