Ríkið selur vogunarsjóði hlut sinn í Klakka

Helsta eign Klakka er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing.
Helsta eign Klakka er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing.
Auglýsing

Stjórn Lind­ar­hvols, eign­ar­halds­fé­lags í eigu íslenska rík­is­ins, hefur sam­þykkt að selja 17,7 pró­sent hlut rík­is­ins í Klakka, sem hét áður Exista, til vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement. Eftir við­skiptin á Burlington um 75 pró­sent hlut í Klakka, en helsta eign félags­ins í dag er fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ing. Burlington, sem var einn umsvifa­mesti kröfu­hafi föllnu bank­anna og keypti gríð­ar­legt magn af kröfum á þá á eft­ir­mark­aði fyrir lágar fjár­hæð­ir, mun greiða 505 millj­ónir króna fyrir hlut rík­is­ins í Klakka. Alls bár­ust þrjú til­boð í hlut­inn. Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, oft­ast kenndir við Bakka­vör, buðu næst­hæst, 501 milljón króna, í hann. Þeir voru aðal­eig­endur Existu fyrir hrun. Frá þessu er greint í DV í dag.

Lind­ar­hvoll, sem tók við stöð­ug­leika­fram­lags­eignum rík­is­ins, aug­lýsti til sölu eignir í umsýslu félags­ins í lok sept­em­ber. Það vakti athygli, enda mán­uður í kosn­ingar þegar eign­irnar voru aug­lýstar til sölu. 

Burlington hefur gert öðrum hlut­höfum Klakka yfir­tökutil­boð sem átti að renna út síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Það hefur verið fram­lengt um eina viku sam­kvæmt því sem fram kemur í DV.

Auglýsing

Kröfu­hafi Íslands

Vog­un­­ar­­sjóð­­ur­inn Burlington Loan Mana­­gement, sem er fjár­­­magn­aður og stýrt af banda­ríska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­inu Dav­­id­­son Kempner, hóf upp­kaup á bréfum í Klakka í jan­úar þegar hann keypti 31,8 pró­­sent hlut Arion banka í félag­inu. Fyrir átti Burlington 13,2 pró­­sent hlut í félag­inu. Kaupin voru gerð í nafni BLM Fjár­­­fest­inga ehf., íslensks dótt­­ur­­fé­lags Burlington. Sjóð­­ur­inn hefur verið stærsti erlendi kröf­u­hafi íslensks atvinn­u­lífs á eft­ir­hrunsár­un­um.

Klakki er móð­­ur­­fé­lag fjár­­­mögn­un­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­­ar, sem sér­­hæfir sig í að fjár­­­magna atvinn­u­tæki, atvinn­u­hús­næði og bif­­reiðar fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga. 

Burlington eign­að­ist gríð­­ar­­lega mikið af eignum á Íslandi á und­an­förnum árum. Á árinu 2013 jók sjóð­­ur­inn til að mynda eignir sínar á Íslandi um 70 pró­­sent og í lok þess árs voru 18 pró­­sent af fjár­­­fest­inga­­eignum hans á Íslandi. Í lok árs 2014 voru íslensku eign­­irnar tíu pró­­sent af fjár­­­fes­inga­­eignum hans, en sjóð­­ur­inn jók mjög umsvif sín á því ári.

Stærsta ein­staka eign hans lengi vel voru kröfur í þrotabú Glitn­is, en Burlington var einn stærsti kröf­u­hafi bús­ins. Nafn­virði krafna Burlington í bú bank­ans var að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­­arð króna. Burlington fékk rúm­­lega 30 pró­­sent af nafn­virði þeirra krafna í kjöl­far þess nauða­­samn­ingur Glitnis var stað­­festur af dóm­stólum í des­em­ber 2015. 

Sjóð­­ur­inn var einnig einn stærsti kröf­u­hafi slita­­bús Kaup­­þings. Í nóv­­em­ber 2012 átti hann kröfur í búið að nafn­virði 109 millj­­arðar króna. Til við­­bótar hefur Burlington átt fullt af öðrum eignum hér­­­lend­­is. Sjóð­­ur­inn átti umtals­verðar kröfu í bú Lands­­bank­ans og er á meðal eig­anda ALMC (áður Straumur fjár­­­fest­inga­­banki). Þá hefur sjóð­ur­inn, líkt og áður sagði, átt hlut í Klakka um nokk­urt skeið. Mikla athygli vakti þegar hann keypti 26 millj­­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir ára­­mót 2013. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None