Gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu gagnvart NATO

Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda gagnvart NATO í kjölfar þess að Donald Trump var kosinn forseti.

Lilja Alfreðsdóttir heilsar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erfitt er að áætla hver utanríkisstefna Donalds Trump verði og því síður hvaða áhrif slík stefna hafi á Ísland.
Lilja Alfreðsdóttir heilsar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erfitt er að áætla hver utanríkisstefna Donalds Trump verði og því síður hvaða áhrif slík stefna hafi á Ísland.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra segir ótíma­bært að álykta nokkuð um fram­tíð NATO og áhrif boð­aðra stefnu­breyt­inga Don­alds Trump, nýkjör­ins for­seta Banda­ríkj­anna, á veru Íslands í hern­að­ar­banda­lag­inu.

Trump lagði mikla áherslu á í kosn­­inga­bar­áttu sinni að aðild­­ar­­ríki NATO myndu, í hans valda­­tíð, leggja til þær fjár­­hæðir sem þær hafa skuld­bundið sig til að greiða til NATO. Ísland er meðal aðild­­ar­­ríkja NATO og er þar minnsta aðild­­ar­­ríkið og eina ríkið sem hefur ekki her. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur ekki greitt að fullu þær fjár­­hæðir sem samn­ing­­ur­inn utan um Atl­ants­hafs­­banda­lagið gerir kröfu um.

Í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er fylgst náið með stöð­unni. Ekki sé hægt að leggja mat á áhrif þess að Don­ald Trump hafi verið kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna fyrr en að stefna hans í utan­rík­is­málum skýrist bet­ur. Trump lét hafa eftir sér ótal ummæli sem myndu hafa bein og óbein áhrif á Ísland ef það gengi eft­ir. Nýkjör­inn for­seti tal­aði hins vegar á allt öðrum nótum í nótt eftir að ljóst var að hann hefði náð kjöri. Ómögu­legt sé þess vegna að ráða í fram­haldið vegna þess­arar óvissu.

Auglýsing

„Fyrst er það að nefna að við höfum farið yfir það sem hann hefur að sag­t,“ segir Lilja í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er nokkuð erfitt að ráða í hans stefnu; hann hefur ekki lagt til lista um hvað hann hygg­ist gera. Það verður farið betur yfir það og þess vegna er ótíma­bært að álykta neitt um þetta, fyrr en við sjáum hver verði þeirra utan­rík­is­ráð­herra og hver verði þeirra varn­ar­mála­ráð­herra.“

Lilja bendir á að Trump hafi haft orð um Atl­ants­hafs­banda­lagið og að hann hafi viljað skoða hvaða fram­lög aðild­ar­ríkin hafa lagt til NATO. „Vera okkar í NATO skiptir okkur miklu máli. Ég geri ekki ráð fyrir stefnu­breyt­ingu hvað okkur varð­ar,“ segir hún og bendir á að þó Ísland hafi ekki þurft að standa við fjár­hags­legar skuld­bind­ingar hafi Ísland lagt til aðra þætti eins og til dæmis land­svæði undir her­stöð. Í takt við þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands þá er þátt­taka í NATO mik­il­væg.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None