Bakkavararbræður reyna að eignast Lýsingu á ný

Bakkavararbræður bítast nú við vogunarsjóð „herra Íslands“ um hluti í Klakka, áður Exista. Helsta eign félagsins er Lýsing. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut er íslenska ríkið. Bræðurnir hafa þegar boðið í þann hlut.

lýður og ágúst
Auglýsing

Félög í eigu bræðr­anna Ágústar og Lýðs Guð­munds­sona, sem oft­ast eru kenndir við Bakka­vör, reyna nú að eign­ast stóran hlut í eigna­um­sýslu­fé­lag­inu Klakka, sem áður hét Exista. Bræð­urnir voru stærstu eig­endur Exista, eins stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins á góð­ær­is­ár­un­um, áður en félagið fór í nauða­samn­inga­ferli eftir banka­hrunið og var í kjöl­farið yfir­tekið af kröfu­höfum þess. Langstærsta eign Klakka í dag er 100 pró­sent hlutur í fjár­mögn­ung­ar­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu. Á meðal þeirra sem eiga stóran hlut í Klakka sem er til sölu er íslenska rík­ið, en Lind­ar­hvol, félag sem heldur utan um stöð­ug­leika­fram­lags­eignir rík­is­ins, á um 18 pró­sent hlut. Bræð­urnir hafa þegar gert til­boð í hlut rík­is­ins. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar segir að einnig að vog­un­ar­sjóð­ur­inn Burlington Loan Mana­gement, sem var einn umsvifa­mesti kröfu­hafi föllnu íslensku bank­anna, sé að bít­ast við bræð­urna um hluta­bréf í Klakka. Burlington er þegar stærsti eig­andi Klakka með um 57 pró­sent hlut eftir að hafa keypt mikið af kröfum á Exista á sínum tíma og eftir að hafa keypt hlut eign­ar­halds­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir slita­bús Glitnis nýver­ið.  Sjóð­ur­inn hefur nú gert hlut­höfum sem eiga 43 pró­sent í félag­inu yfir­tökutil­boð sem rennur út á fimmtu­dag, 20. októ­ber. Í DV segir að Burlington muni greina á bil­inu 3-3,5 millj­arða króna fyrir þann hlut verði til­boðið sam­þykkt. Sá sem stýrir Burlington er Jer­emy Lowe, oft kall­aður „herra Ísland“ vegna umsvifa hans hér­lendis eftir hrun, en Burlington hefur verið fyr­ir­ferða­mestur allra sjóða í við­skiptum með kröfum á fallna íslenska banka og önnur íslensk fyr­ir­tæki.

 Fé­lögin BBR ehf. og Rask ehf., sem eru í eigu Bakka­vara­bræðra, áttu sam­tals tæp­lega þrjú pró­sent hlut í Klakka í árs­lok 2015 sam­kvæmt hlut­haf­alista í árs­reikn­ingi.

Auglýsing

Bræður ná vopnum sínum að nýju

Bræð­urnir Ágúst og Lýður voru á meðal fyr­ir­ferða­mestu manna í íslensku við­skipta­lífi fyrir banka­hrun. Fjár­fest­inga­fé­lag þeirra Exista var stærsti ein­staki eig­andi stærsta banka lands­ins, Kaup­þings, átti ráð­andi hlut í alþjóð­lega fyr­ir­tæk­inu Bakka­vör Group, átti VÍS og Lýs­ingu, svo fátt eitt sé nefnt. Exista hélt einnig á umtals­verðum erlendum eign­um. 

Eftir banka­hrunið rið­aði veldi þeirra til falls og kröfu­hafar þeirra töp­uðu gríð­ar­legum fjár­mun­um. Þeirra á meðal var fjöldi íslenskra líf­eyr­is­sjóða. 

Bræð­urnir hafa hins vegar hægt og rólega verið að ná vopnum sínum að nýj­um. Í byrjun þessa árs greindi Kjarn­inn frá því að þeir væru aftur orðn­ir eig­endur að nán­ast öllu hlutafé í Bakka­vör Group að nýju. Þá höfðu þeir, ásamt með­fjár­festum sín­um, keypt hlut íslenskra líf­eyr­is­sjóða og Arion banka í félag­in­u. 

Með kaup­unum lauk ára­langri bar­áttu um yfir­ráð yfir Bakka­vör Group, fyr­ir­tæki sem Ágúst og Lýður stofn­uðu upp­haf­lega á Suð­ur­nesj­unum á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar, og er nú risa­vaxið alþjóð­legt mat­væla­fyr­ir­tæki. Og það má vel færa rök fyrir því að bræð­urnir hafi staðið uppi sem algjörir sig­ur­veg­arar í þeirri bar­áttu.

Fyr­ir­ferða­miklir í Panama­skjöl­unum

Bræð­urnir komu líka fyrir í hinum frægu Panama­skjölum. Þar kom fram að þeir áttu að minnsta kosti sex félög sem skráð eru til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Eitt þeirra félaga var á meðal kröfu­hafa í bú Kaup­þings. Félag­ið, New Ortland II Equities Ltd., gerði sam­tals kröfu upp á 2,9 millj­arða króna í búið. Um var að ræða skaða­bóta­kröfu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Kaup­þingi ehf., sem stofnað er á grunni slita­bús Kaup­þings, var skaða­bóta­kröf­unni hafnað með end­an­legum hætti við slita­með­ferð Kaup­þings. Tals­maður félags­ins vildi að öðru leyti ekki tjá sig um inni­hald eða upp­runa kröf­unnar þegar Kjarn­inn leit­aði upp­lýs­inga um það og bræð­urnir svör­uðu ekki fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Bræð­urnir voru, líkt og áður sagði, stærstu ein­stöku eig­endur Kaup­þings fyrir fall bank­ans í gegnum fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Exista. Bjarn­freður Ólafs­son, lög­maður þeirra, sat í stjórn bank­ans fyrir þeirra hönd og félög bræðr­anna voru á meðal stærstu skuld­ara Kaup­þings. Sam­kvæmt skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis skuld­aði Exista og tengd félög Kaup­þingi, sem breytt­ist í Arion banka við kenni­tölu­flakk í hrun­inu, 239 millj­arða króna. Eitt­hvað hefur feng­ist upp í þær kröfur vegna nauða­samn­inga Existu og Bakka­var­ar, og sölu á hlut í Bakka­vör, en ljóst er að sú upp­hæð er fjarri þeirri fjár­hæð sem Kaup­þing lán­aði sam­stæð­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None