Neita að upplýsa um hverjir fengu 885,4 milljónir

seðlabankinn
Auglýsing

Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) hefur á árunum 2013, 2014 og 2015 greitt 885,4 millj­ónir króna í sér­fræði­þjón­ustu, en sam­kvæmt svari ­Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þá neitar bank­inn að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar þetta hafa verið sem bank­inn keypti þjón­ustu af á fyrr­greindu tíma­bili.

Kjarn­inn hefur óskað eftir því að bank­inn rök­styðj­i ­neit­un­ina með vísun í lög, svo það liggi skýrt fyrir á hvaða grunni bank­inn ­neitar að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar það voru sem fengu fyrr­nefndar 885,4 millj­ón­ir. Er lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans nú að því að búa það svar til, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá bank­an­um.

Á árinu 2013 greiddi ESÍ sér­fræð­ingum 257,9 millj­ónir króna, á árinu 2014 358,7 millj­ónir og árinu 2015 268,8 millj­ón­ir.

Auglýsing

Laun og launa­tengd gjöld félags­ins á fyrr­nefndu tíma­bil­i voru umtals­vert minni en upp­hæð­irnar sem fóru til sér­fræð­inga eða sem nem­ur 525,2 millj­ónum króna. Á árinu 2013 voru launin 72,4 millj­ón­ir, á árinu 2014 201,8 millj­ónir og á árinu 2015 251 millj­ón.

Á árinu 2014 jókst ­rekstr­ar­kostn­aður sam­stæðu ESÍ þegar dótt­ur­fé­lag ESÍ, Hilda ehf., tók yfir­ ­fyr­ir­tækja­lán og fulln­ustu­eignir Dróma.

Eins og fram í grein Kjarn­ans 29. jan­úar á þessu ári þá átt­i ESÍ eignir upp á 200,8 millj­arða króna um mitt ár í fyrra, en síðan þá hafa orðið miklar breyt­ing­ar, einkum vegna upp­gjörs­ins á slita­búum föllnu bank­anna, en stór hluti eigna ESÍ voru kröfur á búin og eigna­söfn sem rekja má til­ hruns­ins.

Félagið Lind­ar­hvoll ehf. heldur nú utan um eignir sem komu í skaut rík­is­ins með stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­anna, og er unnið að sölu þeirra eins og áður hefur verið greint frá.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None