„Ég er ekki óumdeildur stjórnmálamaður, og verð það líklega aldrei.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson fluttu ræður á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son fluttu ræður á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Háskóla­bíói í dag en þeir hafa báðir gefið kost á sér í kjöri til for­manns flokks­ins. Kosið verður á morgun og munu úrslitin liggja fyrir um eða upp úr hádegi. Báðir fjöll­uðu um traust og sam­vinnu í ræðum sínum en nálg­uð­ust það frá mis­mun­andi end­um.

Sig­mundur Davíð tal­aði sem for­maður flokks­ins í nærri því klukku­stund og fór vítt og breitt yfir áherslur flokks­ins, bæði sögu­legar áherslur og þau mál­efni sem flokk­ur­inn hefur barist fyrir undir for­ystu hans. Hann vís­aði ítrekað í ræðu sem hann hélt á flokks­þingi fyrir fimm árum og lagði áherslu á þá sam­stöðu sem hann sagði ein­kenna Fram­sókn­ar­menn þegar þeir standa frammi fyrir stórum og erf­iðum verk­efn­um.

Sig­mundur Davíð var einnig auð­mjúkur í ræðu sinni og bað flokks­menn afsök­unar á því að þeir hafi þurft að tala hans máli und­an­farna mán­uði. Vís­aði hann þar til þess þegar hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og dró sig í hlé frá þing­störfum eftir að upp komst um að hann hafi átt félag í skatta­skjóli ásamt eig­in­konu sinni. „Ég er ekki óum­deildur stjórn­mála­mað­ur, og verð það lík­lega aldrei,“ sagði Sig­mundur Davíð meðal ann­ars.

Auglýsing

Við hugs­an­legar stjórn­ar­mynd­anir í kjöl­far kosn­ing­anna í lok mán­að­ar­ins sagði Sig­mundur Davíð að Fram­sókn vilji ekki bara fá að vera með, heldur taka þátt út frá styrk­leika. Flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með um og yfir 10 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spánni und­an­farnar vik­ur. Í kosn­ing­unum árið 2013 hlaut flokk­ur­inn 24,4 pró­sent fylgi og 19 þing­menn og gat myndað rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Sig­urður Ingi fjall­aði um þann trausts­missi sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og for­ysta flokks­ins hefur orðið fyrir í kjöl­far þess að  upp komst um eignir Sig­mundar Dav­íðs í aflands­fé­lagi. „Það hefur ýmis­legt gerst síðan við komum saman síð­ast á flokks­þing­i,“ sagði hann og rak það hvernig hann hafi tekið það verk­efni að sér að halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn áfram eftir að Sig­mundur Davíð sagði af sér. 

Sig­urður Ingi lagði áherslu á að til þess að geta haft áhrif á fram­vindu mála yrði flokk­ur­inn að geta unnið með öðrum flokkum og aðrir flokkar að geta unnið með hon­um. „Við verðum að vera í aðstöðu til þess að hafa áhrif á fram­vindu mála,“ sagði hann og spurði síð­an: „Hver er staðan nú í þeim efn­um?“.

Sig­mundur Davíð gaf sér rúm til þess að ræða hugs­an­leg stefnu­mál flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. Nefndi hann þar sér­stak­lega að hægt væri að setja tíma­bundin lög á hámarks­raun­vexti; að ríkið taki sér heim­ild til þess að ákveða á hvaða kjörum bankar og líf­eyr­is­sjóðir megi lána.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None