Neita að upplýsa um hverjir fengu 885,4 milljónir

seðlabankinn
Auglýsing

Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) hefur á árunum 2013, 2014 og 2015 greitt 885,4 millj­ónir króna í sér­fræði­þjón­ustu, en sam­kvæmt svari ­Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þá neitar bank­inn að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar þetta hafa verið sem bank­inn keypti þjón­ustu af á fyrr­greindu tíma­bili.

Kjarn­inn hefur óskað eftir því að bank­inn rök­styðj­i ­neit­un­ina með vísun í lög, svo það liggi skýrt fyrir á hvaða grunni bank­inn ­neitar að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar það voru sem fengu fyrr­nefndar 885,4 millj­ón­ir. Er lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans nú að því að búa það svar til, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá bank­an­um.

Á árinu 2013 greiddi ESÍ sér­fræð­ingum 257,9 millj­ónir króna, á árinu 2014 358,7 millj­ónir og árinu 2015 268,8 millj­ón­ir.

Auglýsing

Laun og launa­tengd gjöld félags­ins á fyrr­nefndu tíma­bil­i voru umtals­vert minni en upp­hæð­irnar sem fóru til sér­fræð­inga eða sem nem­ur 525,2 millj­ónum króna. Á árinu 2013 voru launin 72,4 millj­ón­ir, á árinu 2014 201,8 millj­ónir og á árinu 2015 251 millj­ón.

Á árinu 2014 jókst ­rekstr­ar­kostn­aður sam­stæðu ESÍ þegar dótt­ur­fé­lag ESÍ, Hilda ehf., tók yfir­ ­fyr­ir­tækja­lán og fulln­ustu­eignir Dróma.

Eins og fram í grein Kjarn­ans 29. jan­úar á þessu ári þá átt­i ESÍ eignir upp á 200,8 millj­arða króna um mitt ár í fyrra, en síðan þá hafa orðið miklar breyt­ing­ar, einkum vegna upp­gjörs­ins á slita­búum föllnu bank­anna, en stór hluti eigna ESÍ voru kröfur á búin og eigna­söfn sem rekja má til­ hruns­ins.

Félagið Lind­ar­hvoll ehf. heldur nú utan um eignir sem komu í skaut rík­is­ins með stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­anna, og er unnið að sölu þeirra eins og áður hefur verið greint frá.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None