Gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu gagnvart NATO

Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda gagnvart NATO í kjölfar þess að Donald Trump var kosinn forseti.

Lilja Alfreðsdóttir heilsar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erfitt er að áætla hver utanríkisstefna Donalds Trump verði og því síður hvaða áhrif slík stefna hafi á Ísland.
Lilja Alfreðsdóttir heilsar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erfitt er að áætla hver utanríkisstefna Donalds Trump verði og því síður hvaða áhrif slík stefna hafi á Ísland.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra segir ótíma­bært að álykta nokkuð um fram­tíð NATO og áhrif boð­aðra stefnu­breyt­inga Don­alds Trump, nýkjör­ins for­seta Banda­ríkj­anna, á veru Íslands í hern­að­ar­banda­lag­inu.

Trump lagði mikla áherslu á í kosn­­inga­bar­áttu sinni að aðild­­ar­­ríki NATO myndu, í hans valda­­tíð, leggja til þær fjár­­hæðir sem þær hafa skuld­bundið sig til að greiða til NATO. Ísland er meðal aðild­­ar­­ríkja NATO og er þar minnsta aðild­­ar­­ríkið og eina ríkið sem hefur ekki her. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur ekki greitt að fullu þær fjár­­hæðir sem samn­ing­­ur­inn utan um Atl­ants­hafs­­banda­lagið gerir kröfu um.

Í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er fylgst náið með stöð­unni. Ekki sé hægt að leggja mat á áhrif þess að Don­ald Trump hafi verið kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna fyrr en að stefna hans í utan­rík­is­málum skýrist bet­ur. Trump lét hafa eftir sér ótal ummæli sem myndu hafa bein og óbein áhrif á Ísland ef það gengi eft­ir. Nýkjör­inn for­seti tal­aði hins vegar á allt öðrum nótum í nótt eftir að ljóst var að hann hefði náð kjöri. Ómögu­legt sé þess vegna að ráða í fram­haldið vegna þess­arar óvissu.

Auglýsing

„Fyrst er það að nefna að við höfum farið yfir það sem hann hefur að sag­t,“ segir Lilja í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er nokkuð erfitt að ráða í hans stefnu; hann hefur ekki lagt til lista um hvað hann hygg­ist gera. Það verður farið betur yfir það og þess vegna er ótíma­bært að álykta neitt um þetta, fyrr en við sjáum hver verði þeirra utan­rík­is­ráð­herra og hver verði þeirra varn­ar­mála­ráð­herra.“

Lilja bendir á að Trump hafi haft orð um Atl­ants­hafs­banda­lagið og að hann hafi viljað skoða hvaða fram­lög aðild­ar­ríkin hafa lagt til NATO. „Vera okkar í NATO skiptir okkur miklu máli. Ég geri ekki ráð fyrir stefnu­breyt­ingu hvað okkur varð­ar,“ segir hún og bendir á að þó Ísland hafi ekki þurft að standa við fjár­hags­legar skuld­bind­ingar hafi Ísland lagt til aðra þætti eins og til dæmis land­svæði undir her­stöð. Í takt við þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands þá er þátt­taka í NATO mik­il­væg.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None