„Ég er ekki óumdeildur stjórnmálamaður, og verð það líklega aldrei.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson fluttu ræður á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son fluttu ræður á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Háskóla­bíói í dag en þeir hafa báðir gefið kost á sér í kjöri til for­manns flokks­ins. Kosið verður á morgun og munu úrslitin liggja fyrir um eða upp úr hádegi. Báðir fjöll­uðu um traust og sam­vinnu í ræðum sínum en nálg­uð­ust það frá mis­mun­andi end­um.

Sig­mundur Davíð tal­aði sem for­maður flokks­ins í nærri því klukku­stund og fór vítt og breitt yfir áherslur flokks­ins, bæði sögu­legar áherslur og þau mál­efni sem flokk­ur­inn hefur barist fyrir undir for­ystu hans. Hann vís­aði ítrekað í ræðu sem hann hélt á flokks­þingi fyrir fimm árum og lagði áherslu á þá sam­stöðu sem hann sagði ein­kenna Fram­sókn­ar­menn þegar þeir standa frammi fyrir stórum og erf­iðum verk­efn­um.

Sig­mundur Davíð var einnig auð­mjúkur í ræðu sinni og bað flokks­menn afsök­unar á því að þeir hafi þurft að tala hans máli und­an­farna mán­uði. Vís­aði hann þar til þess þegar hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og dró sig í hlé frá þing­störfum eftir að upp komst um að hann hafi átt félag í skatta­skjóli ásamt eig­in­konu sinni. „Ég er ekki óum­deildur stjórn­mála­mað­ur, og verð það lík­lega aldrei,“ sagði Sig­mundur Davíð meðal ann­ars.

Auglýsing

Við hugs­an­legar stjórn­ar­mynd­anir í kjöl­far kosn­ing­anna í lok mán­að­ar­ins sagði Sig­mundur Davíð að Fram­sókn vilji ekki bara fá að vera með, heldur taka þátt út frá styrk­leika. Flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með um og yfir 10 pró­sent fylgi í Kosn­inga­spánni und­an­farnar vik­ur. Í kosn­ing­unum árið 2013 hlaut flokk­ur­inn 24,4 pró­sent fylgi og 19 þing­menn og gat myndað rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Sig­urður Ingi fjall­aði um þann trausts­missi sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og for­ysta flokks­ins hefur orðið fyrir í kjöl­far þess að  upp komst um eignir Sig­mundar Dav­íðs í aflands­fé­lagi. „Það hefur ýmis­legt gerst síðan við komum saman síð­ast á flokks­þing­i,“ sagði hann og rak það hvernig hann hafi tekið það verk­efni að sér að halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn áfram eftir að Sig­mundur Davíð sagði af sér. 

Sig­urður Ingi lagði áherslu á að til þess að geta haft áhrif á fram­vindu mála yrði flokk­ur­inn að geta unnið með öðrum flokkum og aðrir flokkar að geta unnið með hon­um. „Við verðum að vera í aðstöðu til þess að hafa áhrif á fram­vindu mála,“ sagði hann og spurði síð­an: „Hver er staðan nú í þeim efn­um?“.

Sig­mundur Davíð gaf sér rúm til þess að ræða hugs­an­leg stefnu­mál flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. Nefndi hann þar sér­stak­lega að hægt væri að setja tíma­bundin lög á hámarks­raun­vexti; að ríkið taki sér heim­ild til þess að ákveða á hvaða kjörum bankar og líf­eyr­is­sjóðir megi lána.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None