Vill lækka tryggingagjald og fella niður námslán á landsbyggðinni

7DM_6098.JPG
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur falið Byggða­stofnun að útfæra til­lögur að skatta­legum íviln­unum sem eiga að birt­ast í nýrri byggða­á­ætl­un. „Þær leiðir sem við erum helst að horfa í er lækkun á trygg­ing­ar­gjaldi því lengra sem komið er frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu, lækkun á ferða­kostn­aði fyrir þá sem sækja vinnu langt að og nið­ur­fell­ingu á náms­lánum hjá fólki sem býr á svoköll­uðum veikum svæð­u­m.“ Þetta kom fram í ræðu hans á ráð­stefn­unni „Bú­setu­þróun á Íslandi til árs­ins 2030“ sem Byggða­stofnun og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið stóðu fyrir í vik­unni.

Vinna að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi byggða­á­ætlun sem á að gilda frá 2017 til 2023 hófst í lok síð­asta árs. Áætl­un­inni er ætlað að lýsa stefnu rík­is­ins í byggða­málum hverju sinni og sam­hæf­ingu við aðra stefnu­mótun og áætl­ana­gerð hins opin­berra. Þar sem áætl­unin á að gilda í sjö ár, tæp tvö kjör­tíma­bil, á hún að marka stefnu næstu tveggja rík­is­stjórna hið minnsta óháð því hverjir sitja í þeim. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyti Gunn­ars Braga, sem hefur mála­flokk byggða­mála á sinni könn­un, segir að byggða­á­ætlun skuli „hafa að meg­in­mark­miði að jafna tæki­færi allra lands­manna til atvinnu og þjón­ustu, jafna lífs­kjör og stuðla að sjálf­bærri þróun byggð­ar­laga um land allt. Sér­staka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvar­andi fólks­fækk­un, atvinnu­leysi og ein­hæft atvinnu­líf.“

Auglýsing

Undi­búa og móta fram­tíð­ina

Á ráð­stefn­unni voru kynntar nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ingar á búsetu­þróun til árs­ins 2030. Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir: „Sviðs­myndir eru við­ur­kennd aðferða­fræði til að rýna fram­tíð­ina, skilja umhverfið og skapa sam­eig­in­legan skiln­ing á því hvað rétt er að gera í dag til að und­ir­búa og móta fram­tíð­ina. Hlut­verk sviðs­mynda er að gefa okkur hug­mynd um hvernig trú­verð­ugar „fram­tíð­ir“ gætu litið út. Það er mik­il­vægt að skilja að við sköpun fram­tíð okkar með því sem við gerum eða gerum ekki í dag. Því er það rök­rétt að reyna að velta því upp hvernig fram­tíðin gæti litið út, áður en við þurfum að bregð­ast við. Þar gagn­ast sviðs­myndir best – til að skilja hvernig fram­tíðin lítur út áður en þurfum að bregð­ast við.

Mark­mið sviðs­mynda er ekki að segja fyrir um fram­tíð­ina, heldur búa okkur undir það að lifa með óviss­unni og skilja í hverju hún felst. Mæli­kvarði um hvort sviðs­myndir eru góðar eða slæmar felst ekki í því hvernig og hve vel þær ræt­ist í fram­tíð­inni heldur hvort þær leiði til betri ákvarð­ana í dag.“

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None