Segir starfsmenn vogunarsjóða hafa opnað kampavínsflösku þegar hann hætti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur birt grein á ensku þar sem hann endurtekur þá skoðun sína að hann sé fórnarlamb vandlega skipulagðrar pólitískrar árásar. Hann segir staðfest að ásakanir á hendur honum séu ósannar.

sigmundur davíð gunnlaugsson
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að veislu hafi verið slegið upp á nokkrum stöðum í Reykja­vík þegar hann steig til hliðar í apríl og að hann hafi fengið fréttir af því að „hópur manna í New York hefði opnað kampa­víns­flösku af til­tek­inni teg­und (sem ég man ekki hver var), en flaskan, sem geymd hafði verið uppi á hillu, var kölluð Íslands­flask­an.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book-­síðu sinni í dag.AuglýsingÞeir erlendu aðilar sem Sig­mundur Davíð skrifar um eru vog­un­ar­sjóðir sem voru á meðal stærstu kröfu­hafa í bú föllnu bank­anna. Í stöðu­upp­færsl­unni segir hann að þótt “Ís­lands­flaskan“ hafi verið opnuð sé afskiptum þess­ara aðila að málum hér­lendis ekki lok­ið. Nú séu vog­un­ar­sjóð­irnir og tals­menn þeirra „farnir að láta aftur á sér kræla meðal ann­ars með aug­lýs­ingum í blöðum hér á landi og erlend­is. Erlendir fjöl­miðlar virð­ast auk þess sýna kosn­ingum á Íslandi tals­verðan áhuga.

Á sama tíma veldur þró­unin í stjórn­málum hér á landi og víðar mér tals­verðum áhyggj­u­m.“

Birtir grein á ensku

Þess vegna hafi hann ákveðið að birta grein á ensku sem hann hafi skrifað á sínum tíma og hann hafi ætlað að birta „þegar ég væri kom­inn aftur á fullt í stjórn­mála­bar­átt­unni og óvissu­á­standi í Fram­sókn­ar­flokknum væri lok­ið. Þau mál þró­uð­ust eins og þau gerðu og standa eins og þau standa.“

Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í apríl eftir að Wintris-­málið kom upp. Í kjöl­far þess áttu sér stað fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar þar sem á þriðja tug þús­und Íslend­inga mót­mæltu honum og öðrum stjórn­mála­mönnum sem var að finna í Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Sig­mundur Davíð snéri síðan aftur úr leyfi í lok júlí og ætl­aði sér að hefja fulla þátt­töku í stjórn­málum að nýju. Hann vildi að það yrði dregið til baka að kosn­ingar yrðu haldnar fyrr og koma í veg fyrir að flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði haldið nú í haust. Hvor­ugt gekk eft­ir, Sig­mundur Davíð átti ekki end­ur­kvæmt í rík­is­stjórn og í byrjun októ­ber tap­aði hann í for­manns­kosn­ingum fyrir Sig­urði Inga Jóhanns­syni.

Segir stað­fest að allar ásak­anir á hendur honum séu ósannar

Í grein­inni sem Sig­mundur Davíð birtir á ensku á heima­síðu sinni fer hann meðal ann­ars yfir það sem hann telur vera gríð­ar­legan árangur Íslands undir sinni stjórn. Þar rekur Sig­mundur Davíð Wintris-­málið á þann hátt sem hann hefur nokkrum sinnum gert á und­an­förnum mán­uð­um. Þ.e. að nú sé stað­fest að allar ásak­anir á hendur honum vegna Wintris-­máls­ins hafi verið ósannar en að fjöl­miðlar og aðrir óvil­hallir aðilar hafi notað þær til að fram­kvæma póli­tískar árásir á sig sem hefðu verið vand­lega und­ir­búnar í sjö mán­uði. Þar hafi til­gang­ur­inn helgað með­alið og stað­reyndir verið látnar vera.

Kjarn­inn skoð­aði full­yrð­ingar Sig­mundar Dav­íðs um Wintris-­mál­ið, kosn­ingar og hvort Tortóla væri skatta­skjól í Stað­reynda­vakt sem birt var í lok sept­em­ber. Nið­ur­staða hennar var sú að ástæða þess að verið sé að kjósa snemma séu Pana­ma­skjöl­in, og stærsta málið þar er Wintris-­­mál Sig­­mundar Dav­­íðs. Skjöl sýna einnig fram á að Sig­­mundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skil­­greint sem skatta­­skjól, hvað sem líður skatt­greiðsl­­um. Það var því nið­­ur­­staða Stað­­reynda­vakt­­ar­innar að sam­an­­dregið séu þessar þrjár full­yrð­ingar hauga­lyg­i.

Sig­mundur Davíð end­ur­tekur síðan gagn­rýni sína á fjöl­miðla sem hann segir enn spila stóra rullu í hinu lýð­ræð­is­lega ferli. Til þess að standa undir þessu hlut­verki vill Sig­mundur Davíð hins vegar að fjöl­miðlar sýni aðhald og skuld­bind­ingu gagn­vart stað­reynd­um. Það séu rætur rök­studdrar rök­ræðu. Þegar rök­ræða hjálpi rót­tækum lausnum að sigr­ast á kreddum þurfi að vera vilji til að inn­leiða þær lausn­ir. „Það sem við þurfum er rót­tæk skyn­sem­is­hyggja.“

Hægt er að lesa grein Sig­mundar Dav­íðs hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None