Kosningaósigrar kosta Samfylkingu og Framsókn tugi milljóna

Samfylkingin fékk 102 milljónir úr ríkissjóði árið 2010. Á næsta ári mun hún fá 19 milljónir. Framlög til Framsóknarflokksins munu rúmlega helmingast á milli ára. Það er dýrt að bíða afhroð í kosningum.

Oddný Harðardóttir var formaður Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Hún sagði af sér embætti í byrjun viku.
Oddný Harðardóttir var formaður Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Hún sagði af sér embætti í byrjun viku.
Auglýsing

Sú upp­hæð sem Sam­fylk­ingin getur átt von á að fá úr rík­is­sjóði vegna starf­semi sinnar á næsta ári er áætluð um 19 millj­ónir króna. Flokk­ur­inn fékk 102 millj­ónir króna árið 2010 eftir mik­inn kosn­inga­sigur árið á undan og hefur þegið 35-38 millj­ónir króna á ári á þessu kjör­tíma­bili. Eftir afhroð í kosn­ing­unum um síð­ustu helgi, þegar flokk­ur­inn fékk ein­ungis 5,7 pró­sent atkvæða, mun sú upp­hæð helm­inga­st, sam­kvæmt útreikn­ingum sem Við­skipta­blaðið birtir í dag. Sam­fylk­ingin hefur þegar sagt upp öllu starfs­fólki sínu til að bregð­ast við hinum nýja efna­hags­lega veru­leika.

Nið­ur­stöður kosn­ingar hafa mikil áhrif á fjár­mál stjórn­mála­flokka. Þeir fá úthlutað fé úr rík­is­sjóði í sam­ræmi við atkvæða­vægi og því getur góður eða afar slakur árangur skipt miklu máli í rekstri flokka. Sam­kvæmt lögum er fé úthlutað árlega til starf­semi stjórn­mála­sam­taka sem annað hvort fengið að minnsta kosti einn mann kjör­inn á þing eða fengið 2,5 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. 

Annar flokkur sem tap­aði miklu í kosn­ing­unum 29. októ­ber er Fram­sókn­ar­flokk­ur. Árið 2013 fékk hann 24,4 pró­sent atkvæða sem gerði það að verkum að greiðslur til hans í ár voru 72,1 milljón króna. Sam­kvæmt útreikn­ingum Við­skipta­blaðs­ins verða þær tæpar 34 millj­ónir króna, eða 47 pró­sent af því sem flokk­ur­inn þáði í ár. 

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fær flokka mest úr rík­is­sjóði, enda stærsti flokkur lands­ins að loknum kosn­ing­unum þar sem hann fékk 29 pró­sent atkvæða. Flokk­ur­inn bætti lít­il­lega við sig á milli kosn­inga og fram­lög til hans munu hækka úr 78,9 í 84,9 millj­ónir króna. Vinstri græn bættu einnig vel við sig – fékk 15,9 pró­sent atkvæða – og fram­lög til flokks­ins munu hækka um tæpar 15 millj­ónir og verða þá 46,6 millj­ónir króna. 

Pírat­ar, sem bættu mest allra þegar sitj­andi flokka við sig í nýliðnum kosn­ingum þegar þeir fengu 14,5 pró­sent atkvæða, hækka fram­lög sín gríð­ar­lega milli ára. Í ár fær flokk­ur­inn 15,2 millj­ónir króna en Við­skipta­blaðið áætlar að hann fái 42,3 millj­ónir króna árið 2017. Við­reisn fékk 10,5 pró­sent atkvæða sem tryggir flokknum 30,6 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði á næsta ári. Björt fram­tíð verður á svip­uðu róli, fékk 24,3 millj­ónir króna í ár en fær 20,9 millj­ónir króna á því næsta, en flokk­ur­inn fékk 7,2 pró­sent atkvæða og tap­aði einu pró­sentu­stigi.

Sig­ur­veg­ari smá­fram­boð­anna um síð­ustu helgi var óum­deil­an­lega Flokkur fólks­ins. Ingu Sæland og félögum tókst að tryggja sér 3,5 pró­sent atkvæða sem þýðir að flokk­ur­inn mun fá 10,3 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði á næsta ári og getur átt von á rúm­lega 40 millj­ónum krónum alls á kjör­tíma­bil­inu, þrátt fyrir að hafa ekki náð í neitt þing­sæti.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None