Viðreisn útilokar ekki samstarf með stjórnarandstöðuflokkunum

ruv.png
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að hann úti­loki ekki sam­starf með þeim fjórum flokkum sem sátu í stjórn­ar­and­stöðu á síð­asta kjör­tíma­bili, þótt hann hafi bent á að slíkt sam­starf gæti orðið erfitt og flók­ið. Þetta kom fram í kosn­inga­þætti á RÚV í kvöld. Bene­dikt hefur áður marg­sinnis úti­lokað að Við­reisn myndi rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki sam­an.

Að mati Bene­dikts kemur líka alveg til greina að mynda minni­hluta­stjórn en líka að mynda breiða stjórn yfir miðj­una með aðkomu flokka á hægri og vinstri væng stjórn­mál­anna. Þeir flokkar sem eru á sitt hvorum vængnum á þeim skala eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur tekið afar dræmt í það að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum og gerði það aftur í þætt­inum í kvöld. Hún end­ur­tók að lengst væri á milli þeirra flokka í mál­efn­um.

Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði nið­ur­stöðu kosn­ing­anna vera ákall um breytt vinnu­brögð og að ólíkt fólk með mis­mun­andi skoð­anir gæti unnið áfram. Hann seg­ist sam­mála Bene­dikt Jóhann­essyni um að hann vilji rík­is­stjórn með meiri breidd. Í kosn­inga­bar­átt­unni hafi legið tals­vert langt á milli Bjartrar fram­tíðar og núver­andi stjórn­ar­flokka. Það þyrfti því tals­vert að breyt­ast til að þar væru sam­starfs­flet­ir.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, end­ur­tók þá skoðun sína að hann ætti að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í ljósi þess að flokkur hans væri stærstur í öllum kjör­dæm­um. Hann sagði nauð­syn­legt að mynda sterka stjórn en sagð­ist þreyttur á því að svara spurn­ingum um hvaða mögu­leikar væru í stöð­unni. Það myndi ein­fald­lega að koma í ljós á næstu dög­um.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­kona Pírata, sagði að flokkur hennar úti­lok­aði enn sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Eitt meg­in­mark­mið Pírata væri að takast á við spill­ingu og það væri alveg skýrt að flokk­ur­inn gæti ekki unnið í rík­is­stjórn með flokkum þar sem fimm ráð­herrar tók­ust á við spill­ing­ar­mál á síð­asta kjör­tíma­bili. Þar vís­aði hún nær örugg­lega í leka­mál Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, Orku Energy-­mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar, Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og veru Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal í Panama­skjöl­un­um.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, starf­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, var spurður af því hvort flokkur hans myndi taka sæti í rík­is­stjórn stæði það til boða, í ljósi þess að ekki hafi verið yfir lýst yfir miklum áhuga hjá hinum stjórn­mála­flokk­unum að vinna með flokkn­um. Hann sagð­ist til reiðu búinn og benti á að sam­starf við aðra flokka hefði gengið vel á síð­ustu sex mán­uð­um, eftir að hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að hún myndi aldrei standa í vegi fyrir því að umbóta­stjórn yrði mynd­uð. Ef Sam­fylk­ingin gæti lagt henni lið þá myndi hún gera það.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None