Viðreisn útilokar ekki samstarf með stjórnarandstöðuflokkunum

ruv.png
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að hann úti­loki ekki sam­starf með þeim fjórum flokkum sem sátu í stjórn­ar­and­stöðu á síð­asta kjör­tíma­bili, þótt hann hafi bent á að slíkt sam­starf gæti orðið erfitt og flók­ið. Þetta kom fram í kosn­inga­þætti á RÚV í kvöld. Bene­dikt hefur áður marg­sinnis úti­lokað að Við­reisn myndi rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki sam­an.

Að mati Bene­dikts kemur líka alveg til greina að mynda minni­hluta­stjórn en líka að mynda breiða stjórn yfir miðj­una með aðkomu flokka á hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna. Þeir flokkar sem eru á sitt hvorum vængnum á þeim skala eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur tekið afar dræmt í það að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum og gerði það aftur í þætt­inum í kvöld. Hún end­ur­tók að lengst væri á milli þeirra flokka í mál­efn­um.

Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði nið­ur­stöðu kosn­ing­anna vera ákall um breytt vinnu­brögð og að ólíkt fólk með mis­mun­andi skoð­anir gæti unnið áfram. Hann seg­ist sam­mála Bene­dikt Jóhann­essyni um að hann vilji rík­is­stjórn með meiri breidd. Í kosn­inga­bar­átt­unni hafi legið tals­vert langt á milli Bjartrar fram­tíðar og núver­andi stjórn­ar­flokka. Það þyrfti því tals­vert að breyt­ast til að þar væru sam­starfs­flet­ir.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, end­ur­tók þá skoðun sína að hann ætti að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í ljósi þess að flokkur hans væri stærstur í öllum kjör­dæm­um. Hann sagði nauð­syn­legt að mynda sterka stjórn en sagð­ist þreyttur á því að svara spurn­ingum um hvaða mögu­leikar væru í stöð­unni. Það myndi ein­fald­lega að koma í ljós á næstu dög­um.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­kona Pírata, sagði að flokkur hennar úti­lok­aði enn sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Eitt meg­in­mark­mið Pírata væri að takast á við spill­ingu og það væri alveg skýrt að flokk­ur­inn gæti ekki unnið í rík­is­stjórn með flokkum þar sem fimm ráð­herrar tók­ust á við spill­ing­ar­mál á síð­asta kjör­tíma­bili. Þar vís­aði hún nær örugg­lega í leka­mál Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, Orku Energy-­mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar, Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og veru Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal í Panama­skjöl­un­um.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, starf­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, var spurður af því hvort flokkur hans myndi taka sæti í rík­is­stjórn stæði það til boða, í ljósi þess að ekki hafi verið yfir lýst yfir miklum áhuga hjá hinum stjórn­mála­flokk­unum að vinna með flokkn­um. Hann sagð­ist til reiðu búinn og benti á að sam­starf við aðra flokka hefði gengið vel á síð­ustu sex mán­uð­um, eftir að hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að hún myndi aldrei standa í vegi fyrir því að umbóta­stjórn yrði mynd­uð. Ef Sam­fylk­ingin gæti lagt henni lið þá myndi hún gera það.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None