Sigmundur: Rútur fullar af ókunnugu fólki streymdu á flokksþingið

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að það hafi komið mjög á óvart að tapa for­manns­kosn­ing­unum í flokknum á sunnu­dag. Þetta leit ágæt­lega út á laug­ar­deg­inum og ég var ekk­ert sér­stak­lega áhyggju­full­ur[...]Svo allt í einu, þegar kom­inn var sunn­u­dag­ur og klukk­an orðin ell­efu, þá komu rút­­­urn­ar og út úr þeim streymdi fjöldi fólks sem ég hef hrein­­lega aldrei séð áður, í störf­um mín­um í flokkn­­um. Og staðan breytt­ist mjög skyndi­lega.“ Þetta kom fram í fyrsta við­tal­inu sem Sig­mundur Davíð hefur veitt eftir tap hans í for­manns­kosn­ing­unum á sunnu­dag, við Ísland í Bítið á Bylgj­unni í morg­un. 

Þar sagði hann einnig að hann hafi ekk­ert rætt við Sig­urð Inga Jóhanns­son, nýjan for­mann flokks­ins, eftir að for­manns­kosn­ingum lauk á sunnu­dag. Enn sé kalt á milli þeirra og að Sig­urður Ingi hafi ekki viljað tala við sig í aðdrag­anda for­manns­kosn­ing­anna, þegar eftir því var leit­að. 

Aðspurður vildi Sig­mundur Davíð þó ekki full­yrða að svindlað hefði verið í for­manns­kosn­ing­un­um, en sagði margt hafa verið öðru­vísi en það hefði átt að ver­a. „.Það eru mjög marg­ir bún­­ir að hafa sam­­band við mig og látið mig vita að þeir hafi ætlað að styðja mig í kosn­­ing­un­um, og þeim leyft að inn­­­rita sig á flokks­þing­ið, en svo ekki leyft að kjós­a.“

Auglýsing

Sig­mundur Davíð lýsti því yfir í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær að hann ætl­aði að halda áfram sem odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þrátt fyrir tap­ið. Hann sagði við Bítið að hann hlakki nú til að geta unnið fyrir sitt kjör­dæmi og að eft­ir­láta öðrum „stóru mynd­ina, lands­mála­mynd­ina.“

For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi, sem sagði af sér því emb­ætti 5. apríl síð­ast­lið­inn vegna Wintris-­máls­ins svo­kall­aða, boð­aði að hann yrði í ítar­legra við­tali á Bylgj­unni síðar í dag, við þátt­inn Reykja­vík síð­deg­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None