Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, flytur nú klukkustundar langa ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíó sem fram fer í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðherra, talar á eftir Sigmundi og fær 15 mínútur á dagskrá þingsins.
-- Sjá einnig samantekt úr ræðum formannsins og forsætisráðherra --
Greint var frá því á RÚV upp úr klukkan 11 að Sigurður Ingi ætli að tala blaðlaust á flokksþinginu og má þess vegna búast við því að hann bregðist við orðum Sigmundar Davíðs. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá flokksþinginu í spilaranum hér að neðan:
Sigmundur Davíð hóf ræðu sína á því að fjalla um aldarafmæli Framsóknarflokksins og fór yfir árangur flokksins á þeirri öld sem liðin er.
Á morgun fer fram formannskjör á flokksþinginu. Búist er við því að mjótt verði á munum milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem báðir hafa gefið kost á sér. Þær Eygló Harðardóttir og Lilja Alfreðsdóttir hafa gefið kost á sér sem varaformenn flokksins.