Kona færð í annað sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Kraganum

Líkur Vilhjálms Bjarnasonar á því að halda þingsæti sínu drógust mjög saman í gær þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að færa Bryndísi Haraldsdóttur úr fimmta í annað sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Líkur Vilhjálms Bjarnasonar á því að halda þingsæti sínu drógust mjög saman í gær þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að færa Bryndísi Haraldsdóttur úr fimmta í annað sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Kjör­­dæm­is­ráð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi ákvað í gær að færa Bryn­dísi Har­alds­dóttur í annað sætið á fram­boðs­lista flokks­ins. Eini fram­bjóð­and­inn sem verður fyrir ofan hana verður Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bryn­dís lenti í fimmta sæti í próf­kjöri flokks­ins 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Fyrir ofan hana voru fjórir karlar og var nið­ur­staðan harð­lega gagn­rýnd víða. Þing­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son fær­ist við breyt­ing­una niður í þriðja sæti list­ans, sem hann var í árið 2013 líka. Í fjórða sæti verður Óli Björn Kára­son vara­þing­maður og Vil­hjálmur Bjarna­son þing­maður fær­ist niður í fimmta sæt­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk fimm þing­menn í kosn­ing­unum 2013. Þá sat Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir í öðru sæti list­ans og Elín Hirst í því fimmta. 

Tvo neðstu sætin á list­anum verða bar­áttu­sæti miðað við stöðu flokks­ins í könn­unum og í ljósi þess að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þing­maður kjör­dæm­is­ins, er nú í fram­boði fyrir Við­reisn. Því hafa lík­urnar á að minnsta kosti Vil­hjálmur Bjarna­son nái aftur inn á þing snar­minnkað við breyt­ing­arnar á list­an­um.

Ljóst er að breyt­ing­arnar eru gerðar til að bæta stöðu kvenna í efstu sætum á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Flokk­ur­inn fékk mikla gagn­rýni á sig í kjöl­far próf­kjara sinna í Krag­anum og í Suð­ur­kjör­dæmi, en þar sitja karlar í þremur efstu sæt­unum í kjör­dæmi þar sem flokk­ur­inn hefur í dag þrjá þing­menn. Í próf­kjör­unum tveimur var þremur þing­kon­um, þar af einum ráð­herra og fyrr­ver­andi odd­vita, hafn­að. Um er að ræða Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, Unni Brá Kon­ráðs­dóttur og Elínu Hirst. Auk þess skip­uðu konur flest bar­áttu­sætiflokks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Auglýsing

Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dóttir sögðu sig í kjöl­farið úr Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, en þær eru núver­andi og tveir síð­­­ustu for­­menn Lands­­sam­­bands sjálf­­stæð­iskvenna. Í yfir­lýs­ingu sögð­ust þær ekki eiga „sam­­leið með flokki sem skil­ar af sér nið­­ur­­stöðum úr próf­­kjöri eins og þeim sem við höf­um ný­verið séð.“ Helga Kristín Auð­unds­dótt­ir, vara­for­maður Lands­sam­bands­ins, fylgdi í fót­spor þeirra skömmu síð­ar. 

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None