Hagstofan veitir ekki upplýsingar um hver vísitalan átti að vera

Fasteignir hús
Auglýsing

Hag­stofa Íslands vill ekki veita upp­lýs­ingar um hver vísi­tala neyslu­verðs hefði átt að vera þá mán­uði sem hún reikn­aði hana vit­laust. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna þessa segir skrif­stofu­stjóri efna­hags­sviðs Hag­stof­unnar að hún hafi hafnað því að veita upp­lýs­ingar af þessu tagi þar sem verk­lags­reglur stofn­un­ar­innar geri ekki ráð fyrir því að Hag­stofan birti form­lega eða óform­lega end­ur­reikn­aðar vísi­töl­ur.

29. sept­em­ber var greint frá því því að Hag­stofan hefði gert þau mis­tök að

reiknuð húsa­­leiga hafði verið van­­metin við útreikn­ingi vísi­­tölu neyslu­verðs í mars, sem mælir verð­­bólgu. Þessi mis­­tök voru í kjöl­farið leið­rétt með þeim afleið­ingum að vísi­talan hækk­­aði um tæp 0,5 pró­­sent á milli mán­aða og langt umfram allar opin­berar spár. Það þýddi líka að 12 mán­aða verð­­bólga hafði verið veru­­lega van­­metin und­an­farið hálft ár. Árs­verð­­bólga, sem var 0,9 pró­­sent í ágúst, mæld­ist því 1,8 pró­­sent í sept­­em­ber. Hag­stofan hefur beðist afsök­unar á mis­tök­un­um.

Auglýsing

Höfðu víð­tæk áhrif

Mis­­tök Hag­­stof­unnar höfðu víð­tæk áhrif. Þeir sem tekið hafa ný verð­­tryggð hús­næð­is­lán á því tíma­bili sem þau ná yfir munu til að mynda þurfa að greiða upp­­safn­aðar verð­bætur af lánum sín­­um. Þeir sem tóku lán í sept­­em­ber­mán­uði munu auk sjá þau hækka hins vegar skarpar en ann­­ars hefði orð­ið. Þeir sem ætla sér að taka verð­­tryggð hús­næð­is­lán þessa dag­anna ættu að bíða fram í nóv­­em­ber hið minnsta svo þeir þurfi ekki að greiða upp­­safn­aðar verð­bætur tíma­bils sem þeir voru ekki með lán, vegna mis­­­taka Hag­­stof­unn­­ar. Þá mun húsa­­leiga þeirra sem er bundin við þróun vísi­­tölu neyslu­verðs hækka um kom­andi mán­að­­ar­­mót.

Áhrifin á skulda­bréfa­­markað strax eftir til­kynn­ing­una voru einnig mikil og verð­­bólg­u­á­lag hækk­­aði skarpt. Þá er ljóst að hluti þeirra for­­senda sem nefndar voru fyrir vaxta­­lækkun Seðla­­banka Íslands í ágúst voru nú brostn­ar og bank­inn hélt vöxtum sínum óbreyttum við síð­ustu vaxta­á­kvörð­un. Í skýr­ingum sínum vís­aði hann meðal ann­ars til mis­taka Hag­stof­unnar sem ástæðu.

Lands­­bank­inn til­kynnti um síð­ustu helgi að hann ætli að leið­rétta lán um þús­und við­­skipta­vina sinna vegna mis­­­taka Hag­­stof­unn­ar. Kostn­aður bank­ans vegna þessa nemur „nokkrum tugum millj­­óna króna“.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None