Sádí-Arabar hóta Bandaríkjunum „hörmungum“

Barack Obama Bandaríkjaforseti náði ekki sínu fram. Ættingjar þeirra sem létust í hryðjuverkaárásum 11. september 2001 ætla að leita réttar síns.

Barack Obama
Auglýsing

Yf­ir­völd í Sádi-­Ar­a­b­íu hafa varað við „hörmu­­leg­um af­­leið­ing­um“ eft­ir lög voru sam­þykkt í Banda­­ríkj­un­um sem eiga að koma í veg fyr­ir að ríki njóti frið­helgi. Sér­stak­lega er um að ræða frið­helgi í þeim til­­­fell­um þar sem þau eru ábyrg fyr­ir hryðju­verka­árás­um sem leiða til dauða banda­rískra rík­­is­­borg­­ara á banda­rískri grund.

Obama varð undir

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti beitti neit­un­ar­valdi í þing­inu, þegar frum­varpið var til með­ferð­ar, þar sem hann taldi að það gæti gefið alvar­legt for­dæmi til fram­tíðar litið og opnað fyrir sam­bæri­legar mál­sóknir gegn Banda­ríkj­un­um. Blaða­full­trúi Hvíta húss­ins sagði í gær, að þingið hefði gert alvar­leg mis­tök í mál­inu.

Banda­­ríkja­þing kaus með mikl­um meiri­hluta með því að ógilda neit­un Obama. Hef­ur frum­varpið meðal ann­­ars hamlað því að ætt­­ingj­ar fórn­­­ar­lamba árás­­ar­inn­ar 9. sept­­em­ber 2001 geti farið í mál við Sádí-­Ar­a­b­íu sem tengd hafa verið við hryðju­verk­in.

Auglýsing

Sádi-Arabía. Olíustórveldi heimsins.

Þetta er í fyrsta skipti í for­seta­tíð Obama sem þessi staða kem­ur upp. Öld­unga­­deild­in hafði áður kosið með ógild­ingu neit­un­­ar­inn­ar með 97 at­­kvæðum á móti 1 og stuttu seinna kaus full­­trú­a­­deild­in um málið og var nið­ur­staðan 348 á móti 77 at­­kvæð­um. Nið­ur­staðan var því afger­andi gegn stefnu Obama, alveg þvert á flokkslín­ur, og greini­legt að bæði Repúblikanar og Demókratar tóku ein­dregið undir kröfu ætt­ingja þeirra 2.996 sem lét­ust í árás­unum 11. sept­em­ber 2001, en 15 af þeim 19 sem komu að skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árásanna komu frá Sádí-­Ar­ab­íu. Ætt­ingjar hafa í meira en tíu ár kraf­ist þess að fá aðgang að öllum gögnum um atburð­ina, en hluti af skýrslum sem Banda­ríkja­stjórn býr yfir hefur ekki enn verið birt­ur. 

Sala á skulda­bréfum

Yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu hafa alfarið hafnað því að hafa komið að hryðju­verka­árás­un­um, og sagt að til­gátur um slíkt eigi ekki við nein rök að styðj­ast. 

Við­skipta­sam­band Banda­ríkj­anna og Sádí-­Ar­abíu er djúpt og sterkt, og byggir á margra ára­tuga sam­bandi þar sem við­skipti með olíu Sádí-­Araba eru mið­punkt­ur­inn. Þegar umræðan stóðst sem hæst um frum­varpið fyrr­nefnda, í apríl á þessu ári, greindu banda­rískir fjöl­miðlar frá því að yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu hefðu hótað því að selja banda­rískar eign­ir, þar á meðal rík­is­skulda­bréf upp á 117 millj­arða Banda­ríkja­dala, og slíta þannig á hluta þeirra við­skipta­tengsla sem eru á milli land­anna. Slíkt myndi valda glund­roða á fjár­mála­mark­aði, en deildar mein­ingar eru um hvort það væri yfir höfuð skyn­sam­legt fyrir Sádí-­Araba sjálfa að hrinda slíku í fram­kvæmdHinn 15. apríl á þessu ári greindi New York Times frá hót­un­inni, og stað­festi Hvíta húsið efni hennar að hluta, en vildi ekki tjá sig í nákvæm­is­at­riðum um hvaða skila­boð komu frá yfir­völdum í Sádí-­Ar­ab­íu. 

Nú þegar nið­ur­staðan er ljóst í þing­inu, hafa yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu ítrekað að ef Banda­ríkja­þing grípi ekki til aðgerða, sem við­haldi frið­helg­inni, þá geti það haft „hörmu­leg­ar“ afleið­ing­ar. Hvernig þær munu raun­ger­ast verður að koma í ljós.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None