Seðlabankinn seldi sex prósent hlut í Kaupþingi til vogunarsjóðs

Langstærsta óselda eign Kaupþings er 87 prósent hlutur í Arion banka.
Langstærsta óselda eign Kaupþings er 87 prósent hlutur í Arion banka.
Auglýsing

Taconic Capital, vog­un­ar­sjóður sem er langstærsti eig­andi eign­ar­halds­fé­lags­ins Kaup­þings, hefur keypt rúm­lega sex pró­senta hlut Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ) í Kaup­þingi á verði sem áætlað er um 15 millj­arðar króna. Um er að ræða kaup á bæði eign­ar­hlutum og kröfum sem ESÍ átti í Kaup­þingi. ESÍ hafði fram­selt bréf sín til Seðla­bank­ans í síð­asta mán­uði og það var Seðla­bank­inn sem lét erlendan fjár­fest­ing­ar­banka koma bréf­unum í sölu­ferli.

Heild­ar­eignir Kaup­þings um mitt þetta ár voru metnar á 475 millj­arða króna. Langstærsta óselda eign Kaup­­þings er 87 pró­­sent hlutur í Arion banka, við­­skipta­­banka sem starfar að mestu á íslenskum mark­aði og var end­­ur­reistur af íslenska rík­­inu með íslenskum inn­­­stæð­um. Frá þessu er greint í DV í dag.

Þar segir að Taconic Capi­tal hafi á und­an­förnum mán­uðum reglu­lega komið á fram­færi áhuga sínum um að kaupa hlut Seðla­bank­ans í Kaup­þingi. Sam­hliða hefur sjóð­ur­inn verið að auka hlut sinn veru­lega með upp­kaupum á hlutum ann­arra. Þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn áttu þrír sjóðir Taconic Capi­tal um 33 pró­sent hlut í Kaup­þingi og því er hlutur vog­un­ar­sjóðs­ins að minnsta kosti orð­inn 39 pró­sent eftir kaup­in. 

Auglýsing

Með söl­unni er Seðla­banki Íslands að selja óbeinan eign­ar­hlut sinn í íslenskum banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None