Facebook hefur fjarlægt kosningamyndband sem Ragnar Kjartansson, listamaður og frambjóðandi Vinstri grænna, gerði fyrir flokkinn og birti fyrr í dag. Í myndbandinu er fjallað um mikilvægi þess að skilja listir og menningu og þar sést nakin kona með höfuð af hrossi framkvæma listgjörning. Facebook bannaði myndbandið á þeim forsendum að í því væri nekt. Um er að ræða fyrsta kosningamyndband íslensks stjórnmálaflokks sem er í framboði fyrir komandi kosningar sem bannað hefur verið á þessum stærsta samfélagsmiðli veraldrar.
Í stöðuuppfærslu á Facebook segja Vinstri græn frá því að unnið sé að annarri útgáfu af myndbandinu sem gæti „fengið náð fyrir augum Facebook.“ Myndbandið er þó enn aðgengilegt á Youtube og hægt er að horfa á það hér að neðan.