Neita að upplýsa um hverjir fengu 885,4 milljónir

seðlabankinn
Auglýsing

Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ) hefur á árunum 2013, 2014 og 2015 greitt 885,4 millj­ónir króna í sér­fræði­þjón­ustu, en sam­kvæmt svari ­Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þá neitar bank­inn að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar þetta hafa verið sem bank­inn keypti þjón­ustu af á fyrr­greindu tíma­bili.

Kjarn­inn hefur óskað eftir því að bank­inn rök­styðj­i ­neit­un­ina með vísun í lög, svo það liggi skýrt fyrir á hvaða grunni bank­inn ­neitar að upp­lýsa um hvaða sér­fræð­ingar það voru sem fengu fyrr­nefndar 885,4 millj­ón­ir. Er lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans nú að því að búa það svar til, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá bank­an­um.

Á árinu 2013 greiddi ESÍ sér­fræð­ingum 257,9 millj­ónir króna, á árinu 2014 358,7 millj­ónir og árinu 2015 268,8 millj­ón­ir.

Auglýsing

Laun og launa­tengd gjöld félags­ins á fyrr­nefndu tíma­bil­i voru umtals­vert minni en upp­hæð­irnar sem fóru til sér­fræð­inga eða sem nem­ur 525,2 millj­ónum króna. Á árinu 2013 voru launin 72,4 millj­ón­ir, á árinu 2014 201,8 millj­ónir og á árinu 2015 251 millj­ón.

Á árinu 2014 jókst ­rekstr­ar­kostn­aður sam­stæðu ESÍ þegar dótt­ur­fé­lag ESÍ, Hilda ehf., tók yfir­ ­fyr­ir­tækja­lán og fulln­ustu­eignir Dróma.

Eins og fram í grein Kjarn­ans 29. jan­úar á þessu ári þá átt­i ESÍ eignir upp á 200,8 millj­arða króna um mitt ár í fyrra, en síðan þá hafa orðið miklar breyt­ing­ar, einkum vegna upp­gjörs­ins á slita­búum föllnu bank­anna, en stór hluti eigna ESÍ voru kröfur á búin og eigna­söfn sem rekja má til­ hruns­ins.

Félagið Lind­ar­hvoll ehf. heldur nú utan um eignir sem komu í skaut rík­is­ins með stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­anna, og er unnið að sölu þeirra eins og áður hefur verið greint frá.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None