Kona færð í annað sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Kraganum

Líkur Vilhjálms Bjarnasonar á því að halda þingsæti sínu drógust mjög saman í gær þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að færa Bryndísi Haraldsdóttur úr fimmta í annað sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Líkur Vilhjálms Bjarnasonar á því að halda þingsæti sínu drógust mjög saman í gær þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að færa Bryndísi Haraldsdóttur úr fimmta í annað sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Kjör­­dæm­is­ráð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi ákvað í gær að færa Bryn­dísi Har­alds­dóttur í annað sætið á fram­boðs­lista flokks­ins. Eini fram­bjóð­and­inn sem verður fyrir ofan hana verður Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bryn­dís lenti í fimmta sæti í próf­kjöri flokks­ins 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Fyrir ofan hana voru fjórir karlar og var nið­ur­staðan harð­lega gagn­rýnd víða. Þing­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son fær­ist við breyt­ing­una niður í þriðja sæti list­ans, sem hann var í árið 2013 líka. Í fjórða sæti verður Óli Björn Kára­son vara­þing­maður og Vil­hjálmur Bjarna­son þing­maður fær­ist niður í fimmta sæt­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk fimm þing­menn í kosn­ing­unum 2013. Þá sat Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir í öðru sæti list­ans og Elín Hirst í því fimmta. 

Tvo neðstu sætin á list­anum verða bar­áttu­sæti miðað við stöðu flokks­ins í könn­unum og í ljósi þess að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þing­maður kjör­dæm­is­ins, er nú í fram­boði fyrir Við­reisn. Því hafa lík­urnar á að minnsta kosti Vil­hjálmur Bjarna­son nái aftur inn á þing snar­minnkað við breyt­ing­arnar á list­an­um.

Ljóst er að breyt­ing­arnar eru gerðar til að bæta stöðu kvenna í efstu sætum á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Flokk­ur­inn fékk mikla gagn­rýni á sig í kjöl­far próf­kjara sinna í Krag­anum og í Suð­ur­kjör­dæmi, en þar sitja karlar í þremur efstu sæt­unum í kjör­dæmi þar sem flokk­ur­inn hefur í dag þrjá þing­menn. Í próf­kjör­unum tveimur var þremur þing­kon­um, þar af einum ráð­herra og fyrr­ver­andi odd­vita, hafn­að. Um er að ræða Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, Unni Brá Kon­ráðs­dóttur og Elínu Hirst. Auk þess skip­uðu konur flest bar­áttu­sætiflokks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Auglýsing

Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dóttir sögðu sig í kjöl­farið úr Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, en þær eru núver­andi og tveir síð­­­ustu for­­menn Lands­­sam­­bands sjálf­­stæð­iskvenna. Í yfir­lýs­ingu sögð­ust þær ekki eiga „sam­­leið með flokki sem skil­ar af sér nið­­ur­­stöðum úr próf­­kjöri eins og þeim sem við höf­um ný­verið séð.“ Helga Kristín Auð­unds­dótt­ir, vara­for­maður Lands­sam­bands­ins, fylgdi í fót­spor þeirra skömmu síð­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None